Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

Jónas er harðduglegur maður og vinnur myrkranna á milli, en í frístundum sínum stundar hann íþróttir  af  kappi, blak og innanhússfótbolta, svo að eina góða helgi ákveður Magga, konan hans, að lyfta aðeins skapinu hjá honum og fara með hann út á lífið. Þau klæða sig í sitt besta púss og fara á einn af þessum stöðum þar sem boðið er upp á "listdans". Dyravörðurinn á skemmtistaðnum sér þau koma og kallar til Jónasar: "Góða kvöldið, Jónas. hvernig hefurðu það í kvöld?" Magga verður hissa á þessu og spyr Jónas hvort hann hafi komið þarna áður. "Nei, nei" segir Jónas, " hann er einn af þeim sem ég spila innanhússboltann við." Þau fá sér sæti og þjónustustúlka kemur til þeirra, sér Jónas og segir: "Gaman að sjá þig, Jónas. Gin og tónik eins og venjulega?" Augu Möggu stækka.  "Þú hlýtur að koma hingað oft!" "Nei, nei," segir Jónas. "Strákarnir kíkja stundum hingað inn eftir blakið." Þá kemur nektardansmær upp að borðinu þeirra, íklædd litlu meira en brosinu. Hún faðmar Jónas innilega að sér og segir: "Ætlarðu að fá einkadans eins og venjulega, Jónas?" Magga verður öskureið, safnar saman dótinu sínu og stormar út af skemmtistaðnum. Jónas eltir hana, sér hana fara inn í leigubíl og stekkur inn í bílinn á eftir henni. Magga horfir á hann hatursfullu augnaráði og lætur hann hafa það óþvegið. Þá hallar leigubílstjórinn sér að Jónasi og segir: "Þú hefur náð í eina erfiða í kvöld, Jónas minn."


Föstudagsgrín

Illa klæddur maður kemur inn í banka og hrópar til gjaldkerans: "Ég ætla að opna andskotans bankareikning í þessum skíta banka, og það strax". Gjaldkerinn heldur að hún hafi ekki heyrt rétt og segir:"Afsakaðu, hvað segirðu?" "Andskotinn hafi það, heyrðirðu ekki í mér, ég ætla að opna andskotans reikning og það strax!"

Konan var alveg hvumsa og sagði:"Fyrirgefðu, en við líðum ekki svona orðbragð hérna". Maðurinn gaf sig ekki og krafðist þess að hitta yfirmann hennar, en þegar yfirmaðurinn kemur til mannsins og spyr, "Fyrirgefðu, hvert er vandamálið?".

"Það er ekkert helvítis vandamál hérna" segir maðurinn, "Ég var að vinna 100 milljónir í víkingalottóinu og ætla að stofan andskotans reikning í þessum skíta banka".

"Ég skil", segir yfirmaðurinn, "og veitti helvítis kellingin þér enga andskotans þjónustu?"


Föstudagsgrín

Þennan fékk ég frá dyggum lesanda og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

 

Tvær vinkonur voru saman í golfi þegar önnur varð fyrir því óhappi að hitta kúluna illa í upphafshöggi og horfði með skelfingu á eftir kúlunni fór inn miðjan hóp karlmanna.

Einn maðurinn hné til jarðar haldandi báðum höndum á milli fótanna, greinilega sárþjáður.

Konan var miður sín og bauðst til að aðstoða manninn, en hann hafnaði allri aðstoð enda myndi þetta allt jafna sig.
... ...
Vinkonan gafst ekkert upp og sagðist vera sjúkraþjálfari og vildi fá að þreifa aðeins á manninum.

Maðurinn lét tilleiðast, konar tók hendurnar hans úr klofinu, renndi niður buxnaklaufinn og byrjaði að nudda hann.

Þegar hún var búinn að nudda hann í nokkurn tíma og manninum virtist vera farið að líða betur spurði hún hann hvernig honum þætti þetta.

Maðurinn svarar “Þetta er mjög gott, en ég er ennþá að drepast í þumalputtanum!”


Föstudagsgrín

Þennan fékk ég frá dyggum lesanda og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra, voru  stödd í einkaþotu en þau voru að koma frá Brüssel, þar sem Ursula Von Der Layen var að leggja þeim línurnar um hvað þau ættu að gera það sem eftir lifði af kjörtímabilinu.  Hún var þokkalega ánægð me það se þau höfðu „gert“ fram til þessa  (enda höfðu þau farið í einu og öllu eftir  hennar línu og passað upp á að þjóðin fengi ekki að koma að neinu, sem máli skipti).  Þau voru mjög upp með sér yfir athyglinni sem þau höfðu fegið í Brüssel og ákváðu að bregða aðeins á leik  á leiðinni til baka.  Bjarni Ben sagði: „Ef ég myndi henda þúsund krónu seðli út myndi ég gera EINN einstakling mjög hamingjusaman“.  Þá sagði Katrín: „Ef ég myndi henda tíu þúsund krónu seðlum út myndi ég gera TÍU einstaklinga mjög hamingjusama“.  Flugstjórinn hafði heyrt samræðurnar og hann sagði: „ Ef ég myndi henda ykkur báðum út, MYNDI ÉG GERA HEILA ÞJÓÐ HAMINGJUSAMA“..........


Föstudagsgrín

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.

 

Fyrir nokkuð löngu síðan voru þrjár ungar stúlkur í verklegri kennslu í meinatækni. Ein þeirra hafði orðið sér úti um sæði og ákváðu þær nú að skoða þetta í smásjá. Kennarinn sá að þær voru að fást við eitthvað annað en þær áttu að vera að gera og gekk til þeirra. Hann spurði hvað þær væru að gera, stúlkurnar roðnuðu og ein þeirra stundi upp að þær væru bara að skoða munnvatn. Kennarinn skoðaði í smásjána í smástund en sagði svo við þá sem hafði orðið fyrir svörum: “Þú hefur gleymt að bursta í þér tennurnar í morgun“..........


Föstudagsgrín

Þennan fékk ég frá dyggum lesanda og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

 

Ég hringdi  i upplýsingasíma Almannavarna, til að athuga hvort að það væri óhætt að fara út í búð að versla. „Já en vertu bara með grímu og með hanska, þá ætti allt að vera í lagi“  var svarið.  Ég gerði það...... bölvuð della!  ALLIR AÐRIR VORU Í FÖTUM!!


Föstudagsgrín

Þennan fékk ég frá dyggum lesanda og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

 

Kona situr úti í garði og fylgist með tveimur hafnfirskum verkamönnum að störfum.  Annar Gaflarinn grefur holu og hinn fyllir upp í hana með mold.  Þá grefur fyrri Gaflarinn aðra holu og aftur fyllir hinn Gaflarinn hana með mold.  Þetta endurtaka þeir aftur og aftur.  Að lokum gengur konan til  þeirra og spyr: " Af hverju grafið þið holur og fyllið þær aftur "?  "Sko, venjulega er einn annar með okkur, sem setur tré ofan í holuna en hann er veikur í dag" svaraði annar Hafnfirðingurinn.........


Föstudagsgrín

Þennan fékk ég frá dyggum lesanda og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Gömul hjón, bæði á tíræðisaldri, fóru til læknis því þau voru orðin mjög gleymin.  Þau voru alveg viss um að læknirinn myndi eitthvað geta hjálpað þeim því þetta var orðið MJÖG mikið vandamál hjá þeim.    Þegar þau komu  til læknisins, sagði hann  að það væri nú lítið sem hann gæti gert en benti þeim á að það gæti verið ágætis ráð að skrifa niður það sem ætti að gera.  Með þetta þjóðráð fóru þau heim.  Nokkrum kvöldum seinna sátu  þau inni í stofu og horfðu á sjónvarpið og þá varð konunni að orði:

  • „Mig langar svo mikið í ís, nennirðu að fara fram í eldhús og sækja ís handa mér?“
  • „Já já“ sagði maðurinn og stóð upp.
  • „Er ekki betra að skrifa þetta niður“ sagði konan.
  • „Nei nei“ sagði maðurinn „ég man þetta alveg“.
  • „Mig langar í jarðaber með ísnum“ sagði konan þá. „Er ekki betra að skrifa þetta niður“? sagði konan þá.
  • „Nei nei“ sagði maðurinn þá, „ís og jarðaber, ég man þetta alveg“.
  • „Mig langar líka í rjóma með“ sagði hún þá. „Ertu alveg viss um að það sé ekki betra að skrifa þetta niður „?
  • „Nei, nei blessuð vertu ég man þetta alveg, ís, jarðaber og rjóma skárra væri það nú“. Sagði hann og fór fram í eldhús.

Eftir þó nokkurn tíma kom hann til baka úr eldhúsinu með EGG OG BEIKON á diski........  Þá sagði konan: „HVAR ER RISTAÐA BRAUÐIГ???????????


Föstudagsgrín

Siggi, pabbi vinar míns, sá sumarbústað auglýstan til sölu og sá sem veitti upplýsingar í síma sagði að þetta væri ágætis bústaður.  Málið vandaðist hins vegar þegar Siggi spurði hvort það væri verönd við bústaðinn.-“Verönd, hvað er það?”-“Það er svona pallur þar sem maður getur setið úti og borðað”.-“Nei, það er ekkert svoleiðis”.-“En salernisaðstaða”?-“Það er fínasti kamar rétt hjá”.-“En ekkert klósett inni”?-“Nei”.Þá heyrðist húsfreyjan spyrja í bakgrunni hver væri í símanum.-“Æ, þetta er einhver kall að sunnan sem vill éta úti en kúka inni”............


Föstudagsgrín

Ljóska labbar inn í banka í New York og biður um að fá að tala við yfirmann í Lánadeild. Hún segist ætla til Evrópu í 2 vikur og þurfi að fá lánaða 5000 dollara. Lánastjórinn segir að bankinn þurfi eitthvað frá henni í staðinn sem tryggingu.  Þá lætur ljóskan hann fá lykla af Mercedes Benz SL 560 sem hún á. Bílnum var lagt fyrir framan bankann og þeir fara og skoða hann og allt, svo samþykir lánastjórinn að taka bílinn sem tryggingu. Bankastjórinn og allir starfsmenn bankans njóta þess að hlægja að henni fyrir að nota 110.000 dollara Benz sem tryggingu fyrir 5.000 dollara láni. Starfsmaður bankans býðst til að taka bílinn og leggja honum í neðanjarðar bílageymslu bankans.  2 vikum seinna kemur ljóskan og borgar til baka þessa 5.000 dollara auk 15,14 dollara í vexti. Þá kemur Lánastjórinn og segir við hana að hann sé glaður yfir að þetta hafi allt gengið vel en sagði við hana að hann hefði látið rannsaka hana og séð að hún væri milljarðamæringur.  Og hann spyr "Af hverju varstu að fá lánaða 5.000 dollara en lagðir 110.000 dollara bíl sem tryggingu?" Þá segir hún: "Hvergi annarstaðar í New York get ég lagt bílnum mínum í bílageymslu í 2 vikur fyrir 15,41 dollara og búist við því að hann sé þar þegar ég kem til baka"........


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband