EKKI Í FYRSTA SKIPTI SEM HAMILTON KLÚÐRAR RÆSINGUNNI

 

En að detta niður í fimmta sæti eftir fyrstu beygju er nokkuð mikið. Verði hann ekki heimsmeistari  þetta árið er klárlega hægt að kenna startinu um.  Monza er mjög hröð braut (reyndar hraðasta brautin í keppnisröðinni) og því skiptir röðin á ráslínunni mjög miklu.  Það er nokkuð ljóst eftir þessa helgi að Danill Kyat kemur til með að missa sæti sitt hjá Toro Rosso, kannski var kappaksturinn í Rússlandi (Sotsji) vendipunkturinn fyrir hann þegar hann missti sæti sitt hjá Red Bull og var færður til Toro Rosso, þar sem hann náði aldrei að festa sig í sessi og náði ekki takti við liðið.  Jenson Button, verður ekki ökumaður fyrir McLaren á næsta ári en Ron Dennis vill halda honum innan liðsins með möguleika á að hann keppi fyrir liðið árið 2018.  Það finnst öllum þetta svolítið skrítin taktík, annað hvort hætta menn eð ekki, fyrir mína parta held ég að þetta sé síðasta keppnistímabil Button í Formúlu 1.  Þá tilkynnti Massa það nú um helgina að þetta yrði hans síðasta tímabil í Formúlunni og vissulega fer þar mikill og góður liðsmaður og hans verður saknað úr Formúlunni.  Nokkuð miklar hreyfingar eru á ökumannamarkaðnum núna (silly season) en það á allt eftir að skýrast efti Singapoor kappaksturinn en þá tilkinna flest liðin ökumenn næsta árs.


mbl.is Rosberg vann í Monza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband