NÚ ER NÓG KOMIÐ AF "RUGLINU" Í SEÐLABANKASTJÓRA OG PENINGASTEFNUNEFND

Þessi maður stendur bara keikur, með "pörupiltaglott" á vör og segist verða að HÆKKA stýrivextina, en af góðmennsku sinni, ætli hann að bíða með það til NÆSTA vaxtaákvörðunardags.  Svo þegar hann er spurður að því hvað valdi því að HÆKKA þurfi vextina, er eina svarið; "AÐ ÞAÐ SÉ SPENNA Í HAGKERFINU" en fréttamönnum dettur ekki í hug að fá nánari útskýringu á þessari "SPENNU Í HAGKERFINU".  Í það minnsta er engin þörf á að HÆKKA vextina til þess að "laða" fjármagn inn í landið, því það gerir það nú þegar, hér á landi fá fjárfestar það góða ávöxtun vegna hárra vaxta að peningarnir flæða inn í landið og verður enn meira flæði af þeim ef og þegar vextir verða hækkaðir enn meira.  Það er kominn tími á þennan mann sem stýrir Seðlabankanum í það minnsta þarf að koma vitinu fyrir hann og það sem allra fyrst.  Besti maðurinn til að tala við manninn er Óli Björn Kárason, formaður Efnahags- og Viðskiptanefndar.  Ef Óli Björn Kárason getur ekki komið vitinu fyrir hann get ég ekki séð nokkur ráð önnur en að maðurinn verði að taka pokann sinn og verð ég "að segja að farið hefur fé betra"......... 


mbl.is Reikna með rólegri styrkingu krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband