NAUÐSYNLEGT AÐ GREININ SKOÐI AÐEINS EIGINN RANN ÁÐUR EN ER KOMIÐ MEÐ SVONA ÁSAKANIR

Það nefnilega málið að ríkið FÆR MJÖG LITLAR TEKJUR vegna þeirra ferðamanna, sem koma til landsins.  Og hvernig getur nú staðið á því???  Jú það er einfalt mál; HVERGI NOKKURS STAÐAR Í ÍSLENSKU ATVINNULÍFI ER EINS MIKIÐ UM SKATTAUNDANSKOT OG "SVARTA" STARFSEMI, EINS OG Í FERÐAÞJÓNUSTUNNI.  Sem dæmi var mér sagt frá vöruflutningabílstjóra, sem keyrir á milli Reykjavíkur og Akureyrar, hann varð að gista eina nótt á Akureyri vegna ófærðar.  Hann fór á ónefnt gistiheimili en þegar hann ætlaði að greiða fyrir gistinguna með debidtkorti, var honum sagt að þeir tækju ekki kort hann yrði að fara í hraðbanka og taka út peninga og það vita allir hvað það þýðir.  Erlendir ferðamenn nota hér ALLA innviði eins og til dæmis samgöngukerfi, heilbrigðiskerfi, löggæslu og fleira en greiða ekki eina einustu krónu fyrir og svo VÆLIR ferðaþjónustan yfir lélegum innviðum.  Hvernig væri að farið yrði strax eftir tillögu Lilju Alfreðsdóttur um komugjöld þá gæfist smá svigrúm til að lagfæra innviðina og svo væri hægt að taka á skattaundanskotum ferðaþjónustufyrirtækja í betra tómi..........


mbl.is Íslenska ríkið helsti gullgrafarinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband