ERU "BRANDARAKARLAR" HEPPILEGIR SEM FJÁRMÁLARÁÐHERRAR?

Það kemur hver hagfræðingurinn á fætur öðum og segir það algjört glapræði að tengja gengi krónu við evru, fyrir það fyrsta séu ENGIN líkindi með hagkerfunum og því væri hugmyndin algjört óráð.  Myntráð væri álíka slappur kostur, illskásti kosturinn væri að tengja krónuna við Kanadadollar eða Norska krónu en þar væru hagkerfin líkari því Íslenska.  En besti kosturinn væri núverandi fyrirkomulag.  Fyrstur til að bregðast við bullinu í fjármálaráðherra Íslands, var hagfræðingurinn og gjaldmiðlsérfræðingurinn Mohammad A. El-Erian og í Fréttablaðinu í dag skrifar Danski hagfræðingurinn Lars Christensen (sá sami og einn núverandi ráðherra Viðreisnar vildi senda í endurmenntun fyrir hrun), ágæta grein um málið og tekur undir orð Mohammed A. El-Erian.  Eftir þetta þá hlýtur að vakna sú spurning hvort þessi maður valdi því nokkuð að vera Fjármálaráherra landsins?


mbl.is „Þurfa gengisfestingu eins og þorskur þarf hjól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband