HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI HJÁ REYKJAVÍKURBORG????

Nú get ég ekki lengur orða bundist,eftir að hafa leitað eftir skýringum hjá Félagsbústöðum og var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjórann Auðunn Frey Ingvarsson, sem skiluðu mér engum svörum, hann þóttist ekki vita hvað ég var að spyrja um og þar af leiðandi voru svör hans þannig að ég hefði haft mikið meira út úr því að tala við sjálfan mig.  Aðdragandi þessa máls er sá að ég aðstoðaði einn leigutaka hjá Félagsbústöðum við gerð skattaskýrslu.  Þegar "samdráttarblaðið" var skoðað kom í ljós undarleg færsla en í reit 596 (undir liðnum aðrar tekjur) var skráður "STYRKUR ÓSKATTSKYLDUR" að upphæð 888.000 frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.  Ég spurði viðkomandi hvað þetta væri, viðkomandi kannaðist ekkert við þetta og sór og sárt við lagði að ENGAR greiðslur hefðu komið þaðan á árinu.  Síðan var skattaskýrslan bara kláruð og þegar kom að því að fylla út leigumiðann var leiguupphæðin skráð inn en hún var 806.000, eða um 67.200 á mánuði en "styrkurinn" var upp á 888.000 eða um 74.000 á mánuði.  Eins og ég sagði áður veit ég ekki hvað þetta er en mig grunar að Félagsbústaðir (eða réttara sagt forráðamenn þeirra) líti svo á að "markaðsverð" húsaleigunnar fyrir íbúð af þessari stærð, hafi verið á árinu 2016 c.a 141.200 á mánuði en greitt var í leigu c.a 67.200 í leigu á mánuði, mismunurinn 74.000 á mánuði hafi verið "styrkur" frá Reykjavíkurborg.  Ég hef ekki séð svona farið að fyrri ár og held að Reykjavíkurborg sé að skjóta sig í fótinn með þessari "bókhaldsleikfimi" sinni.  Flestir skjólstæðingar Félagsbústaða eru öryrkjar, með tekjur sínar frá Tryggingastofnun Ríkisins og ég er nokkuð viss um að þegar þeir reka augun í þetta muni tekjur þeirra lækka sem þessum "styrk" nemur, sem verður til þess að þeir geta ekki staðið í skilum með leigugreiðslur sínar til Félagsbústaða.  Það er mér alveg hulin ráðgáta hvernig  Auðunn Freyr Ingvarsson framkvæmdastjóri Félagsbústaða Reykjavíkur, getur fullyrt að HÆKKUN á húsaleigu Félagsbústaða verði BÆTT með HÆKKUN bóta til leigjenda því mér er ekki kunnugt um að Reykjavíkurborg greiði neinar húsnæðisbætur það er ríkið sem greiðir þær og þar hefur ekki verið tilkynnt um neinar sérstakar greiðslu til leigutaka á vegum Félagsbústaða.


mbl.is Leiguverð hækkar sem og stuðningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband