"ÞVÍLÍK BYRJUN"......

Leikurinn var sýndur á ITV 4 og þar áttu þeir sem lýstu leiknum ekki orð til að lýsa þessu marki og það var alveg ótrúlegt að sjá þetta.  Strax eftir að Hajdjuk menn taka miðju, í byrjun seinni hálfleiks, tókst Everton að vinna boltann og Gylfi sá að markmaðurinn var kominn VEL út úr markinu og hann lét vaða, nánast frá miðju af hægri kantinum og boltinn fór yfir markmanninn og hafnaði vinstra megin í netinu.  Þeir sem lýstu leiknum voru á því að þetta væri fallegasta markið sem Gylfi hefði skorað og bættu við "That's what you get for 45 million pounds".  En þeir tóku líka til þess hversu duglegur Gylfi var líka í vörninni og einnig hversu vel hann og Rooney unnu saman.


mbl.is Gylfi með stórbrotið mark fyrir Everton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER EKKI BEST AÐ SEGJA EINS OG ER: "KJÖRDÆMAPOTIÐ ER ÞARNA AÐ VERKI OG FÆR NÚ AÐ NJÓTA SÍN AÐ FULLU".....

Það var nú talað mikið um KJÖRDÆMAPOT varðandi Vaðlaheiðargöngin og höfð um það mörg orð að "SLÍKT" mætti ekki henda aftur þar sem ríkið (almenningur) TAPAÐI TUGUM MILLJARÐA.  Ekki er liðið langt frá þeirri umræðu þegar þetta mál kemur upp.  ERU ÞINGMENNIRNIR AÐ VINNA AÐ HAG ALLRAR ÞJÓÐARINNAR EÐA ERU ÞEIR FASTIR Í EINHVERJU NETI ÞRÖNGRA HAGSMUNA "EIGIN" KJÖRDÆMIS?????


mbl.is „Lifandi plaggið“ andvana fætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband