OG INNANLANDSFLUGIÐ LÍKA..............................................

Alveg er það stórkostlegt að fylgjast með umræðunum um það hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera eða ekki.  Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um þetta en það sem vekur mesta athygli er að þeir sem eru harðastir í að flugvöllurinn verði áfram, er fólk á landsbyggðinni og helst bera menn fyrir sig nálægðina við Landspítalann og svo kemur í næsta sæti nálægðin við stjórnsýslustofnanir og aðra stofnanir sem þarf að hafa samskipti við.  Þetta eru bara rök sem halda hvorki vatni eða vindi og eru algjörlega út úr kú.  Það er gott sjúkrahús í Keflavík og því fer fjarri að ef verið er að fljúga  með sjúkling frá t.d Raufarhöfn, að ákvörðun um aðgerð sé tekin eftir að flugvélin lendir, heldur er verið í stöðugu sambandi við lækni á meðan flugvélin er í loftinu og sé viðkomandi sérfræðingur staddur í Reykjavík, er ekkert mál fyrir hann að fara til Keflavíkur og gera allt klárt fyrir aðgerðina áður en flugvélin lendir.  Og með hitt atriðið að fólk þurfi að sinna erindum í Reykjavík en ekki Keflavík, þá verð ég bara að segja að þetta er tómt píp.  Hefur fólk aldrei heyrt um síma og internet?? og ef það getur ekki sinnt erindum sínum gegnum netið eða í síma þá ætti hálftíma akstur ekki að drepa það.  Það eru öll mannvirki til staðar á Keflavíkurflugvelli til staðar og öll aðstaða fyrir innanlandsflugið yrði svo mörgum sinnum betri en nú er, en ef fólk sér svona mikið eftir "braggadraslinu" á Reykjavíkurflugvelli væri sjálfsagt hægt að flytja það en það kostar örugglega mjög mikið............

Að flytja "GÆSLUNA" suðureftir er fyrir löngu tímabært.  Flugdeildin hefur kvartað yfir aðstöðu- og plássleysi á Reykjavíkurflugvelli.  Því er öfugt farið á Keflavíkurflugvelli þar standa flugskýli ónotuð, mikið er af ónýttu húsnæði þarna uppfrá.  Nokkurn kostnað þyrfti að leggja í vegna "skipanna", það þarf að laga hafnaraðstöðuna.


mbl.is Landhelgisgæslan verði flutt í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þyrfti þá að byrja á því að lappa upp á þennan húsakost þarna suður frá svo hann standist íslenskar kröfur.   Það er ekki einvörðungu landsbyggðarfólk sem vill halda í Reykjavíkurflugvöll, íbúar Stór-Reykjasvíkursvæðisins eru margir á því að vilja hafa völlinn áfram þar sem hann er. Síðast og ekki síst þá er ásóknin í lóðir engin og því eru menn að spá í þetta núna ???

thin (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 13:45

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Thin, það er mesti misskilningur að það þurfi að laga húsnæðið þarna eitthvað mikið.  Til hvers að hafa TVO alþjóðlega flugvelli með 40 km millibili???

Jóhann Elíasson, 31.1.2011 kl. 13:59

3 identicon

Jóhann.

 Kofarnir þarna suður frá eru búnir að vera undanþágu í tvö ár ef það skyldi hafa farið fram hjá þér. Hví er ekki búið að lappa upp á draslið fyrst það kostar svona lítið ?????    Hver segir að það þurfi tvo alþjóðaflugvelli ???  Ekki minntist ég einu orði á það.

thin (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 14:09

4 Smámynd: Birna Jensdóttir

Það er alveg auðlesið af skrifum þínum að þú ert sannkallað möppudýr,eins og þú kynnir þig sjálfur.Af hverju ertu að agnúast út í RVK flugvöll? Er hann eitthvað fyrir þér?Þó það vanti atvinnu fyrir fólk í Keflavík er ekki þar með sagt að það þurfi að svifta tugi mans atvinnunni í RVK .reynið að finna eitthvað annað til að agnúast útí,t.d stjórnvöld,sem ættu að sjá sóma sinn í að hjálpa til á Suðurnesjunum en af einhvejum annarlegum hvötum(segi ég) þá er eins og þeir reyni að komast hjá því með ráð og af dáð.

Birna Jensdóttir, 31.1.2011 kl. 14:46

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Thin, þú þurftir ekki að minnast á þetta með tvo alþjóðaflugvellina, það mega fleiri en þú hafa skoðanir og tjá sig um málin.  Hvaða kofa ert þú eiginlega að tala um????  Það eru engin hús í notkun þarna sem eru á undanþágu, það er algjör óþarfi að grípa til lyga, þegar menn skortir rök...

Jóhann Elíasson, 31.1.2011 kl. 14:52

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Birna, það er enginn að reyna að svipta Reykvíkinga vinnunni, heldur er ég að benda á það sem er augljóst en "lattelepjandi" lið eins og þú gerir sér ekki nokkra grein fyrir hvað er raunverulega þörf fyrir og hvað ekki heldur horfir eingöngu á sinn "þægindaramma" og hvernig er hægt að stækka hann.

Jóhann Elíasson, 31.1.2011 kl. 14:56

7 Smámynd: Birna Jensdóttir

Margur heldur mig sig ha ha ha lattelepjandi ég hlæ nú bara að þessu.Hvern vantar nú rök fyrir ruglinu í sér?

Birna Jensdóttir, 31.1.2011 kl. 15:05

8 identicon

ÆÆÆÆÆÆÆ Jóhann minn.

    Þann 12. nóvember 2007 voru sett á Alþingi   bráðbirgðalög  Í þeim lögum var eigendum og forráðamönnum bygginga á svæðinu heimilt að nota raflagnir og rafföng í þáverandi ástandi  til 1. október 2010.    Staðan í dag er sú að EKKERT er búið að gera í þessum málum. Ég vona að þú sjáir sóma þinn í að biðjast afsökunar á dylgjunum. 

Hvað er þú þá að þvæla með tvo alþjóðaflugvelli ?????  

thin (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 15:19

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég samþykki að flugið verði flutt til Keflavíkur um leið og Keflavík verður gerð að höfuðstað landsins, þangað flytjist jafnframt öll stjórnsýsla og annað sem fólk þarf að sinna fyrir sunnan,  það er nefnilega ekki bara um að ræða internetsamband, það eru líka fundir sem menn fara á fara suður að morgni og vestur að kveldi. 

En mér er alveg saman þó höfuðborgin okkar sé staðsett í Keflavík, myndi að mörguleyti vera þægilegra fyrir okkur sem erum að fara til útlanda. 

En gera menn sér grein fyrir því að ef flugvöllurinn verður fluttur hverfa ekki færri en 500 störf í Reykjavík?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2011 kl. 15:48

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þann 12 Nóvember 2007 hefur EKKI VERIÐ HÆGT AÐ SETJA BRÁÐABIRGÐALÖG Á ALÞINGI, því að eitt af skilyrðum þess að setja bráðabirgðalög er að Alþingi starfi ekki en þarna var það starfandi svo þarna er bara eitt bullið enn sem er rekið ofan í þig.  Ég hef ekki verið með neinar dylgjur og því síður nokkuð sem ég þarf að biðjast afsökunar á en það er annað með þig.  Ef það er ekki massíft bein á milli eyrnanna á þér þá ættir þú að vita að bæði Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur eru skráðir alþjóðaflugvellir.  Ég get sagt þér það að ég bý á Keflavíkurflugvelli og það er allstaðar 220 volta rafkerfi og talandi um öryggi í rafmagnsmálum, þá er ekki útlit fyrir að öryggi sé nokkurs staðar á landinu jafn mikið og þarna við höfum séð að allt hefur verið rafmagnslaust niðri í Keflavík en það hefur ekkert verið að hjá okkur.

Jóhann Elíasson, 31.1.2011 kl. 15:48

11 identicon

Hvað kemur það málinu við hvort að báðir flugvellirnir séu Alþjóðaflugvellir eða ekki, hvað ertu rugla með því ??????  Er það ekki í góðu lagi að svo sé ???????????

Þvílíkar hártoganir Jóhann.    Þetta voru lög, þó svo að ég  hafi  óvart bætt fyrir framan "bráðabirgða"-.

 Tóku gildi 17. nóvember 2007.
1. gr. Heimilt er að nota raflagnir og rafföng í núverandi ástandi á íbúðar- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli til 1. október 2010. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. skal fyrir 1. október 2007 leggja fram verkáætlun til Neytendastofu um hvernig staðið verði að breytingum til samræmis við íslenskar kröfur fyrir 1. október 2010.
2. gr. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. skal tilnefna umsjónarmann öryggismála á svæðinu sem starfi í samvinnu við Neytendastofu. Hann skal uppfylla þær hæfniskröfur sem gerðar eru í reglugerð nr. 264/1971, um raforkuvirki, með síðari breytingum.

 Og það er hér með upplýst að ekki  voru þessi lög uppfyllt fyrir tilskilin tíma sjá hér:

"15 Jan 2011

Fréttatilkynning vegna frétta um rafmagnsmál á fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli

Vegna umfjöllunar um rafmagnsmál á fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þá vill Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar koma eftirfarandi á framfæri:

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (ÞK) hefur lokið fullnaðarbreytingu á öllum þeim mannvirkjum sem eru í umsýslu félagsins og eru í notkun. Þeim byggingum sem ekki eru í notkun hefur verið breytt á þann hátt sem samræmist íslenskum reglum og kröfum til húsnæðis á byggingar- og endurbótastigi. Ekki verður ráðist í kostnaðarsamar fullnaðarendurbætur eigna fyrr en ljóst verður með nýtingu þeirra."

Meira að segja Þróunarfélagið segir að ekki sé búið að klára dæmið Jóhann, en jú þú veist betur enda býrð þú þarna. Mikið himinlifandi er ég að þú sjáir ljósið þó svo að þeir í Keflavík sjái það ekki.   

Núna skil  ég hvað þú áttir við þegar þú sagðir Birnu að hún horfði eingöngu á þægindarammann sinn, Jóhann Ásbrúarmaður

thin (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:03

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem ég sagði (eitthvað virðist ganga illa hjá þér að meðtaka hlutina) var að EKKERT HÚSNÆÐI SEM ER Í NOTKUN VÆRI Á UNDANÞÁGU og rafiðnaðarsambandið var að tala um að rafmagnsmálin væru í lamasessi þarna uppfrá, það var rekið ofan í þá og svo kom í ljós að þarna var eingöngu um áróður að ræða.  Að þú skulir geta verið svo "stropaður" að að þú skulir ekki sjá hversu mikil sóun og vitleysa það er að halda úti tveimur alþjóðaflugvöllum með 40 km millibili er svosem ekki mín sök og ég get lítið gert í að hjálpa þér nema benda þér á ruglið, en eitthvað gengur illa hjá þér að vinna úr því.

Jóhann Elíasson, 31.1.2011 kl. 17:22

13 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þú aldeilis hleypur mönnum upp þessa dagana,og það ekki bara landbyggðarmönnum ,maður er nú rótgróin R.víkingur og ein og er næstu árin er og verður flugvöllirin þara næstu ár!! að getur verið að það verði þar á breyting ,en hún er ekki sjáanleg,en svona í framhaldi við vitum ekkert um tíman ,en það væri nær að flytja Landspiltalan eitthvað annað en þarna i kvosina,en kveðja til ykkar

Haraldur Haraldsson, 31.1.2011 kl. 17:31

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nú málið Halli minn.  Reykjavíkurflugvöllur verður þarna einhver ár í viðbót flutningurinn er ekkert sem verður farið í á morgun eða alveg á næstunni og þegar það verður (vonandi) þá verð ég löngu fluttur af svæðinu og því hefur þetta EKKERT með það að gera hvar ég bý þessa stundina eins og "Thin" er að ýja að en svona haga menn sér oft þegar þeir eru komnir í þrot með sinn málflutning.........  

Jóhann Elíasson, 31.1.2011 kl. 17:49

15 identicon

Þvílíkur vindhani sem þú ert:

" Thin, það er mesti misskilningur að það þurfi að laga húsnæðið þarna eitthvað mikið"

Það er þá fleiri en ég sem telja það miskilning Jóhann ,    t.d. Þróunarfélagið

"  Ekki verður ráðist í kostnaðarsamar fullnaðarendurbætur eigna fyrr en ljóst verður með nýtingu þeirra."

"Það eru engin hús í notkun þarna sem eru á undanþágu, það er algjör óþarfi að grípa til lyga, þegar menn skortir rök..."

 "Ég hef ekki verið með neinar dylgjur og því síður nokkuð sem ég þarf að biðjast afsökunar á en það er annað með þig"

"..... rafiðnaðarsambandið var að tala um að rafmagnsmálin væru í lamasessi þarna uppfrá, það var rekið ofan í þá og svo kom í ljós að þarna var eingöngu um áróður að ræða"

Afsakaðu vitleysuna í sjálfum þér með meira bulli, það fer þér vel.

 "Að þú skulir geta verið svo "stropaður" að að þú skulir ekki sjá hversu mikil sóun og vitleysa það er að halda úti tveimur alþjóðaflugvöllum með 40 km millibili er svosem ekki mín sök og ég get lítið gert í að hjálpa þér nema benda þér á ruglið, en eitthvað gengur illa hjá þér að vinna úr því."

Bíddu nú  við kallinn minn, eru orðin svo elliær að þú ert búin að gleyma hver byrjaði á þeirri umræði? Það má vel vera að það sé allt rétt hjá þér, en ætli ICAO greiði ekki stóran hluta af því eins og öðrum flugvöllum á landinu??

Reyndu að gagnrýna næst á málefnalegri máta. Það eina sem ég sagði í mínum fyrsta pistli var:  "Það þyrfti þá að byrja á því að lappa upp á þennan húsakost þarna suður frá svo hann standist íslenskar kröfur"

Það hefur ekki en verið gert Jóhann.

thin (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 18:01

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er greinilega ekki alveg í lagi með kollinn í þér.  Flestir vita að vallarsvæðið skiptist í tvennt þ.e almennt svæði en þú virðist vera að tala um það svæði svo er svæði sem er kallað innan girðingar en þar fer öll flugstarfsemi fram svo og allt á vegum Utanríkisráðuneytisins (heræfingar og fleira) en það er það svæði sem ég hef verið að tala um.  Ég hef ekki farið með neina vitleysu en vitleysan virðist vera þér nokkuð töm.  Ekki hef ég séð NEITT MÁLEFNALEGT við þína gagnrýni svo ekki situr á þér að vera að ráðleggja öðrum að vera málefnalegir.

Jóhann Elíasson, 31.1.2011 kl. 18:16

17 identicon

Þú virðist vera einn um þetta. Vertu ekki að reyna snúa þér útúr þessu með svona bulli.  Það skiptir þig engu máli hvað er borið á borð fyrir þig þú snýrð út öllu og sérð ekki nein rök. Af hverju má ekki byrja á að gera húskostinn þarna þannig úr garði að hann uppfylli íslenska staðla. Er ekki fjöldi af iðnaðarmönnum atvinnulausir á Suðurnesjunum sem hægt væri að nota í þetta verk?   En því miður, svona vindhanar eins og þú sjá það ekki heldur. Það mætti breyta þessu í verndað heimili þannig að þú þyrftir ekki að fara þaðan

thin (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 18:27

18 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef einhver er að reyna að snúa sig út úr einhverju ert það þú.  Og það að iðnaðarmenn séu atvinnulausir kemur þessu máli lítið við því þarna er verið að tala um fjárhagsstöðu ríkissjóðs og það hefur verið ákveðið að í svona lagað séu ekki til peningar bara í umsókn um ESB aðild og stjórnlagaþing.  Það er ágætt að sjá ekki sína eigin ágalla eins og virðist vera með þig.

Jóhann Elíasson, 31.1.2011 kl. 19:30

19 identicon

Dittó vinur.

 Um hvað varstu að skrifa í upphafi?????

Etu ekki komin í mótsögn við sjálfan þig ??????

mbl.is Landhelgisgæslan verði flutt í Reykjanesbæ

Þú átt heima í pólitík eins og hinir vindhanarnir

Góðar stundir

thin (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 20:32

20 Smámynd: Jón Svavarsson

REYKJVÍKURFLUGVÖLLUR LIFI !!!

Á þá að segja upp öllum hjá gæslunni sem búa á höfuðborgarsvæðinu og ráða Reykjanesbúa?

Hvaða fífla hugsanir eru í gangi þarna?

Væri ekki nær að flytja Alþingi bara í stóra flugskýlið á Keflavíkurflugvelli sem er búið að standa autt, síðan herinn fór?

Eru þeir ekki alltaf að kvarta um plássleysi á Alþingi?

Það er ekki að ástæðulausu að Reykjavíkurflugvöllur var settur niður þar sem hann er, landfræðileg og ekki síst VEÐURFRÆÐILEGAR ástæður eru fyrir því að hann er þarna. Það hefur sýnt sig og sannað að þegar Keflavíkurflugvöllur lokast, þá er nánast undantekningarlaust opið í Reykjavík, þar spilar inní öryggi fyrir flugið.

Það yrði skerðing á þjónustu við alla landsmenn, ef flugvölluinn færi og innanlandsflugið færi til Keflavíkur, því það myndi ríða því að fullu !!!

Landhelgisgæslan er í ágætum málum þar sem þeir eru í dag, þó alltaf megi bæta um betur, það skýli sem til greina kæmi fyrir þá í Keflavík er bara svo dýrt að reka, því kyndingarkostnaðurinn einn er margfallt á við það sem þeir bera í dag! Auk þess sem þetta er húsnæði sem er í eigu NATO og ef til þess kæmi, þá gæti NATO þurft að leggja það undir sig, ef til styrjaldar kæmi!

Nær væri að auka fjárframlög til gæslunar, svo hægt væri að halda sómasamlegri öryggis og löggæslu á og umhverfis landið, svo hægt væri að halda úti fjórum til fimm þyrlum og hafa eina staðsetta á Akureyri eða Egilstöðum, en eins og fjárframlögin eru í dag má þakka fyrir að þeir haldi þessum tveim gangandi sem til staðar eru.

Nær væri að flytja Alþingi til Keflavíkurflugvallar og Ráðhusið með, það myndi stytta ferða tíma þeirra til muna , þegar þeir fara á fyllerí til útlanda og skrifa undir alskyns vitlausar ólesnar og óígrundaðar Evrópureglugerðir!

Auk þess til fróðleiks; það eru innan við 40 km á milli alþjóðaflugvalla í London og eru þeir 3! Heathrow, Gatwick og London City Airpot sem er í miðborginni, en það er aðeins lengra til Stanstead og Luton!

Það eru um 30 Km á milli alþjóðaflugvallana í París, Charles DeGaul og Orly! sem eru auk þess í úrjaðri borgarinnar en í borginni!

Kastrup flugvöllur er 10 Km frá miðborginni og niður við sjó inní boginni, eins og Reykjavíkurflugvöllur, Keflavíkurflugvöllur er 52 Km frá miðborg Reykjavíkur, eða um 40 km í beinni loftlínu!

Hvað segir skynsemi ykkar? Erum við ekki að tala um eina af veiga mestu lífæðum landsins, eigum við kanski að loka fyrir bílaumferð á ákveðnum leiðum þegar veður eru slæm og víðsjárverð? Eigum við að flytja Ráðhúsið upp á Esjuna, því útsýnið getur verið svo gott þar og mörgum finnst það eins og illgresi við Tjörnina? Eigum við að flytja allar stórar umferða æðar út fyrir borgarmörkin því það eru svo mörg slys á þeim?

Spyrjið sjálfa ykkur hvaða þjónustu þið getið verið án og sjáið til hvort þið væruð tilbúin að fórna henni!

Jón Svavarsson, 1.2.2011 kl. 00:46

21 Smámynd: Jón Svavarsson

Smá viðbót!

Jóhann þyrfti að vera einn á ferðinni á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, ef hann ætlar að ná að komast á 30 mínútum og að auki að aka á ólöglegum hraða! það tekur að minnstakosti 45 mínútur í lítilli umferð að komast þarna á milli að meðaltali og oft lengur þegar umferð er þung innan höfuðborgarsvæðisins, þannig að við gefum okkur að það gæti tekið nærri klukkutíma, svo bætist við tíminn sem tekur að komast í gegnum flugstöðina og notabena, það þarf þá að fara í gegnum vopnaleit með öllum sínum vandræðum sem því fylgja. þannig að það er að nálgast á annan klukkutíma að komast til Reykjavíkur. Akureyringar geta komist til Reykjavíkur á um fjórum og hálfum til fimmtímum í sæmilegu færi og leiðin frá Ísafirði er alltaf að styttast, auk batnandi samgangna milli Vestmannaeyja og lands.

Ríkið sér ekki einu sinni sóma sinn í að reka sjúkrahúsin á landsbyggðinni skammlaust, hvað þá að bjóða uppá almennar skurðstofur svo öllum er gert að sækja flóknari læknisaðgerðir til REYKJAVÍKUR!

Ég tekundir þau skrif hér að Landsspítalinn ætii að vera annarsstaðar en við Hringbrautina. Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi er tildæmis á ákjósanlegri spildu og væri nær að byggja þar viðbót svo hægt væri að sameina þetta öfluga sjúkrahús í Höfuðboginni á einn stað og þar sem pláss er! Þar yrði að reisa stórt og öflugt hús með bílakjallara á amk þrem hæðum auk þess þar væri einnig innahús móttaka fyrir sjúkrabifreiðar og byggja svo tengibyggingu fyrir þyrlupallinn, þannig að hægt væri að koma sjúklingum í skjól svo fljótt sem auðið er.

Það er ekki tómt PÍP að fólk þurfi að sinna erindum sínum til borgarinnar þar sem allar opinberar stofnanir eru, það er ýmistlegt sem ekki er hægt að afgreiða í gegnum síma eða á interneti og það eru ekki allir með internet og sumstaðar ekki nema stutt síðan að sjálfvirkur sími kom í hreppinn! Auk þess sem ekki e boðið uppá almennilegt eða jafnvel nokkuð internetsamband!

Einnig vil ég segja það að braggadraslið sem Jóhann nefnir, er búið að duga í rúm sextíu ár og staðið hefur til að byggja nýja samgöngumiðstöð, en það er með það eins og aðrar stefnur Reykjavíkurborgar, að þeir eru á móti samgöngum; þeir draga úr almenningsvagnaþjónustu, hækka fargjöld, hætta ferðum í ákveðin úthverfi eftir kvöldmat. Þeir þrengjagötur svo að örugt sé að þegar umferð er mikil að þá sé allt helst STOPP og engin komist áfram og halda svo að reiðhjól leysi allan vanda. Ég hef skrifað það áður að við erum á leið í það að fara að nýta okkur þarfastaþjóninn aftur og hestakerrur verða brátt sýnilegar á götum borgarinnar og við byggjum Víkingaskip til að koma okkur með seglum þöndum til framandi landa!

Jón Svavarsson, 1.2.2011 kl. 01:32

22 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Svavarsson,ég fer þarna á milli á hverjum degi og ef þú ert 45 mínútur þá hlýtur þú að fara þetta á hesti eða einhverju farartæki sem ekki kemst uppfyrir 20, því með skikkanlegri keyrslu þá hef ég aldrei verið lengur en 35 mínútur en þetta er alveg eftir málflutningi mann, sem greinilega vita ekkert um hvað þeir eru að tala.

Jóhann Elíasson, 1.2.2011 kl. 03:13

23 Smámynd: Jón Svavarsson

Þú sem stræir þig af því að vera Iðnrekstrarfræðingur og stýrimaður átt að vita betur en svo að þú ert að brjóta umferðalögin ef þú ferð á skemmri tíma en 45 á milli Rvk og Kefflugv sem eru um og yfir 50 Km akstur, þú sem allt þykist vita betur en allir aðrir ættir að taka til í eigin ranni og skoða fræðin þín betur nema að þú hafir fengið nafnbæturna í kornflekspakkanum einn morgunin! Ég hef góða reynslu af því að aka þessa leið og þarf þig ekkert til að segja mér hvernig það gengur fyrir sig, staðreyndirnar eru bara þessar og ef þú heldur öðru til streytu þá gætir þú átt yfir þér saksókn fyrir glæfra akstur. En þetta hefur sem sagt erið síðasta haldreipið þitt til að reyna að gera málflutning annara ómerkilegan, það eitt sýnir aðeins hversu hald lítill málflutningur þinn er!

Jón Svavarsson, 1.2.2011 kl. 03:51

24 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það kemur Iðnrekstrarfræði og Stýrimennsku ekkert við á hvaða tíma ég fer á milli Reykjavíkur og Keflavíkur.  Þér að segja fer ég aldrei yfir 95 km hraða og þetta skipti sem ég var 35 mínútur var mikil umferð og þá voru ljós óhagstæð.  Aðrar athugasemdir þínar eru ekki svara verðar og eru þær þér og málstað þínum síður en svo til framdráttar............

Jóhann Elíasson, 1.2.2011 kl. 04:06

25 Smámynd: Jón Svavarsson

ÆÆÆÆÆ þú hefur þá sem sagt fallið á siglingafræðinni!

Hvíl í friði kæri vinur, þeir vægja sem vitið hafa meira, góðar stundir !

Jón Svavarsson, 1.2.2011 kl. 04:15

26 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef ég hefði fallið á siglingafræðinni, væri ég ekki stýrimaður.  

Jóhann Elíasson, 1.2.2011 kl. 04:20

27 Smámynd: Kommentarinn

Jón þetta eru milljónaborgir sem þú telur upp sem hafa fleirri en 1 alþjóðaflugvöll í nágrenninu. Það væri nær að taka Bergen sem samanburðardæmi en þar búa 260þús íbúar eða svipað og hér (reyndar 390.000 í útbæjum, svo það er aðeins stærra). Þar er líka svipað veðurfar og þeir láta sér nægja einn alþjóðaflugvöll.

Það er tómt rugl að bera saman Reykjavík við París og London. Síðan er ágætt dæmi hjá þér með Kastrup sem er MJÖG nálægt miðbæ köben eða um 10 km. Hér í Reykjavík er flugvöllurinn beinlínis í miðbænum eða í ca. 2 km frá ingólfstorgi sem er dáldið klikkað. Sérðu fyrir þér kastrúp í beinu framhaldi af Ráðhústorginu?

Síðan er annað með þessar blessuðu stofnanir sem öllum er svo tíðrætt um að þeir verði að sækja þjónustu til í gríð og erg. Ég bý í Reykjavík og ég held að ég hafa bara sjaldnar en aldrei þurft að sækja einhverja sérstaka þjónustu við þessar stofnanir. Fyrir utan það að stefnan er að flytja sem flestar stofnanir út á land þar sem stór hluti þeirra er staðsettur.  Síðan eru mest notuðu stofnanirnar með útibú í stærstu bæjunum úti á landi ss. Akureyri.

Getur einhver nefnt dæmi um stofnun sem algengt er að þurfa að sækja þjónustu til sem ekki er hægt að gera í gegnum síma, email eða póst? Mér dettur engin í hug, hjálpið mér endilega!

Kommentarinn, 1.2.2011 kl. 10:56

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get ekki bend á neina slíka, því ég er ekki inn í því sem stjórnendur bæði fyrirtækja og bæjarfélaga sýsla með, en ég veit að þetta fólk fer oft suður með morgunvél flugfélagsins og kemur að kveldi.  Það væri ekki að fara að gamni sínu ef það þyrfti ekki.  Það er ekki hægt að gera allt í tölvum.  Ég veit að menn hafa farið til að ræða um fjárhagsvandamál við ýmsar opinberar stofnanir og það er faríð á fundi, til dæmis hefur fólk kring um mig þurf að fara oft á ári til viðræðna við bankastofnanir, situr jafnvel í bankaráðum og það er margt þarna inni sem venjulegur maður er ef til vill ekki inn í.  ´Það væri gaman að flugfélag Íslands upplýsti um hve stór hluti af farþegum þess eru enmitt að fara í slíkar erindisferður til Reykjavíkur.  Ætli sá hluti sé ekki ótrúlega stór, þegar allt kemur til alls.

Allar þessar ferðir myndu leggjast af ef flugið væri flutt til Keflavíkur án þess að þær stofnanir sem tilheyra öllu landinu flylgdu ekki með.  Þið verðið bara að sætta ykkur við að Reykjavík og þar með flugvölllurinn tilheyrir öllu landinu, það hafa allir lagst á eitt við að byggja borgina og stofnanir hennar upp. Meðan fiskurinn var sameign landsmanna voru einmitt sjávarútvegsbæjirnir sem sköffuðu gjaldeyririnn og gera sumar jafnvel enn.  Það koma nefnilega ansi litlar gjaldeyristekjur af Smáralindum og Kringlum.  Þær skapast af harðri vinnu verkafólks út um landið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2011 kl. 11:47

29 Smámynd: Kommentarinn

Svo er ein önnur pæling..

Það eru langt í frá allir sem fljúga til Reykjavíkur sem eiga áfangastað í nágrenni Vatsmýrarinnar. Margir eru einmitt á leið til útlanda í gegnum KEF en margir eru á leið í úthverfin svo það er ekki hægt að segja að ferðatíminn lengist um sem svarar vegalengdinni frá vatnsmýri til KEF.

Ég sé ekki að það skipti máli hvort það taki 35 eða 45 min að keyra til KEF. Það skiptir meira máli að hafa góðar almenningsamgöngur þar á milli. Þorri fólks á höfuðborgarsvæðinu þarf að keyra í 40-60 min á dag til og frá vinnu. Höfuðástæða þess er dreyfð byggð sem er tilkominn m.a. vegna staðsetningar flugvallarins.

Kommentarinn, 1.2.2011 kl. 12:11

30 Smámynd: Kommentarinn

Ásthildur ég er ekki að segja að þetta sé ekki til í dæminu en það vantar samt ennþá dæmi um eitthvað sem ekki getur farið fram um síma, net eða póst. Síðan endurtek ég mig frá því áðan að stór hluti stofnana er dreifður útum allt land. Ekki eru samt Reykvíkingar að sækja í þessar stofnanir útum allt. Þær hafa flestar síma.

Kommentarinn, 1.2.2011 kl. 12:15

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stór hluti stofnana dreyfð um  allt land? Ég her ansi hrædd,  um að Þær séu ekki margar, og þeim fer sífækkandi.  vegna aðgerða/leysi ríkisstjórnarinnar oftar en ekki.  Það eru stofnanir eins og Byggðastofnun   sem er þannig útbúin að fólk þurfi ekki að koma þar, og rukkun fyrir sektir Í Bolungarvík eða erlönduósi. 

Þessar ferðir  suður eru meira en bara til í dæminu, heldur stór partur af flugi til og frá landsbygðinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2011 kl. 12:28

32 Smámynd: Kommentarinn

Það er rétt að stofnanir sem staðsettar eru úti á landi eru útbúnar þannig að fólk þurfi ekki að koma þangað enda er það lang eðlilegast á allan hátt.

En spurningin er af hverju eru stofnanir ekki þannig í Reykjavík? Reyndar hefur enginn nefnt dæmi um þannig stofnun ennþá en atriðið hlýtur að teljast mikilvægt að ef stór hluti innanlandsflugsins er eingöngu til kominn vegna fjarlægðar stofnana við fólkið sem notar þær þá (amk skv Ásthildi) þá yrði ódýrasta lausnin auðvitað sú að gera fólki kleift að nýta sér einhverskonar fjarþjónustu frekar en að vera að spandera í rándýrt flug sem á síðan bara eftir að hækka í framtíðinni.

Ég á reyndar persónulega erfitt með að trúa því að stór hluti innanlandsflugs sé tilkominn vegna þess að allir séu alltaf að sækja einhverjar ríkisstofnanir heim.

Kommentarinn, 1.2.2011 kl. 12:41

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég tók nú of´stórt upp í mig með stór hluti, en hann er stærri en menn gera sér oft grein fyrir.  Enda hef ég heyrt eftir framámönnum í Flugi að ef flugvöllurinn færi úr Reykjavík legðist innanlandsflug af í núverandi mynd. 

Ég var í  flugi fyrir nokkrum árum og það hagaði svo til að ekki var lendandi í Rvík, svo brugðið var á það ráð að lenda í  Keflavik, þarna var fólk um borð sem missti af skemmtun sem það hafði farið suður til fara á, vegna þessa. Það er ýmislegt sem kemur uppá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2011 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband