LOKSINS STAÐFESTIR EINHVER STJÓRNMÁLAMAÐUR "MEÐ VITI" ÞESSA STAÐREYND..

Rök þeirra sem vilja taka upp evru og ganga í ESB, hafa helst verið þau að með því að taka upp evruna og ganga þar með í ESB myndum við "losna" við verðtrygginguna og "vextir" myndu sjálfkrafa lækka.  Nú hefur Lilja Mósesdóttir "skotið" þessi rök í kaf, vextir eru alls ekki þeir sömu í öllum evrulöndunum þó svo að evrópski seðlabankinn gefi út vaxtatöflu, sem öll löndin eiga að fylgja þá er raunin önnur.  Svo átti matvöruverð að lækka við það eitt að Ísland myndi sækja um aðild að ESB, ekki hefur það gerst frekar en svo mörg önnur "kraftaverk", sem áttu að verða við "umsóknina".  Það eina sem hefur gerst er að atvinnuleysið hefur færst nær því sem gengur og gerist í ríkjum ESB.  Næst halda Já-sinnar því örugglega fram að hér verði ESB veður við inngöngu en málið er bara að það hefur verið mun betra veðrið hér á Íslandi en niðri í Evrópu svo það kemur ekki til með að virka að nota þau rök.


mbl.is Segir vexti lítið lækka með upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband