KREPPAN HEFUR FÆRT OKKUR AFTUR UM 16 ÁR..............................

En þurftum við á svona "harkalegri" áminningu að halda svo við færum að endurmeta lífið og lífsgildin?  Höfum við eitthvað lært??  Ætli það sé ekki stóra spurningin?  Það sem hefur aðallega gerst er að almenningur stendur í biðröðum fyrir utan hjálparstofnanir, til að fá mat og aðrar nauðsynjar til að halda lífinu í sér og sínum, lágmarkslaunin eru langt fyrir neðan "hungurmörk", launabilið breikkar sífellt, enn deila ASÍ og SA um það "hversu langt undir hungurmörkum" lágmarkslaunin eigi að vera, nauðsynjavara hækkar sífellt í verði og verðlag hækkar ávallt UMFRAM laun, atvinnuleysi eykst, stjórnsýsla landsins er óbreytt, endurnýjun á Alþingi er varla umfram það sem "eðlilegt" gæti talist og svona mætti lengi telja.  Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir harkalega áminningu þá hefur lítið sem ekkert breyst hérna spurningin er bara sú hvort við hefðum þurft á enn harkalegri áminningu að halda til þess að eitthvað hefði þokast hérna til annað en það að almenningur hefði það enn ömurlegra en áður var ???????????
mbl.is Ísland eins og það var 1995
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Steingrímsson

Velferðin virðist standa á sér. Konan í sjónv.fréttinni segist geta leyft sér eina máltíð á dag, sem ég trúi fullkomlega og hef reynt á eigin skinni. Reyndar oftast annan hvern dag að jafnaði og allt upp í fjóra daga, síðast um Páskahátíðina. Var svo heppinn að vinur minn hljóp undir bagga með mér, svo ég er alsæll um þessar mundir. Tek fram að ég hef aldrei farið í matarúthlutanir hjálparstofnana, því ég tel að þetta vera á ábyrgð Ríkisvaldsins. Skjaldborg heimilinna stökkbreyttist í meðförum stjórnvalda og varð að  Skjaldborg banka og fjármálastofnanna, með döprum afleyðingum fyrir auma þjóð. Kv.

Aðalbjörn Steingrímsson, 27.4.2011 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband