HVENÆR VARÐ ORÐIÐ SKÚRIR AÐ KARLKYNSORÐI???????

Frá því að ég man eftir að hafa hlustað á veðurfregnir, fyrst í útvarpi (ég er orðinn það gamall og þroskaður) og síðan í sjónvarpi og útvarpi, hefur orðið "skúrir" alla tíð verið kvenkynsorð og í fleirtölu verið talað um "þær skúrirnar".  Þetta var viðtekin málvenja (ekki þori ég eða hef þekkingu til að dæma um hvort þetta sé rétt en þessi venja var farin að festa sig í sessi).  Svona gekk þetta fyrir sig þar til fyrir nokkrum mánuðum að Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur sem oft sér um veðurfréttir á RÚV, fer allt í einu að tala um að það gætu orðið "einhverjir skúrir" einhvers staðar á landinu.  Svo  fer hún Snjólaug Ólafsdóttir, á Stöð 2, að apa þetta eftir Kristínu Hermannsdóttur.  Ekki væri úr vegi að einhverjir sem til þekkja, segi mér hvort er rétt að segja og svo væri ekki úr vegi að vita hvort ég sé sá eini sem þetta fer í taugarnar á??????

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband