ÞAÐ ERU FLEIRI EN HÚN, SEM ERU UGGANDI YFIR ÞRÓUN MÁLA!!!!!!!

Ég hef haldið því fram alveg frá upphafi að það hafi aldrei staðið til að draga NEINN fyrir dómstóla, SEM VAR AÐALGERANDI Í HRUNINU, ef við skoðum ákærurnar hingað til þá hefur einn ráðuneytisstjóraræfill verið dæmdur fyrir það að notfæra sér aðstöðu sína til að hagnast og tveir verðbréfastrákar fyrir ólögleg verðbréfaviðskipti og til að bæta gráu ofan á svart var það ekki sannað að þeir hefðu haft neinn hag af þessum viðskiptum sjálfir.  Það verða "tekin" einhver svona "smápeð" reglulega og hengd, með því verður álitið að verði hægt að "friða" almenning en STÓRU aðilarnir fara um frjálsir.  Þetta er mín skoðun á málinu og ég sé engin teikn um breytingu... 
mbl.is Verða að fara að ákæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann. Er þetta ekki bara eins og það hefur alltaf verið ? smáfuglarnir teknir og dæmdir, en þeir stóru sleppa ?.

 Er það furða þó íslendingar séu búnir að missa trú á þingmenn og dómskerfið

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.12.2011 kl. 16:00

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú Sigmar, ég held við séum nokkuð sammála um þetta. 

Viltu skila bestu kveðjur til Ármanns ef þú hittir hann???????????

Jóhann Elíasson, 4.12.2011 kl. 16:19

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Stelirðu mikklu þá stendurðu hátt,en steluður littlu þá færðu bátt!! að littlu breytt,en kveðja

Haraldur Haraldsson, 5.12.2011 kl. 01:42

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, já ég skal skila kveðju til Ármanns ég hitta hann á hverjum degi.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.12.2011 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband