GRIÐARSVÆÐI HVALA???????????????

Nei, nú eru "Náttúruverndar-Ayatollarnir" alveg að "tapa" sér.  Ef það á að vernda ALLAR skepnur jarðar nema manninn þá er hvort eð er stutt í útrýmingu mannsins en það er engu líkara en að þetta lið geri sér ekki nokkra grein fyrir því að maðurinn lifir á því að leggja sér önnur dýr til munns.  Þessir "Nátttúruverndar-Ayatollar" vita að það þýðir ekkert að friða manninn ÞVÍ ÞAÐ GENGUR EKKI EF T.D. ÍSBJÖRN ÆTLAR AÐ ÉTA OKKUR AÐ STOPPA BARA OG SEGJA VIÐ HANN: "NEI VINUR ÞÚ GETUR ÞETTA EKKI ÞVÍ ÉG ER FRIÐAÐUR".  Hann tekur bara ekkert mark á þessu og heldur sínu striki.  Það væri nú kannski ekki svo vitlaust að þetta lið færi að skoða hina svokölluðu "verksmiðjuframleiðslu" á matvælum...  En kannski finnst þeim það ekki nógu og "krassandi" eða fari eins "smurt" í fjölmiðla???????
mbl.is Griðasvæði hvala verði stækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það má ekki hrófla við Bandaríkjunum og öðrum stórum löngum og heimsálfum, það væri að færast of mikið í fang.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 16:56

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Maðurinn er verndaður. Það eru ströng viðurlög við manndrápi.

Villi Asgeirsson, 21.1.2012 kl. 16:58

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Villi, það er alls ekki sama hvar er t.d eru ekki svo ströng viðurlög við því að drepa múslima (s.s innrásin í Írak og Afganistan og að ráðst inn í Sómalíu) en ef þú myndir ráðst á mörgæsabyggð á Suðurskautslandinu værir þú í virkilega slæmum málum.  Ég veit ekki betur en að Paul Watson og meðlimir í Sea Shepperd séu hafnir upp til skýjanna þegar þeir stofna mannslífum í hættu við að "stöðva" hvalveiðar Japana í suðurhöfum..........

Jóhann Elíasson, 21.1.2012 kl. 17:53

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fer eftir því hver það er sem drepur. Kaninn sér um flest drápin sem þú nefnir og hann þykist vera yfir lög hafinn. Breytir því ekki að mannsdráp eru bönnuð.

Villi Asgeirsson, 21.1.2012 kl. 18:06

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Manndráp eru jú bönnuð en menn eru ekki friðaðir svo svarar þú engu um aðfarir Sea Shepperd í suðuhöfum..

Jóhann Elíasson, 21.1.2012 kl. 18:14

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sea Shepherd eru ófullkomin samtök sem lifa á fjárframlögum. Þau þurfa að sýna að þeim sé alvara og eiga það til að fara of langt. Þau þurfa að "make a point". Ég er ekkert að verja þau.

Ég vil líka taka það fram að ég er ekkert endilega mótfallinn hvalveiðum. Mér finnst að þurfi þær að fara fram, má koma því svo fyrir að þær fara ekki fram rétt við nefið á hvalaskoðurum. Er það ekki það sem þessi tillaga snýst um? Hvalaskoðun er að koma með meiri gjaldeyri inn í þjóðfélagið og það er sjálfsagt mál að hún fái frið til þess, hvað sem við gerum í hvalveiðum.

Það er bannað að drepa fólk. Líka nashyrninga. Hvorutveggja eru drepin af fólki sem er skítsama um afleiðingarnar.

Villi Asgeirsson, 21.1.2012 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband