STORMUR Í VATNSGLASI......................

Þessi umfjöllun síðustu daga um "slök" vinnubrögð Ríkisendurskoðunar um þetta nýja fjárhagskerfi ríkisfjármála, hafa verið alveg með ólíkindum.  Ekki fór Ríkisendurskoðun að skoða málið óumbeðið fyrir átta árum eða hvenær sem það nú var?  Bað ekki Alþingi um þessa vinnu upphaflegaBar þá ekki þingmönnum, ef þeim var farið að lengja eftir skýrslunni, að kalla eftir henni?  Ég get ómögulega gert að því að það virðist vera eitthvað gruggugt við þetta mál allt saman og ekki síst er framganga formanns fjárlaganefndar ansi "farsakennd" og ekki síst þegar í ljós kom að hann hafði skýrsludrögin undir höndum.  .  Vissulega hefur þessi úttekt dregist úr hófi en þessi umfjöllun síðustu daga hefur fjallað MINNST um það.  Er ekki best að hafa gamla frasann á bak við eyrað þegar þetta mál er skoðað; SJALDAN VELDUR EINN ER TVEIR DEILA..............
mbl.is Treystir ekki Ríkisendurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú ert ekki í lagi maður.

Skilurðu í alvöru ekki hvað málið snýst um ?

hilmar jónsson, 28.9.2012 kl. 20:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú virðist hafa eitthvað sérstakar hugmyndir um þetta Hilmar.  Í það minnsta er þarna aðallega pólitískt moldviðri sem Björn Valur er að þyrla upp.  Ég virðist skilja málið MUN BETUR en þú......................

Jóhann Elíasson, 28.9.2012 kl. 20:33

3 Smámynd: Jón Sveinsson

 Sæll Jóhann.

Það sem Björn Valur er að gjöra með þessum gjörningi er að fela einhvern annan sóðaskap Ríkisstjórnarinnar  ÞVÍ ÞAR ER EKKERT SEM STENST BARA BULL ÚT Í EITT EINS OG HILMAR GJÖRIR AÐ HÆTTI JÓHÖNNU OG STEINGRÍMS......

Jón Sveinsson, 28.9.2012 kl. 21:41

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Hér eru tvö andans tröll á ferðinni. Best að trufla ekki úr því þeir eru að að komast á skrið..

hilmar jónsson, 28.9.2012 kl. 22:11

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Boðaföll í kringum ríkisendurskoðanda

blogg.visir.is/krissi/—

Það er vissulega ástæða til þess að hrósa RÚV fyrir að upplýsa þjóðina um fjölmarga mjög alvarlega hnökra á starfsemi Ríkisendurskoðunar.

.

Sem er einmitt sú stofnun sem verður að njóta fyllsta trausts bæði almennings, Alþingis og ríksistjórna á hverjum tíma.

Það virðist vera full ástæða til þess að gera alvarlega úttekt á starfsemi þessarar stofnunar og tengsl hennar og embættismannsins ríkisendurskoðandans við aðrar stofnanir og fyrirtæki.

En fréttastofa RÚV verður að gæta sín á því að fara ekki með dylgjur eða aðrar vafasamar staðhæfingar.

Í yfirlýsingu frá Sveini Arasyni vísar hann öllum aðdróttunum á bug um að fjölskyldu tengsl hans við annars vegar starfsmann Skýrr og hins vegar núverandi starfsmann fjármálaráðuneytisins hafi eitthvað með það að gera, að dregist hefur að ljúka úttekt Ríkisendurskoðunar varðandi fjárhagsupplýsingakerfi ríkisins.

Þar segist Sveinn vísa slíkum dylgjum algjörlega á bug en þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á vefsvæði Ríkisendurskoðunnar.

En fjárlaganefnd á ekki aðra úrkosti en að vísa málum til Ríkisendurskoðunar til umsagnar þegar það á við, það er tæplega annar farvegur fyrir hendi.

En þetta vandamál um tengslin er ekki aðeins vegna fámennis þjóðarinnar og að margir einstaklingar úr sömu fjölskyldum eru í opinberum og krefjandi hlutverkum. Áður var þetta einnig vegna þess hve fáir luku viðhlýtandi námi til að gegna embættum. En það er liðin tíð og þetta eru vissulega viðfangsefni sem verður að takast á við áður en lengra líður .

.

Hin hliðin á málinu eru tengsl embættismanna hópsins við gömlu valdaflokkanna sem hafa í gegnum áratugina raðað sínu fólki í öll feitustu embættin. Þar á ég sérstaklega við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.

.

Þetta mál virðist allt lykta af slíkri spillingu þótt menn vilji ekki slengja fram slíkri fullyrðingu að órannsökuðu máli.

Þá varpar þetta mál einnig á stöðu uppljóstrara á Íslandi sem er svo sannarlega nauðsynlegt að styrkja verulega.

Kristbjörn Árnason, 29.9.2012 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband