HVER SKYLDI ORSÖKIN FYRIR ÞESSU OFSTÆKI VERA?????

Ég var að horfa á kvöldfréttirnar á Stöð 2.  Þar var meðal annars til umfjöllunar fækkun hvala í hvalaskoðunarferðum.  Það sem vakti athygli mína,var það að eingöngu var rætt við aðila frá ferðaþjónustunni, Ásbjörn Björgvinsson en engan sem var talsmaður hvalveiðimanna.   Það mætti halda að  fjölmiðlar líti á það sem skyldu sína að kynda undir meintum ágreiningi milli hvalveiðimanna og hvalaskoðunarmanna. Að mati Ásbjörns, var þessi fækkun hvala EINGÖNGU rakin til HVALVEIÐA og þetta gleypa fréttamenn alveg "hrátt" án þess að kynna sér málið nokkuð frekar.  Um daginn var viðtal við Þorstein Þorbergsson skipstjóra á Hrafnreyði, þar sem hann lýsti aðferðum "hvalaskoðunarmanna" á miðunum.  Það væri kannski ekki úr vegi að rifja það upp sem hann sagði:  (þetta er ekki orðrétt eftir honum haft en innihaldið er óbrenglað) Einn hvalaskoðunarbátur finnur hval á miðunum, þá er strax rokið í stöðina og hin hvalaskoðunarskipin eru látin vita.  Eftir skamma stund eru komnir fjórir til fimm báta á staðinn og dýrið er hreinlega króað af og siglt alveg upp að því og dæmi eru um það að atgangurinn hafi verið það mikill að það hafi hreinlega verið keyrt á dýrið.  Svo koma menn eins og Ásbjörn Björgvinsson og halda því blákalt að það sé veiðum að kenna hversu hvalirnir eru orðnir styggir.  En hversu miklu er hvalaskoðun að skila til þjófélagsins????  Greinin borgar ENGAN virðisaukaskatt því að hvalaskoðunarfyrirtækin halda því fram að þau stundi "fólksflutninga" (fólksflutningar eru ekki virðisaukaskattskyldir), að fyrirtækin skuli komast upp með þetta er nokkuð sérstakt því skilgreiningin á fólksflutningum er sú að verið sé að flytja fólk frá einum stað til annars en hvalaskoðunarbátarnir fara frá einum stað og koma til baka til sama staðar.  "Hagnaður" flestra hvalaskoðunarfyrirtækja, eftir árið, er ENGINN þannig að ekki er greiddur neinn tekjuskattur.  Vissulega greiða hvalaskoðunarfyrirtækin einhver leyfisgjöld en að  öðru leiti er það ekki mikið sem þessi "blómlegi" atvinnuvegur skilur eftir sig.  Hvalskoðunarmenn tala mikið um að veiðar á hval skili mjög litlu miðað hvalaskoðun árið 2008 gerðu nokkrir nemendur við Háskólann á Akureyri könnun  á því hvort hvalveiðar hefðu áhrif á hvalaskoðanir og einnig var fjárhagsleg afkoma beggja greinanna skoðuð og var útkoman sú að hvalveiðar hefðu ENGIN áhrif á hvalaskoðun og fjárhagshlutinn var hvalaskoðuninni síður en svo hagstæður.  Þurfa hvalaskoðunarmenn ekki aðeins  að fara að lýta í eigin barm???????

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband