Föstudagsgrín

Skotinn var á
heimleið og lét fara vel um sig í aftursætinu á stóru yfirstéttar limósinunni
sinni. Allt í einu kom hann auga á tvo menn við vegarbrúnina, sem voru að éta
gras ... Honum varð svo mikið um þessa sjón að hann sagði bílstjóranum að stöðva
bílinn. Hann gekk til mannanna og spurði annan þeirra: "Af hverju ert þú að
borða gras?""Við eigum enga peninga fyrir mat" svaraði aumingja maðurinn
"Við neyðumst til að borða gras" "Fyrst svo er, getur þú komið með mér heim og
ég skal gefa þér að borða "En, herra minn. Ég er með konu og tvö börn með mér,
þau eru þarna undir trénu" "Taktu þau bara með þér", svaraði Skotinn.
Svo sneri hann sér að hinum fátæka manninum og sagði "Þú kemur líka með okkur"
Sá svaraði, aumkunarverðum rómi: "En ég er með konu og SEX börn !" "Taktu þau
líka með" svaraði Skotinn. Þau tróðu sér öll inn í bílinn, sem var hreint ekki
auðvelt, jafnvel þótt limosinan væri stór. Þegar þau voru lögð af stað, sneri
annar fátæki maðurinn sér að Skotanum og sagði "Herra minn, þú ert góður maður.
Þakka þér fyrir að taka okkur öll með þér" "Mín er ánægjan", svaraði Skotinn.
 "Þið verðið sko hrifin, þegar þið komið heim til mín" ... "Grasið nær manni
alveg í hné"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband