EN ÞAÐ ER ALLTAF VERIÐ AÐ VITNA Í ÞENNAN HÁVÆRA MINNIHLUTA

Og látið sem þarna fari vilji meirihluta atvinnurekenda.  RÚV og STÖÐ 2 hafa iðulega hamrað á því að vilji atvinnurekenda sé að ganga inn í ESB svo ekki sé talað um INNLIMUNARSINNA, sem nánast hafa fullyrt að hver einasti atvinnurekanda sé hlynntur INNLIMUN.  Alltaf er verið að hrekja fleiri og fleiri staðhæfingar INNLIMUNARSINNA og er svo komið að ekki stendur steinn yfir steini í málflutningi þeirra.
mbl.is Meirihluti á móti inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er sannkallaður leðjuslagur hjá Samfylkingu, Bjartri framtíð og Pírötum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2014 kl. 11:13

2 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Algjör leðjuslagur þessara aðila. Sem viðast ekki skilja að þeir eru í minnihluta í þessu máli sem mörgum öðrum, hjá þeim gildir að hafa nógu hátt. Áróðurinn á Stöð 2 og í 365 miðlum er skiljanlegur þar eru fjármagnspýrurnar. En þessi áróður á RÚV er illskiljanlegur þar á hlutleysi að ríkja. Nýr Útvarpsstjóri þarf greinilega að taka til í Fréttamannaliði RÚV. Fá til starfa fólk sem tjáir sig hlutlaust um málin.

Filippus Jóhannsson, 25.2.2014 kl. 12:16

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Maður líka veltir fyrir sér hvort þeir forsvarsmenn atvinnulífsins, sem hingað til hafa talað fyrir INNLIMUN Íslands í ESB, hafi umboð frá sínum samtökum til að tala á þann hátt sem þeir hafa gert hingað til?????

Jóhann Elíasson, 25.2.2014 kl. 13:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sennilega ekkert frekar en Gylfi á sínum tíma þegar hann talaði fyrir munn verkalýðshreyfingarinnar, sem sagt að nota heilar hreyfingu til að koma sínum prívatmálum áfram.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2014 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband