ER GRANDI EKKI Í EINKAEIGU????????

Er tími þingsins svo ríflegur að þingmenn geti leyft sér að fjalla um mál, sem þeir geta ekki haft nein áhrif á og eru ekki í þeirra verkahring??????


mbl.is Gagnrýndu hækkun stjórnarlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Afhverju fær fyrirtæki í einkaeigu þá milljarða styrki í formi kvóta??????????

Óskar, 15.4.2015 kl. 17:50

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er svo allt annað mál, Óskar.  Það er nokkuð sem er þjóðarböl og Alþingismenn ættu að taka þá umræðu og gera eitthvað í því máli.......

Jóhann Elíasson, 15.4.2015 kl. 18:03

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jóhann það er EKKERT annað mál í þessu sambandi. Að alþingismenn, með núverandi meirihluta geri eithvað í málinu, fyrr munu allar dauðar frumur detta af líkama þínum. Styrklaus sjávarútvegur á Íslandi, my ass, hefur aldrei verið og verður ekki með áframhaldandi stefnu, þú veist þetta stýrimaðurinn sjálfur.

Jónas Ómar Snorrason, 15.4.2015 kl. 19:46

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jónas, blandaðu EKKI líkama mínum í þetta mál.  Við erum EKKI að tala um sjávarútveginn í heild sinni og hvort sjávarútvegurinn nýtur styrkja eða ekki, um þetta verður bara að fara fram önnur umræða og hún er EKKI hér.  Heldur er verið að ræða blaðrið í þingmönnum sem virðast hafa svo mikinn tíma aflögu að þeir vita ekkert hvernig þeir eiga að ráðstafa honum...............

Jóhann Elíasson, 15.4.2015 kl. 19:55

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Visulega er HB Grandi í einkaeigu, Jóhann. Kannski einmitt af þeirri ástæðu ætti stjórn fyrirtækisins að átta sig á hvað hún er að gera. Sérstaklega þegar innan stjórnarinnar situr einn af stjórnarmönnum SA, þar sem samningsmarkmið atvinnurekenda eru ákveðin. Því ætti þessi stjórn að hafa vit á hvað hún gerir. Það er klárt mál að starfsfólk HB Granda, sem nýlega fékk íspinna að launum eftir að framleiðslumet hafði verið slegið, mýkist ekki í sínum kröfum við þessa gerð stjórnar fyrirtækisins.

Hvort málefni einkafyrirtækja eigi erindi á Alþingi er svo annað mál. Persónulega þykir mér það ekki viðeigandi. En þegar forsvarsmenn SA krefja ríkið um aðkomu að kjarasamningum, til niðurgreiðslna á eiginn launakostnaði, eru þeir um leið búnir að opna á alla umræðu á Alþingi um hvernig einkafyrirtækin innan SA haga sér.

Eins og ég hef marg oft sagt og skrifað, þá eiga kjarasamningar að eiga sér stað milli atvinnurekenda og launþega. Ríkisvaldið á ekki erindi að neinum samningum nema þeim er snúa að starfsfólki ríkisstofnana. Enda hefur sýnt sig, ekki síst á síðasta kjörtímabili, að framlag ríkisins til kjarasamninga er fallvalt. Það sem ein ríkisstjórn samþykkir getur sú næsta aflagt og jafnvel þarf ekki stjórnarskipti til.

Niðurgreiðsla á launakostnaði einkafyrirtækja á ekki að þekkjast.

Gunnar Heiðarsson, 15.4.2015 kl. 20:01

6 identicon

Sjávarútvegur á Íslandi er ekki niðurgreiddur, ekki í neinu formi.
Ísland er reyndar eina landið í OECD sem ekki niðurgreiðir sjávarútveg.
Og rétt er það, að mörg útvegsfyrirtæki eru vel rekin, og skila miklum hagnaði. Þau hafa reyndar ekki alltaf gert það, og á löngum tímabilum var arðsemi eigin fjár léleg, eða neikvæð.

Hitt er það, að vel rekin fyrirtæki geta borgað góð laun, og mörg þeirra gera það. En ekki öll.
Og þau sem ekki gera það, nýta sér niðurboð á ómenntuðu vinnuafli, og sækja gjarnan í að fá erlent starfsfólk, sem sættir sig við lægri laun en heimafólk.
Og til þess að laga þá hluti, þá þurfa Íslendingar að læra einfalda hluti, eins og að óheftur innflutningur á vinnuafli skilar sér í lægri launum.
Það þýðir ekki að röfla um lág laun, en um leið, kalla alla rasista sem benda á þessa einföldu staðreynd.

Eða með öðrum orðum, það eru góðu vinstrimennirnir, ESB sinnarnir og fjölmenningarfólkið sem heldur niðri launum starfsfólks.
Alþingismenn mættu gjarnan snúa sér að því að ræða orsakirnar, og eyða minni tíma í afleiðingarnar, og tilfinningaklámið sem því fylgir.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 22:10

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hvort sjávarútvegurinn hér á landi er rísstyrktur eða ekki er bara alls ekki neitt til umræðu hér og virðast ekki margir gera sér grein fyrir því nema Gunnar Heiðarsson, sem er einn af þeim fáu sem halda sig við upphaflegt umræðuefni.  Ég er algjörlega sammála Gunnari að því leiti að málefni einkafyrirtækja eiga ekkert erindi á Alþingi en hitt er svo annað mál að einkafyrirtæki verða að gæta vel að því hvað er gert á viðkvæmum tímum og þetta með íspinnana var verulega hallærislegt og lýsir því hversu stjórnendur fyrirtækjanna eru komnir langt frá hinum almennu starfsmönnum fyrirtækisins. 

Öðrum athugasemdum kýs ég að svara ekki því þær koma þessu pistli EKKI við að einu eða neinu leiti.........

Jóhann Elíasson, 15.4.2015 kl. 22:39

8 identicon

Auðvitað á Alþingi að ræða kjaramál, það er beinlínis hlutverk þess að ræða mál sem varða almannahag, og ef það er eitthvað sem varðar almannahag, þá eru það kjör okkar.
Það er heldur ekkert óeðlilegt að Alþingismenn hneykslist á einhverjum einkafyrirtækjum, og vissulega var það sérkennilegt hjá HB Granda að hækka laun fyrir stjórnarsetu, og það mjög rausnalega í miðri kjaradeilu.
Við munum væntanlega þegar Davíð Oddsson hneykslaðist á Kaupþingi á sínum tíma, og boðaði að hann færi þaðan með öll sín viðskipti, vegna siðleysis Kaupþingsmanna. Ég held að enginn heilbrigður maður hafi gert athugasemdir við það.

Hitt er svo, að vel er hægt að gera þá kröfu að Alþingismenn séu ekki idjót, og geti nálgast umræðuna með þokkalega upplýstum hætti, og leiði hjá sér innantóma frasa um "gjafakvóta" og "ofsagróða" og sjái málefnið með heildrænum hætti.
Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að einstakir bloggarar eða þeir sem gera athugasemdir við bloggin séu þannig innréttaðir, þeir mega vera eins þröngsýnir og þeir vilja, og einangra umræðuna við eitthvað aukaatriði, sem skipta engu máli í heildarsýninni.

Aðalatriðið er þetta, sjávarútvegur á Íslandi er vel rekinn, og hann á að greiða góð laun. Hinsvegar nýta sum óvönduð sjávarútvegsfyrirtæki sér félagsleg undirboð, og borga ekki mannsæmandi laun. Á því þarf Alþingi að taka, enda er enginn annar sem getur það. Það á hinsvegar ekki að gerast með sértækum lögum sem snúast um að gera hagnað upptækan, því það leiðir alveg örugglega til lægri launa og verri kjara fyrir hinn almenna starfsmann. Það gerist einungis með því að tryggja að framboð á vinnuafli sé það lítið, að greiða þurfi vel fyrir starfið.

Þetta er bara spurningin um hið gamla góða, lögmálið um framboð og eftirspurn.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 23:26

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hilmar, ef þú vilt endilega ræða aðra hluti en eru til umræðu, þá skaltu gera það annars staðar en hér..........

Jóhann Elíasson, 16.4.2015 kl. 00:00

10 identicon

Þú ert afar undarlegur maður, Jóhann.

Fyrir það fyrsta, þá virðist þú ekki gera þér grein fyrir grunnskyldum Alþingismanna, sem leiðir af sér þá afar heimskulegu skoðun þína, að Alþingismenn eigi ekki að ræða kjaramál í stól Alþingis.

Afleiðingin af þessum skorti á þekkingu á grundvallarskyldum þingmanna, að ræða mál sem varða almannahagi, jafnvel þó einkafyrirtæki eigi í hlut, leiðir til þess að þú nærð ekki að skilja að allir angar sjávarútvegs tengjast. Eitt leiðir af öðru í lífinu, Jóhann minn. Það má t.d. ætla að sumir þingmenn telji sig bera ríkari skyldu til að tala um málefni einkafyrirtækja í sjávarútvegi, umfram málefni annarra einkafyrirtækja, t.d. með vísun í hinn rangtnefnda "gjafakvóta"

Málið er bara Jóhann minn, þú sjálfur skilur ekki umræðuna sem þú hófst.....

Hilmar (IP-tala skráð) 16.4.2015 kl. 01:14

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru fleiri afar undarlegir og þegar þrjóska og lítið vit bætast við, er ekki von á góðu Hilmar.  Hafðu það gott í framtíðinni......

Jóhann Elíasson, 16.4.2015 kl. 07:23

12 identicon

"nýta sér niðurboð á ómenntuðu vinnuafli, og sækja gjarnan í að fá erlent starfsfólk, sem sættir sig við lægri laun en heimafólk."

Þetta er ekki rétt, það er frekar erfitt að fá íslendinga til vinnu í fiskiðnaði og við má bæta að ef starfsfólkið er óánægt með laun hjá Granda má reikna með því að þau geri eitthvað í því.  

Annars er ég sammála Jóhann Grandi er einkarekið fyrirtæki þannig þingið ætti ekki að skipta sér að.

Axel (IP-tala skráð) 16.4.2015 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband