Föstudagsgrín

Sagan segir af tveim bræðrum, sem fóru út að skemmta sér. Sá eldri vildi kenna þeim yngri eitthvað um unaðssemdir ástarlífsins og sagði honum undan og ofan hvernig standa skildi að málum þegar á hólminn væri komið. Á ballinu gekk allt ágætlega, nema að þeim eldri gekk illa að ná sér í dömu, en hinum tókst ágætlega upp í þeim efnum. Sá eldri ákvað því að fara heim á undan hinum og fylgjast með hvort kennslan hefði borið árangur. Er heim kom faldi hann sig inni í skáp. Á heimleiðinni steig sá yngri ofan í hundaskít. Hann reyndi að hrista skítinn af skónum sínum og þrífa hann eins vel af og hann gat og hélt síðan áfram heim. Þegar hann kom svo loks heim með dömuna settust þau niður og fóru að spjalla saman. Þá varð honum litið undir skóinn sinn og sagði: "Hér er allt fullt af skít" Þá heyrðist úr skápnum: "Snúð ´enni við, snúð ´enni við maður"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband