SVO ERU PÍRATAR MEÐ EITTHVAÐ LEIKRIT Í GANGI

Það er nú svolítið bratt hjá þeim ef þeir halda að þeir geti bara breytt öllu heila galleríinu á einu bretti.  Að láta sér detta annað eins í hug að allir sameinist um að hafa næsta kjörtímabil stutt og þar verði einungis fjallað um TVÖ mál, er alveg dæmalaust, það er alveg greinilegt að þetta lið gerir sér ekki nokkra grein fyrir hvert hlutverk Alþingis er.  Svo er lengd hvers kjörtímabils stjórnarskrárbundið þannig að tillagan er hreint og beint stjórnarskrárbrot.  Það virðist vera að kafteinn Pírata sé með þetta stjórnarskrármál á heilanum og það á að reyna að berja hana í gegn með góðu eða illu.  En þetta lið í stjórnlagaráði misskildi algjörlega hlutverk sitt, "það átti að koma með tillögu að breytingum á fyrirliggjandi stjórnarskrá en þess í stað var komið með drög að nýrri og það plagg var bara tómt píp og rugl" en eins og fram kemur í þessari frétt er stjórnarskrárnefnd að störfum og skilar af sér á næstu vikum.  Þannig að þetta stjórnlagaráð var með öllu óþarft og eingöngu verið að kasta fjármunum þar á glæ eins og svo margt hjá síðustu ríkisstjórn gekk út á og Píratar virðast ætla að halda starfi fyrri ríkisstjórnar áfram.................


mbl.is Stutt í stjórnarskrárfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stjórnlagaráðið var birtingarmynd þess að þegar á reynir þá eru vel menntaðir og hæfir einstaklingar úti um allt í samfélagi okkar.
Þarna voru landkunnir eldhugar, prófessorar og athafnamenn í bland við ungt og skapandi fólk.

Hæstiréttur fékk málið til umfjöllunar þegar ótti hægri manna var búinn að smíða vandamál úr angistinni og auðvitað brást þessi stofnun ekki fremur en við mátti búast og ógilti Stórnlagaþingið sem þjóðin hafði beðið um í áraraðir með framsóknarmenn í fararbroddi.

Næstum samstundis breyttist Stjórnlagaþingið í Stjórnlagaráð og málið var leyst.

Alþingi á ekki að snerta við stjórnarskránni nema til að fullnusta stjórnarskrárbundna afgreiðslu.

Stjórnarskráin er fyrir fólkið en ekki fyrir Alþingi sem vinnur í umboði fólksins og á að hlýða skipunum fólksins möglunarlaust.

Það virðist stundum gleymast að alþingismenn eru fólk og meira að segja svo venjulegt að það þekkir enginn alþingismann frá útlendum hælisleitanda ef þeir liggja á bekk í gufubaði hlið við hlið.

Árni Gunnarsson, 31.8.2015 kl. 08:46

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Miðað við að þetta sé annað kjörtímabilið sem Birgitta er á Alþingi, er magnað hver vankunnátta hennar um störf þingsins eru lítil.

Ef það er vilji Sjóræningjanna að hafa stutt þing á næsta kjörtímabili, þing sem einungis afgreiðir tvö mál, þá einfaldlega byggja þeir sína kosningabaráttu á því. Það er ekkert sem bannar stjórnmálaflokk að boða slíkt fyrir kosningar og svo er það kjósenda að ákveða hvort þeir telji þessi tvö mál þess eðlis að öðrum skuli haldið frá Alþingi, í einhveja mánuði.

Að ætla að fá alla flkka með í slíkann leiðangur er fráleitt, enda flestir aðrir flokkar sem líta landsstjórnina víðari augum en Sjóræningjarnir.

Gunnar Heiðarsson, 31.8.2015 kl. 10:42

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Árni, þrátt fyrir að stjórnlagaráð væri skipað vel menntuðu fólki og eldhugum, kom ekkert af viti út úr vinnu þess og þetta gerði stjórnlagaráðið að einu mesta floppi vinstri stjórnarinnar og er þó af nógu að taka.  Alþingi er kosið af fólkinu þannig að stjórnarskráin er fyrir fólkið.  það er jú alkunna að boða verði til kosninga á yfirstandandi kjörtímabili vegna þess að sitjandi ríkisstjórn hefur ekki lengur tilskilinn meirihluta til að sinna starfi sínu en það hefur ALDREI GERST að stjórnmálaöfl bindist samtökum um það að brjóta stjórnarskrána, eins og píratar eru að hvetja til.  Það er alveg merkilegt þegar vinstri menn eru að halda því fram að hægri menn hafi verið eitthvað hræddir við stjórnlagaráð og því sett Hæstarétt í málið.  Þessi afbökun á málini sýnir bara málefnafátækt vinstri manna.  Það að bera Alþingismann og útlendan hælisleitanda kemur þessu máli bara akkúrat ekkert við........

Jóhann Elíasson, 31.8.2015 kl. 12:00

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er afskaplega ánægjulegt að vita af stjórnmálaforingja eins og Birgittu sem veit hvert hún er að stefna og óttast ekki að brjóta upp hefðir

Það sýnist mér að muni minnka líkurnar á að endurtekinn verði sá vesaldómur formanns Sjálfstæðisflokksins að hlaupa á flótta frá sínu "þróttmikla" kosningaloforði um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég á ekki von á að Birgitta fari að skýla sér á bak við ómöguleika.
Ég á ekki von á að það verði erfitt fyrir Pírata að ná fylgi í samkeppni við garpa á borð við Bjarna Ben. og hans ómöguleika.

Árni Gunnarsson, 31.8.2015 kl. 12:01

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gott innlegg hjá þér Gunnar.  Það er mér alveg hulin ráðgáta hversu fólk getur verið einfalt að styðja Píratanna, þetta fólk virðist ekkert vita í sinn haus varðandi stjórnskipan landsins.  Ég á bara erfitt með að sjá hana Birgittu Jónsdóttur fyrir mér sem næsta forsætisráðherra, ef það yrði segði ég bara eins og Geir H. Haarde:"GUÐ BLESSI ÍSLAND"

Jóhann Elíasson, 31.8.2015 kl. 12:07

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og hvað hefur það upp á sig að kjósa um áframhaldandi viðræður um INNLIMUN í ESB???????? 

Jóhann Elíasson, 31.8.2015 kl. 12:14

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem pírati og hafandi lokið námi í stjórnskipunarrétti á háskólastigi með prýðiseinkunn, hafna ég öllum ásökun um meinta vankunnáttu á stjórnskipun eða að pólitísk stefnumörkun geti falið í sér stjórnarskrárbrot. Slíkt er einfaldlega bull, sem ber ekki vott um annað en vankunnáttu og misskilning þess sem ber fram slíkar ásakanir að tilhæfulausu.

Hvað varðar tækifæri til að kjósa um ESB aðild, þá fagna ég því ef með þessu mun loksins gefast tækifæri til þess að hafna ESB aðild í þjóðaratkævagreiðslu í eitt skipti fyrir öll. Þá verðum við laus við það mál um alla framtíð.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2015 kl. 17:19

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er afskaplega leitt til þess að vita að vel gefinn maður eins og þú virðist vera Guðmundur, hafi látið blekkjast af lýðskrumurum og liði sem hefur ekkert fram að færa........

Jóhann Elíasson, 31.8.2015 kl. 18:39

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er rangt að ég hafi látið blekkjast af nokkrum sköpuðum hlut í þessu samhengi. Hinsvegar er rétt að þar innanborðs eru aðilar sem hafa látið blekkjast af hinu og þessu og eru haldnir allskyns misskilningi. Ég er þar inni meðal annars til þess að reyna að stuðla að því að útrýma slíkum misskilningi og leiðrétta villurnar sem valdið hafa ónákvæmum málflutningi í sumum tilvikum. Það er nefninlega í fullu samræmi við grunnstefnu pírata, sem leggur áherslu á upplýsta og vandaða ákvarðanatöku. Ef eitthvað skortir á það er ég þar til að reyna að bæta úr því. Það að einhverjir aðrir, sem ég er að reyna að leiðrétta, sé haldnir misskilningi, þýðir ekki að ég sé haldinn sama misskilningi heldur þvert á móti.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2015 kl. 18:47

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við þetta vil ég bæta því að það er algjörlega rangt að píratar hafi ekkert fram að færa. Ég vil einfaldlega hvetja þá sem halda slíkt að kynna sér grunnstefnu pírata, sem vitnar um það hvað sú hreyfin hefur fram að færa.

http://www.piratar.is/stefnumal/grunnstefna/

Talið svo um þetta EFTIR að þið hafið kynnt ykkur stefnuna! Annars er ekki um upplýsta afstöðu að ræða.

Að halda því að flokkur með útfærða stefnu eins og þessa, hafi ekkert fram að færa, er algjörlega jafngilt því að halda því fram að aðrir flokkar hafi ekkert fram að færa þrátt fyrir að þeir séu með útfærðar stefnuskrár. Munurinn á pírötum og öðrum flokkum er hinsvegar sá að píratar taka stefnu sína alvarlega og leggja sig í líma við að fara eftir henni. Þetta hef ég ekki orðið var við hjá neinum öðrum stjórnmálaflokki. Í þessu liggur einmitt sérstaða pírata, og er meginástæðan fyrir því að ég finn mig þar frekar en annars staðar, þó ég sé ekki endilega 100% sammála öllu.

Í alvöru talað, ef menn hafa enga skoðun á þessu heldur en órökstuddar fullyrðingar sem eru þar að auki rangar, þá er einfaldlega ekkert að marka slíkan málflutning. Ef menn vilja vera ósammála einhverju, þá væri miklu gagnlegra að ræða það á grundvelli staðreynda, heldur en að kasta fram órökstuddum fullyrðingum sem ekkert er að marka.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2015 kl. 18:57

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, getur þú nefnt eitthvað sem Píratar hafa gert á þessu þingi, fólk sem ekki nennir að mæta á nefndarfundi, situr hjá í flestum málum og ber við að þau hafi ekki "tíma" til að sinna málunum.  Og talandi um upplýsta afstöðu (sem virðist vera vinsælt orðatiltæki hjá Pírötum) þá virðast þeir sjálfir ekki vita hver stefnan er í mörgum málum sem eru til umræðu.  Mér hefur nú ekki fundist neitt minna um órökstuddar fullyrðingar í þínum málflutningi, svo þú skalt nú ekkert hætta þér út á þessar brautir.  En ég sé það að þú hefur afskaplega lítið til málanna að leggja þegar þú villt ekki einu sinni viðurkenna að þessir lýðsskrumarar hafa tekið þig ósmurt í ra...... og þú ert ekki einu sinni búinn að fatta það.  Svo ég bið þig bara vel að lifa ég sé ekki ástæðu til að ræða þessi mál frekar við þig ég held ég muni fá jafnmikið út úr því að reyna að tala við steininn á götunni.........

Jóhann Elíasson, 31.8.2015 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband