FISKVINNSLAN ER EKKI VERSTI SÖKUDÓLGURINN........

Þetta er búið að vera vandamál þarna í Hafnarfirði áratugum saman.  Lengi vel var verið að kenna fiskvinnslum um þessa sterku "rotnunar- og ýldulykt" sem leggur yfir nágrenni "Holtsins" í Hafnarfirði.  Þá fóru íbúar svæðisins að skoða málið betur og kom þá í ljós að megnið af þessari "stybbu" kom úr HVALEYRARLÓNI, þar er alveg gífurleg rotnun og aðstæður í lóninu eru þannig að það nær aldrei að hreinsa sig og því safnast þar fyrir alls konar drulla og vegna einhverra örfárra flórgoða sem verpa þarna er lónið friðað og í góðu veðri (sem er mjög algengt þarna) verður stybban oft óbærileg.


mbl.is Ólyktin braut á lífsgæðum annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég hélt að þú myndir segja að þessi "ýldulykt" kæmi bara frá bæjarstjórninni :)

Ómar Gíslason, 15.9.2015 kl. 12:16

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann kæri bloggvinur, ég er nú ekki alveg sammála þér með Lónið og fýlu frá því. Ég hef búið hér í Skipalóni (sem er upp af Lóninu) í 10 mánuðu og aldrei fundið neina vonda lykt koma frá því. Einstaka sinnum í norðanátt finnur maður sjávarlykt sem maður þekkir vel úr Eyjum. Aftur á móti er þarna fyrir ofan höfnina þar sem fólkið er að kvarta megn skítalykt eins og af úldnum fiski, þessi lykt er mun verri en lyktin var af gúanóreyknum í þá gömlu góðu daga. Ég skil því fólkið vel sem þar er að kvarta. Eins og þú veist er sjávarlyktin bara góð og vekur upp góðar minningar.

Les flest af því sem þú bloggar og er þér oftast sammála en ekki í þessu máli. Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.9.2015 kl. 21:29

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég bjó á "Holtinu" frá því að ég var 18 ár til 26 og þá var þessi lykt nokkuð megn og svo kom ég aftur, þá bjó ég í nýrra hverfinu, þar var ég í 17 ár.  Ekki hafði lyktin skánað mikið á þessum tíma og þá var hún sérstaklega slæm þegar var alveg stilla og þá gefur auga leið að sumrin voru verst.  Til að byrja með þá var þarna fiskimjölsverksmiðja og var henni kennt um óþefinn og svo var hún lögð af og enn var fnykurinn til staðar þá var alveg tilvalið að kenna litlum fiskverkunum um, sem voru þarna.  Þær lögðu út í mikinn  kostnað til að komast fyrir þetta vandamál.  Sumum varð þetta ofviða og fóru á hausinn.  En enn eru þarna einhver tvö eða þrjú fiskvinnslufyrirtæki og enn eiga þau að vera sökudólgarnir.  Það er lykt eins og af úldnum fiski upp úr lóninu - best væri að loka lóninu með stálþili, dæla sjónum upp úr því og fylla það síðan upp af jarðvegi.  Þessir fjórir flórgoðar sem verpa þarna geta alveg orpið í kattaparadísinni við Ástjörn (bæjarstjórnin var svo sniðug að setja það sem skilyrði fyrir byggð í Áslandinu að ekki mætti vera með ketti þar vegna flórgoðanna sem verptu við Ástjörn en þeir áttuðu sig ekki á því að kettirnir fóru bara yfir Reykjanesbrautina og ég tala nú ekki um að leiðin varð enn greiðari eftir að undirgöngin voru gerð).  Það væri gaman að kíkja við í kaffi hjá þér þegar ég er á ferðinni í Firðinum, sem er nú reyndar nokkuð oft.

Jóhann Elíasson, 16.9.2015 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband