Á EKKERT AÐ BREGÐAST VIÐ?

"It's now or never" Það er alveg með ólíkindum hvernig "flugvallarfasistarnir" í meirihlutanum í Reykjavík og viðhengi þeirra geta endalaust komist upp með að TEYGJA SIG AÐEINS LENGRA Í FRAMKVÆMDUM VIÐ REYKJAVÍKURFLUGVÖLL þar ekki verður aftur snúið.  Og til að bíta höfuðið af skömminni ætla verktakarnir að sækja um leyfi fyrir byggingakrana á svæðið hjá Samgöngustofu og Samgöngustofa fær svo umsögn hjá Ísavía, sem er yfirlýstur andstæðingur flugvallar í Vatnsmýrinni.  Þetta er svo augljóst "plott" á meðan situr Innanríkisráðherra bara og veit ekki nokkurn skapaðan hlut hvað er til ráðaHvað varð um tillögu Höskuldar Þórhallssonar, um að ríkið tæki skipulagsvaldið af þeim sveitafélögum sem eru með alþjóðaflugvöll innan sinna bæjarmarkaNú er runnin upp ÖGURSTUND í þessum málum.  Það er alveg á hreinu að við höfum ekki ráð á að byggja upp annan flugvöll fyrir innanlandsflugið og því VERÐUR að búa almennilega að þessum velli þar til annað verður í sjónmáli.....


mbl.is Þurfa ekki kranann til að byggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur bara ekki fattað að þeir ætla ekkert að gera í þessu. Þeir hafa gaman að því að tala um þetta til að æsa kjósendur sína upp en það er dýrt fyrir ríkissjóð að gera eithvað raunverulegt í málinu.

1. Með því að yfirtaka skipulagsvaldið og banna fyrirhugaða uppbyggingu þá getur ríkið skapað sér skaðabótaskyldu á móti félaginu sem er að byggja á landsvæðinu.

2. Með því að yfirtaka skipulagsvaldið þá getur borgin að öllum líkindum krafið ríkið um skaðabætur þar sem svipting skipulagsvalds er defacto eignarnám.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.10.2015 kl. 17:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ríkið "gæti"skapað sér skaðbótaskyldu en það er ekkert sem segir að ríkið "geri" það, málið á eftir að fara fyrir dómstóla og niðurstaða dómstólanna er ekkert sem hægt er að ganga út frá. Það yrði ekki ríkið sem yrði skaðabótaskylt gagnvart framkvæmdaaðilanum heldur Reykjavíkurborg svo væri það borgarinnar að sækja skaðabætur á ríkið.  Áður en þú ferð að "gaspra" eitthvað skaltu kynna þér málin aðeins áður, Elfar Aðalsteinn.

Jóhann Elíasson, 28.10.2015 kl. 19:01

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Ég er þér innilega sammála Jóhann, það er eins og engin ´þori að taka afstöðu sem skiptir máli.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.10.2015 kl. 21:20

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Takk fyrir innlitið Sigmar, það er alveg rétt hjá þér: ÞAÐ ER ENGU LÍKARA EN AÐ ENGINN ÞORI AÐ GERA NEITT og á meðan heldur þessi vitleysa áfram.... frown

Jóhann Elíasson, 28.10.2015 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband