NOKKUÐ SEM HEFÐI MÁTT HUGA AÐ FYRIR LÖNGU SÍÐAN

Ég held að allir læknanemar eigi það sameiginlegt að vera afburða námsmenn og flestir þeirra eru óhemju vel að sér í sinni grein og færir. Enda skilst mér að læknanámið sé ekki á hvers manns færi. En því miður er það mín reynsla og margra annarra, að mannleg samskipti hjá mörgum þeirra séu ekki þeirra sterka hlið og jafnvel er það þannig að engu sé líkara en að sumir forðist samskipti við aðra. Þarna á ég sérstaklega við það hvernig er oft á tíðum staðið að því að tilkynna fólki það þegar það er með alvarlega sjúkdóma. Oft á tíðum virðist það ekki vera sjúklingurinn, sem er veikur og lýsir einkennunum heldur er læknirinn búinn að "ákveða" hvað er að og sjúkdómsgreinir manninn áður en hann er búinn að lýsa einkennunum. Það er hið besta mál ef á að koma mannlegum samskiptum inn í læknanámið og vissulega mætti það koma víðar inn í háskólanáminu.


mbl.is Kenna læknanemum að hlusta á fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband