ÞÁ ÓSKA ÉG HENNI TIL HAMINGJU MEÐ AÐ VERA Á FRAMFÆRI ÞJÓÐARINNAR ÁN ÞESS AÐ SKILA NOKKRU TIL BAKA.

Hvernig "listamenn" reyna að réttlæta þessa vitleysu, sem listamannalaunin eru, er nú bara hlægilegt svo ekki sé nú meira sagt.  Að bera það á borð fyrir almenning að "listamannalaunin" séu nokkurn veginn sama upphæð og ríkið fær í skatttekjur af sölu bóka og þar með séu þau greidd.  Þetta er eins fjarstæðukenndur samanburður og hann getur orðið, EIGUM VIÐ SEM ERUM LAUNAMENN AÐ FARA FRAM Á AÐ RÍKIÐ SKATTLEGGI EKKI TEKJUR OKKAR VEGNA ÞESS AРRÍKIÐ FÁI ÞETTA ALLT TIL BAKA Í ANNARRI SKATTLAGNINGU?  Ég hef oft sagt það og ítreka núna:  EF SVOKALLAÐIR LISTAMENN GETA EKKI LIFAÐ SÓMASAMLEGU LÍFI AF "LIST" SINNI EIGA ÞEIR BARA AÐ SNÚA SÉR AÐ ÖÐRU.  Ég hef frekar lítinn áhuga á því að styrkja einhverja rugludalla, sem eru að rúnka sér í glerkassa, fremja einhverja gjörninga og þess háttar og kalla þetta svo list til að geta sótt um listamannalaun.  Ef bækur seljast ekki nógu og vel til að hægt sé að lifa á því, er ekki um annað en fá sér vinnu og skrifa í frítímum, ef "listaþörfin" er svona mikil.


mbl.is Vilborg Davíðsdóttir svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég með þessi listamannalaun hvort þau séu réttlát eða ekki en hitt veit ég að menningin skilar meiru til samfélagsins en landbúnaðurinn og stóriðjan til samans.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 13:25

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skila flest öll störf ekki einhverju til samfélagsins?  Finnst þér rétt að taka einhver út úr og greiða sérstaklega fyrir þau?

Jóhann Elíasson, 9.1.2016 kl. 13:44

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Mikið er ég sammála þér Jóhann. Það er einkennilegt að það skuli vera hægt að borga þessum listamönnum 340 þús. á mánuði, en það var af og frá hjá þessari blessaðri ríkisstjórn að hækka elli og örorkubætur, þannig að sá hópur þjóðfélagsins geti lifað sómasamlegu lífi.

Hjörtur Herbertsson, 9.1.2016 kl. 13:48

4 identicon

Bækurnar henn Vilborgar Davíðsdóttur eru fullkomlega þess virði að hún fái listamannalaun til að geta unnið að þeim." EF SVOKALLAÐIR LISTAMENN GETA EKKI LIFAÐ SÓMASAMLEGU LÍFI AF "LISTSINNI EIGA ÞEIR BARA AÐ SNÚA SÉR AÐ ÖÐRU". Hún hefur skilað meiri "venjulegri" vinnu en margur annar og hugsanlega hefði hún getað lifað bara mjög góðu lífi af tekjunum af þeirri vinnu, EN þá hefðum við orðið af því að fá að njóta bókanna hennar sem eru alveg stórskemmtilegar og FRÓÐLEGAR. Vinnan sem liggur að baki bókanna hennar skilar samfélaginu margfalt til baka í þekkingu á viðfangsefninu og skemmtilegum bókum í ofanálag. 

Fyrst við erum farin að tala um listamenn sem afætur á annað borð. Af hverju þykir það fullkomlega eðlilegt að fara fram á það við listamenn að þeir gefi "vinnuna" sína? og af hverju þykir það lítið mál að stela "vinnu" listamanna? Er einhver tilbúinn að reyna að svara því? 

Til að koma í veg fyrir allan misskilning er best að koma því á framfæri strax að ég hef ekki nokkurn einasta snefil af listrænum hæfileikum, en hef unun af því að lesa bækur, hlusta á tónlist og horfi gjarnan á bíómyndir og TAKK fyrir kærlega mér nægja alls ekki formúlumyndir, fjöldaframleiddar í Bandaríkjunum og annað þessháttar efni sem HÆGT er að lifa af. Ef íslendingar vilja telja sig menningarþjóð verðum við að hafa einhvern aðgang að ÍSLENSKRI list og þurfum að standa undir framleiðslu hennar sjálf sem þjóð.

Dagný (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 23:54

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vil nú helst ekki vera að persónugera þetta mál.  Það getur vel verið að bækurnar séu ágætar en er þá ekki mögulegt að hún hafi bara ágætis tekjur af sölu þeirra og þurfi þar af leiðandi ekkert á því að halda að fá uppbót frá skattgreiðendum?  Ég hef hvergi talað um listamenn sem afætur.  Kannski þú ættir aðeins að hægja á þér og segja okkur sem erum ekki alveg með á nótunum HVAÐ ER LIST OG HVAÐ ER MENNING?

Svo er kannski annar flötur á því þegar menn eru að "stela" vinnu listamanna, ríkið  borgar þeim svokölluð listamannalaun, eru þá ekki verkin þeirra eign almennings og í rauninni er ekki verið að "stela" neinu.

Jóhann Elíasson, 10.1.2016 kl. 00:40

6 identicon

Sæll Jóhann. Ég hef engan áhuga á að deila við þig eða aðra, en þú opnaðir sjálfur á að persónugera þessa umræðu með fyrirsögninni. "... án þess að skila nokkru til baka".  Þín orð.

Ég er ekki sammála því að Vilborg skili engu til baka og læt það í ljós. Þú hefur rétt á þinni skoðun, ég tel mig hafa rétt til að vera ósammála þér. 

Við erum hinsvegar sammála, að mér sýnist, um að það má gjarnan vanda til þess þegar valið er um hvað telst vera list og hvað ekki. Reyndar hefur mér sýnst að fólk sem SÆKIR UM að fá listamannalaun þurfi að sýna fram á hvað það ætlar sér að vinna við, segja til um hvað það telji sig þurfa mikinn tíma til þess og verði að því loknu að sýna fram á árangur vinnunnar og þar að auki hafa þau enga tryggingu fyrir því að hljóta náð fyrir augum valnefndarinnar. Hvers vegna er það ámælisvert að óska eftir þessum launum? Varla er það glæpur að taka við þeim ef þau fá jákvætt svar? 

Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það að óska eftir sjálfboðavinnu listamanna við ýmsa atburði, hins vegar er það afar lágkúrulegt að verða pirraður og fúll ef viðkomandi listamaður sér sér ekki fært að verða við þeirri ósk. Listamenn eru ekki skyldugir til að gefa vinnuna sína frekar en við hin, þeim er hins vegar frjálst að gera það EF þeir vilja, rétt eins og við hin. Ef þeir sem eru mótfallnir listamannalaunum geta ÁBYRGST það að hugverkum listamanna sé "bara" stolið frá þeim sem hafa fengið listamannalaun og séu því í raun og veru búnir að fá greitt fyrir vinnuna sína þá skal ég fallast á að stuldur sé kannski of sterkt orð yfir það að nota vinnu annarra án þess að fá leyfi fyrir því.

Dagný (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 11:18

7 identicon

Það er ákaflega lélegt að ríkið handveli einhverja einstaklinga og veiti skattfé til þeirra því þeir séu með svo gott concept í hausnum. Það er fáránlegt að ríkið telji sig þurfa að hafa vit fyrir almenningi með hvaða list sé þóknanleg og hver ekki og svo er þetta mismunum gagnvart þeim sem ekki fá styrk og vanvirðing við þá sem skapa verðmæti á eigin verðleikum og borga af því skatta til að standa undir rekstri ríkisins.  Ríkið skuldar svo nógu mikla peninga að það sé ekki verið að moka þeim í gæluverkefni.  

Vilborg er í beinni samkeppni við aðra listamenn, hvað gengur ríkinu til að velja hana út úr og styrkja hana gegn öðrum rithöfundum.  Ef eitthvað er aurmokstur yfir listamenn eru það þessi listamannalaun.  Að velja 73 aðila út úr í 320.000 manna samfélagi er líka hlægilegt.

Það á að afleggja þetta með öllu.  Fólki standa aðrar dyr opnar með að fjármagna og standa undir listsköpun sinni.

Jónas (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband