LÁGMARKIÐ AÐ EINHVERJAR KRÖFUR UM KUNNÁTTU Í MÁLINU OG NOTKUN ÞESS SÉU GERÐAR TIL BLAÐAMANNA....

Eða kannski að þessi frétt og umfjöllunin flokkist bara undir vanþekkingu og almennan aulaskap.  Mér vitanlega er EKKERT skip í flotanum sem heitir Samskip Hoffell.  En í fréttinni kemur fram að varðskipið Þór sé á leið að sækja flutningaskipið Samskip Hoffell sem er vélarvana djúpt suður af landinu.  Er varðskipið Þór ekki að fara að sækja flutningaskip Samskipa, Hoffell, sem er vélarvana djúpt suður af landinu?


mbl.is Þór nálgast Hoffellið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skipið heitir SAMSKIP HOFFELL. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.1.2016 kl. 08:17

2 identicon

Sæll Jóhann

Mörg skipana hjá Samskip bera nafnið Samskip sem fornafn og svo fell þar á meðal þetta.

Sigurbrandur Jakobsson (IP-tala skráð) 12.1.2016 kl. 08:56

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég sé þetta ekki í Sjómannaalmanakinu.

Jóhann Elíasson, 12.1.2016 kl. 09:24

4 identicon

Þarna klikkaði stýrismaðurinn, kannski af því að hann er einn af vonda fólkinu

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.1.2016 kl. 11:21

5 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hefðir átt að Googla betur, vinur. Það er oftast fræðandi og góð regla áður en sleggjunni er kastað :)

Þetta sést á heimasíðu samskipa.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.1.2016 kl. 11:35

6 identicon

Þetta skip er skráð úti eins og öll önnur fragtskip Íslendinga og áhöfnin minnir mig að séu rússneskir yfirmenn og undirmenn frá Filipseyjum. Þetta skip hét áður Pioneer Bay og sigldi á ströndina fyrir Samskip sem slíkt í um ár frá því í apríl 2013 að Samskip Akrafell það sem endaði svo við Vattarnes tók við. Horst B skip sem Eimskip hafði verið með á ströndini tók þá við um tíma en svo kom þessi aftur undir þessu nafni Samskip Hoffell. Nú eru tvö svona samskonar skip í strandsiglinum á vegum Samskip í hring sem byrjar úti í Rotterdam minnir mig og endar þar eftir hring um Ísland réttsælis með viðkomu í Færeyjum held ég og Bretlandi. Hitt skipið heitir Samskip Skaftafell og byrjaði þetta í júlí fyrra. Eina skipið með Íslenskri áhöfn sem hefur verið á ströndini síðustu 2-3 er Selfoss hjá Eimskip en Eimskip er búið að vera líka með leiguskipin S Rafael, Horst B, Reykjafoss og Skógarfoss á ströndini

Sigurbrandur Jakobsson (IP-tala skráð) 12.1.2016 kl. 13:00

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Eru öll fraktskip íslendinga skráð í útlöndum Jóhann, og þá hvers vegna?

Jónas Ómar Snorrason, 12.1.2016 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband