ALLIR ÞESSIR FORSETAFRAMBJÓÐENDUR VERÐA AÐ FARA AÐ TAKA NÚMER Í RÖÐINA.

Ég er alls ekki að gagnrýna þennan mann neeitt sérstaklega, enda þekki ég engin deili á honum.  En ég get nú ekki orða bundist, mér finnst allir mögulegir og ómögulegir menn/konur, vera að tilkinna forsetaframboð.  Að einhverju leiti finnst mér að með þessu sé verið að gjaldfella forsetaembættið og það sem það stendur fyrir.  Það er engu líkara en að fólk haldi að það geti bara hver sem er gegnt þessu embætti. 


mbl.is Bæring býður sig á Bessastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Ég er hættur að fylgjast með fjöldanum. Erum við ekki komin yfir tuginn? Þetta þýðir veikt umboð hver sem verður fyrir valinu

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 18.3.2016 kl. 11:09

2 identicon

Við hljótum að fara að gera þá kröfu, að Alþingi taki sig til og breyti stjórnarskrárgreininni um forsetaembættið og móti sömuleiðis reglur um kjör forseta landsins, svo að sú manneskja, sem kjörin verður, hafi öruggan meirihluta kjósenda að baki sér, annars er hætt við, að sá, sem kjörinn verður til embættisins, hafi ekki nema örfá prósent á bak við sig og þar með slakt umboð til að gegna embættinu, sem væri afleitt. Þess vegna er bráðnauðsynlegt, að alþingismenn bretti upp ermarnar og fari að vinna í þessu, enda var Ólafur Ragnar að kalla sjálfur eftir þessu fyrir nokkrum árum, þegar hann var að setja þingið. Við verðum að fara að kalla eftir þessum breytingum. Annað gengur ekki.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2016 kl. 11:19

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað er þetta hárrétt hjá ykkur báðum.  Þetta er bara orðinn farsi.

Jóhann Elíasson, 18.3.2016 kl. 11:29

4 identicon

Þekki Bæring vel, hann er sveitungi minn og þekki ég fjölskyldu hans vel. Ég tel hann vera frambærilegan í þetta starf, betri heldur en taglhnýtingur SjálfstæðisFLokksins, Halla Tómasdóttir

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2016 kl. 11:40

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi, mér finnst nú ekki rétt að vera með eitthvað svona "skítkast", er þá ekki alveg hægt að spyrja: "HVERRA TAGLHNÝTINGUR ER HANN"?

Jóhann Elíasson, 18.3.2016 kl. 11:56

6 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég sakna að sjá ekki orðin Landráðafylking eða ferkantaður leðurhaus

Ómar Gíslason, 18.3.2016 kl. 12:20

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég skal bæta úr þessu í framtíðinni Ómar... wink

Jóhann Elíasson, 18.3.2016 kl. 12:53

8 identicon

Tek undir þetta Ómar, sakna þessara orða mikið. Hef ekki verið kallaður "Leðurhaus" af honum Jóhanni lengi, þekki hann ekki fyrir sama mann.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2016 kl. 14:25

9 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég er farinn að taka inn Asperin yfir að sjá ekki þessi orð :(

Ómar Gíslason, 18.3.2016 kl. 14:34

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get glatt þá Ómar og Helga á því að ég á örugglega eftir að koma þessum orðum að í framtíðinni og INNLIMUNARSINNUM líka. smile

Jóhann Elíasson, 18.3.2016 kl. 15:25

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Það er engu líkara en að fólk haldi að það geti bara hver sem er gegnt þessu embætti."

Þetta er ekki eitthvað sem fólk heldur, því það stendur einfaldlega í stjórnarskránni: "4. gr. Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningarréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu."

Eina sérstaka skilyrðið er að hafa náð 35 ára aldri. Þannig er t.d. ekkert sem myndi banna mér sjálfum að bjóða mig fram í forsetakosningum ef ég fengi þá hugdettu, þar sem ég uppfylli öll skilyrðin. Sennilega gerir þú það líka Jóhann.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2016 kl. 15:49

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skilyrði í lögum er ekki alltaf það sama og raunveruleikinn, GuðmundurSennilega uppfyllum við báðir lagaskilyrðin fyrir framboði en ég held að flestir séu sammála um það að það eru nokkur "óskrifuð" skilyrði, sem þarf líka að uppfylla.....

Jóhann Elíasson, 18.3.2016 kl. 16:34

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vissulega. Maður þarf að uppfylla það skilyrði að hafa fengið flest atkvæði kjósenda í forsetakosningum. Það er hinsvegar kjósendunum í sjálfsvald sett hvaða skilyrði frambjóðandi þarf að uppfylla til að hljóta atkvæði þeirra.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2016 kl. 16:43

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi færsla er rökleysa! Á að takmarka fjölda frambjóðenda? Fyrstir koma, fyrstir fá? Hvað er hæfilegur fjöldi frambjóðenda að þínu mati Jóhann - 1, 2 eða jafnvel 3 ?

Er það skítkast að tala um taglhnýting? En uppnefni og aðrar meiðandi nafngiftir þínar um menn, margendurteknar, eru auðvitað ekki skítkast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.3.2016 kl. 20:19

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Axel, þessi athugasemd hjá þér er algjör rökleysa eins og við var að búast frá þér.  Hvernig er það eiginlega með þig kemur ekkert frá þér nema skítkast og uppnefni??????

Jóhann Elíasson, 18.3.2016 kl. 20:46

16 Smámynd: Aztec

"Þetta þýðir veikt umboð hver sem verður fyrir valinu"

Ég tel, að þetta vandamál hefði átt að leysa fyrir löngu með því að breyta kosningalögunum (það næst auðvitað ekki fyrir þessar kosningar), þannig að ef enginn frambjóðandi fær yfir 50% atkvæða, þá verði kosið aftur tveim vikum síðar milli tveggja hæstu frambjóðendanna. Þetta er gert í fjölmörgum löndum og hefur gefizt vel. Þá er ábyrgzt að kosinn forseti hafi a.m.k. 50% greiddra atkvæða á bak við sig. Og þá skiptir ekki máli hversu margir eru í framboði í fyrstu umferð. Því að eins og Axel gefur í skyn, þá er ólýðræðislegt að takmarka fjölda frambjóðenda til forsetaembættisins sem að öðru leyti uppfylla skilyrðin tvö.

Þannig ákvæði hefði getað verið beitt 1980 milli Vigdísar og Guðlaugs. Þá er alls ekki er víst að Vigdís hefði farið með sigur af hólmi.

Aztec, 18.3.2016 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband