ERU ÞETTA VIÐBRÖGÐIN VIÐ DÖPRU GENGI KVENNA Í PRÓFKJÖRUM??

Sé svo eru þetta lélegasta svarið sem gat hugsast.  Það er engu líkara en að það hvarfli ekki að nokkurri manneskju að hugsa sem svo að kannski sé ástæðuna að finna hjá konunum sjálfum.  Ef er skoðað prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, þá hefur Ragnheiður Elín  Árnadóttir legið undir ámæli fyrir að hafa lítið aðhafst á yfirstandandi kjörtímabili og til að mynda sé ferðamanniðnaðurinn hér á landi ein rjúkandi rúst, málflutningur Unnar Bráar Konráðsdóttur hugnast ekki öllum Sjálfstæðismönnum og hafa sumir látið þau orð falla að hún sé ekki alveg á heimavelli þar og ekki er hægt að segja að hún hafi verið nein hamhleypa til verka.  Í Suðvesturkjördæmi er svo Elín Hirst ekki verður sagt um hana að hún skilji eftir sig eftirminnileg spor á Alþingi Íslendinga.  Þegar prófkjör eru þá er farið yfir verk fólks og það er dæmt eftir þeim, þetta var dómur kjósenda og konu verða LÍKA að lúta þeim dómi..


mbl.is Kvennaframboð í burðarliðnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Jóhann.

Ætli þær konur sem vilja sérstakt kvennaframboð hægri kvenna haldi að atkvæði sem ekki skiluðu sér í prófkjöri konum til handa skili sér betur til sérstaks kvennaframboðs?

Getur það virkilega verið að atkvæði kvenna í prófkjörunum hafi haft minna vægi en atkvæði karla?

Hvað eru þessar konur að hugsa? Þær ættu að hvetja konur til naflaskoðunar, líta í eigin barm og finna ástæðu þess að konur kusu ekki konur í prófkjörunum.

Skildi ástæðan vera sú að konur hafi ekki fundist framboð þeirra kvenna sem í framboði voru fullnægja þeim væntingum sem þær höfðu til þeirra sem þær vildu sjá á hinu háa Alþingi?

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.9.2016 kl. 13:22

2 identicon

Áhugaverð pæling. Skyldi það vera að þeir sem taka þátt í prófkjörum gömlu stjórnmálaflokkana séu miðaldra forpokaðir afturhaldsseggir? Maður fær það á tilfinninguna eftir að hafa séð úrslitin bæði hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfó um helgina. Allt saman miðaldra kallar með vafasama fortíð. Síðuhöfundur talar um,sem dæmi, að Unnur Brá hugnist ekki öllum Sjálfstæðismönnum og/eða Elín Hirst skilji ekki eftir sig djúp spor á Alþingi. En er Ásmundur Friðriksson flísin sem fellur í rass allra Sjálfstæðismanna og/eða er Vilhjálmur Árnason þvílík hamhleypa á Alþingi að það gustar af honum hvar sem er?  Ja ekki sagði Árni Johnsen það í eftirminnilegu viðtala á Hringbraut um daginn. Gaf öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi falleinkunn.                      Manni finnst vera orðinn vandræðalega lítill munur á Sjálfstæðisflokki í Suðurkjördæmi og Samfó annars vegar og þarna þessari Þjóðfylkingu hins vegar. Ekkert nema afdönkuð gamalmenni sem virðast eiga upp á pallborðið hjá þessum flokkum. 

thin (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 13:53

3 identicon

SjálfstæðisFLokkurinn er að klofna í herðar niður, annarsvegar er Evrópusinnaði armurinn að bjóða sér fram undir merkjum viðreisnar, og hins vegar kvenna armurinn sem er búinn að átta sig á því að SjálfstæðisFLokkurinn er kvennafjandsamlegur kalla klúbbur og sennilega eru þær að endurvekja kvennalistann.Eftir sitja íhalds kallpungar sem þrá ekkert heitara en að einangra landið algjörlega og skríða aftur í torfkofana til að gilja hvorn annan.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 15:06

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi að sumu leyti er þetta rétt hjá þér.  ESB INNLIMUNARSINNAR eru farnir yfir í Viðreisn en samkvæmt skoðanakönnunum tapar Sjálfstæðisflokkurinn engu fylgi heldur er það LANDRÁÐAFYLKINGIN sem er "loserinn"........

Jóhann Elíasson, 12.9.2016 kl. 15:26

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Helgi.

Konur í Sjálfstæðisflokknum höfðu jafn greiðan aðgang að prófkjöri flokksins hvort heldur að bjóða sig fram eða greiða atkvæði.

Ekki hef ég nokkurs staðar orðið var við að karlarnir í flokknum hafi staðið í vegi fyrir framgangi kvenna í flokknum. Þannig að útskýring þín um kvenfjandsamlegan kalla klúbb er úr lausu lofti gripinn.

Hitt aftur á móti að skýringa á lélegu gengi kvenna í prófkjöri flokksins og reyndar víðar liggur hjá kvenþjóðinni sjálfri.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.9.2016 kl. 16:06

6 identicon

Hvernig færðu það út að flokkur sem var með 35-40% fylgi en er núna með 22-26% fylgi hafi ekki tapað fylgi...ég alla vega leyfi mér að kalla það fylgistap.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 16:09

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi, nú er verið að tala um nútímann, við stundum ekki sagnfræði hér.. wink  Munurinn á fylgi Sjálfstæðisflokksins fyrir og eftir Viðreisnar-atburðina var ENGINN en aftur á móti TAPAÐI LANDRÁÐAFYLKINGIN miklu fylgi......

Jóhann Elíasson, 12.9.2016 kl. 16:18

8 Smámynd: Hrossabrestur

Sérframboð Sjálfstæðiskvenna, fínn vettvangur fyrir Hönnu Birnu og Ragnheiði Elínu sem brenndu allar brýr að baki sér sjálfar, verst að Kúlulánadrottningin er komin í framboð annarsstaðar.

Hrossabrestur, 12.9.2016 kl. 17:58

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hrossabrestur, báðar þessar konur hafa lýst því yfir að þær séu hættar í stjórnmálum, eins og þú sagðir þá er "kúlulánadrottningin" róin á önnur mið og ég býst ekki við að hún komist á þing í næstu kosningum.  Í ljósi þessara upplýsinga get ég ekki gert mér í hugarlund hvað þú átt við með þessari athugasemd þinni, sem virðist vera algjörlega úr öllu samhengi......

Jóhann Elíasson, 12.9.2016 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband