HVERNIG ER HÆGT AÐ BIRTA KOSTNAÐ VEGNA KOSNINGA ÁÐUR EN KOSNINGABARÁTTAN ER BÚIN?

Ekki er ég að efast um að tölurnar um kostnað hingað til séu réttar, en er ekki frekar ólíklegt að það komi ekkert til með að bætast við.  En kannski Smári McCarty (stærðfræðingur?) hafi fundið einhverja leið til að reikna þetta út???  cool


mbl.is Kosningabarátta Pírata kostar 16,6 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kannski er bara búið að setja fast hámark á það sem má eyða úr kosningasjóðnum það sem eftir lifir vikunnar og þá er alveg hægt að gefa upp heildartöluna.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.10.2016 kl. 10:23

2 Smámynd: Ingi Þór Jónsson

búið að greiða fyrir þær auglísingar sem eftir eru framm að kosningum ?

búið að borga leigu af húsnæði sem notað er undir kosnigaskrifstofur?

Ingi Þór Jónsson, 25.10.2016 kl. 10:31

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svona "barbabrellur" ganga ekki upp, Guðmundur þú getur ekki annað en vitað það að það eiga eftir að koma kostnaðarliðir, sem ekki var gert ráð fyrir og heildartölu er EKKI hægt að gefa upp fyrirfram.  Að halda svoleiðis fram er ekkert annað en barnaskapur og ég veit að þú ert allt of vel gefinn til að taka þátt í svoleiðis vitleysu.

Jóhann Elíasson, 25.10.2016 kl. 10:41

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sé þessu öllu lokið geta menn þá verið alveg öruggir um að ekki "dúkki" upp einhver óvæntur kostnaður vegna kosningabaráttunnar?

Jóhann Elíasson, 25.10.2016 kl. 10:43

5 Smámynd: Ómar Gíslason

Þetta mál er leyst með einföldum hætti það er að birta upphæðina en síðan í raun er hún tvöfalt hærri í lokin en það yrði aldrei talað um það

Ómar Gíslason, 25.10.2016 kl. 11:09

6 identicon

Þeir sem vita allt og geta allt segja svona.

Hinir segjast stefna á, reikna með, hafa sett markmið eða eitthvað álíka orðfæri.

Síðasta málsgreinin í fréttinni er svo náttúrlega hreinn brandari.

ls (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 11:20

7 Smámynd: Jón Ragnarsson

Hvernig er hægt að birta kostnað við húsaleigu áður en mánuðurinn er liðinn?

Jón Ragnarsson, 25.10.2016 kl. 11:42

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Ragnarson,  er hægt að "gera verk upp" sem er ólokið?  Að bera saman húsaleigu, sem er væntanlega föst og óloknu verki, er svipað og að bera saman epli og vínber og gefur hugmyndafluginu eða gáfnafari hjá þér ekki háa einkunn.

Jóhann Elíasson, 25.10.2016 kl. 11:56

9 identicon

Ég hef tekiđ eftir ađ þú ert orđinn bæđi hvassari og neikvæđari því nær sem dregur ađ kosningum. Ég hlakka til ađ lesa rusliđ þitt eftir kosningar 😂

Óskar Steinn Gestsson (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 12:28

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er það NEIKVÆÐNI Óskar Steinn, að benda á óraunhæfa hluti?  Nei það er alveg pottþétt að það er ekki hægt að ljúga neinni vitleysu upp á vinstri menn.... laughing

Jóhann Elíasson, 25.10.2016 kl. 13:31

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Píratar eru ekki beint trúveðugir :)

Óðinn Þórisson, 25.10.2016 kl. 14:17

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óðinn, það er nú meira áhyggjuefni hversu margir "kokgleypa" vitleysuna, sem þeir senda frá sér!

Jóhann Elíasson, 25.10.2016 kl. 16:30

13 identicon

Er ekki mismunurinn bara greiddur frá Panama?  Það virðist í það minnsta ekki vefjast fyrir sumum að vera með reikninga þar og allir ánægðir. 

thin (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 16:38

14 identicon

Er ekki mismunurinn bara greiddur frá Panama?  Það virðist í það minnsta ekki vefjast fyrir sumum að vera með reikninga þar og allir ánægðir. 

thin (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 16:39

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

"thin", þetta er nú svolítið misheppnuð "kaldhæðni" hjá þér, en kannski finnst þér allt í lagi að "Vinstri Hjörðin" geri svona.

Jóhann Elíasson, 25.10.2016 kl. 16:52

16 Smámynd: Pétur Harðarson

ÞAÐ ER MAGNAÐ AÐ SJÁ HVERSU HEIMSKA MENN ERU TILBÚNIR AÐ GERA SIG TIL AÐ NÁ SLÖKUM SELBIT Á ANDSTÆÐINGINN ;)

Þetta kallast opið bókhald. Það er ekki skrítið að þið meðvirku íhaldsskarfar skiljið ekki svona lagað eftir áralanga þjónkun við spillingaröflin í landinu. Ef ykkur langar virkilega að skilja þetta þá skuluð reyna að lesa þetta yfir aftur (þið getið ýtt á '+' merkið ef ykkur finnst letrið of lítið) og hafa svo samband við skrifstofu Pírata til að fá frekar upplýsingar. Velkomnir í nútímann :D

Pétur Harðarson, 25.10.2016 kl. 19:12

17 Smámynd: Jóhann Elíasson

Pétur, ef það er eitthvað heimskulegt hér, þá er það þitt innlegg.  Þetta opna bókhald, sem þú talar um GETUR EKKI gilt fram í tímann þú getur ekki verið svo arfaruglaður að þú gerir þér ekki grein fyrir að þú gerir ekki upp ólokið verk.  Ef þú sérð það ekki er þér einfaldlega ekki viðbjargandi.  Þú veist bara greinilega ekki hvað opið bókhald er í það  minnsta verður þú að vita að OPIÐ bókhald er EKKERT frábrugðið öðru bókhaldi það á bara að vera opið öðrum.  Þessi athugasemd þín sannfærði mig endanlega um það hvers konar lýðskrum Píratar stunda...

Jóhann Elíasson, 25.10.2016 kl. 20:29

18 identicon

Vid fengum Gnarr-grínid yfir Reykjavík og thad mun taka morg ár ad rétta thá vitleysu af.

Nú fáum vid Pírata grínid, med ollum sínum sálfraediflaekjum og skrítnum

staerdfraedidaemum og thad mun thví midur ekki sjá fyrir endann á theyrri vitleysu.

Tek thad fram ad ég er ekki ad maela med odrum flokkum.

En thví midur hefur aldrei verid eins lélegt val ad kjósa

um eins og nú. Fae hroll thegar ég sé Katrínu-Svandísi-Steingrím

brosa med theesu falska brosi og fólk aetlar ad veita theim brautargengi.

Ekki er Bjarni vafningalausi/borgunamadur betri og hans fjoldskylda, eda

kúlulánadrottninginn sem setti á okkur helvítis RUV skattin.

Thad er af endalausu af ad taka.

Thetta er ein mesta samsuda af midjumodi sem ég hef séd.

Svo má ekki gleymast ad thad átti ekkert ad kjósa fyrr en í vor samkvaemt

stjórnarskrá, en látid var undan hávaerum minnihluta, sem einmitt vill

stunda minnihluta lýdraedi, sem felst í thví ad tefja oll mál

á thingi med málthófi og vitelysu.

Ég held ad thetta verdi thaer mestu lýd-skrum kosningar sem Íslendigar

koma til med ad sjá og ég vorkenni fólki ad thurfa ad taka thátt í thessu.

M.b.kv. 

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband