MÁTTU ÞAKKA FYRIR ÞESSI TVÖ STIG................

Tékkarnir voru bara slakir (hálfgerðir gúmíTékkar). Það sem hélt þeim á floti í þessum leik var ævitýralega góð markvarsla, sem gerði það að verkum  að þeir héngu inni í leiknum.  Á meðan glímdi Íslenska liðið við arfaslaka markvörslu, stundum velti maður fyrir sér hvað væri eiginlegi verið að púkka upp á Björgvin Pál?  Það er ekki hægt að segja, ef er farið yfir ferilinn hjá honum, að hann sé mjög glæsilegur.  Hann er "stemmingakall", sem hrekkur kannski í gang í 10 hverjum leik.  Hann hefur aldrei sýnt neinn stöðugleika.  Svo er áhyggjuefni hversu oft liðið er að fá á sig klaufalegar 2 mínútur og svo sjást varla lengur þessi skemmtilegu hraðaupphlaup, sem voru einkennismerki Íslenska liðsins hér áður fyrr.  En það er ansi margt sem Geir Sveinsson og Óskar Bjarni þurfa að laga ef liðið á að komast áfram...


mbl.is Íslenskur sigur í háspennuleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband