VONANDI AÐ SJÓMENN "FÁI" AÐ SEMJA UM KJÖR SÍN ÁN ÞESS AÐ STJÓRNVÖLD "SKERI" ÚTGERÐARMENN ÚR "SNÖRUNNI"

Frá einhverjum starfsstéttum væri heldur betur búið að heyrast, ef þær hefðu verið samningslausar síðan 2011.  Það er alveg með ólíkindum að heyra fréttaflutning af þessu fyrirhugaða verkfalli sjómanna.  Umfjöllun fréttamanna ber það með sér að þeir hafa ekki minnstu glóru um hvað þeir eru að tala.  Sem dæmi um þetta eru fréttir á stöð 2 í gærkvöldi en þar var sagt að helstu málin væru fiskverð og svo hvort sjómenn ættu að taka þátt í að greiða auðlindagjald og svo var nefnt í framhjáhlaupi að mönnunarmál þyrfti að ræðaAÐ MÖNNUNARMÁL ÞYRFTI AÐ RÆÐA að ýmissa mati er þarna um eitt stærsta málið að ræða.  Á þessum nýjustu og stærstu uppsjávarskipum er ÁTTA MANNA ÁHÖFN, þegar trollið er tekið þá fara ALLIR Á DEKK nema skipstjórinn og yfirvélstjórinn og meira að segja kokkurinn og svo standa menn alveg bísperrtir og segja að þetta ógni EKKERT ÖRYGGINU um borðFólk segir (LÍÚ klíkan) að auðvitað sé mönnun skipsins ákveðin í samráði við skipstjórann en málið er það að skipstjórinn verður bara að gera eins og útgerðin segir honum að öðrum kosti verður hann  að leita sér að annarri vinnu og það segir sig nokkuð sjálft að það er ekki auðvelt fyrir mann að fá vinnu sem hefur verið rekinn fyrir að óhlýðnast yfirboðurum sínum, í þessum geira er mikil samheldniHvað um ákvæði siglingalaga að það skuli ÁVALLT VERA TVEIR MENN Í BRÚ SKIPSINS?  Menn ganga ekki vaktir á þessum skipum, sem þýðir að þarna er bara staðið á meðan er verið á veiðum menn hvílast bara á landstími og útstími, sem sagt menn eru komnir aftur fyrir þann tíma sem VÖKULÖGIN voru sett, sem þóttu ein mesta framförin í kjarabaráttu sjómanna.  svo var samið um það árið 2004 að sjómenn greiddu hluta af launum sínum í "ENDURNÝJUN SKIPAFLOTANS" OG AÐ SJÁLFSÖGÐU ER ÞETTA ATRIÐI ENN INNI Í SAMNINGUM. Í olíukreppunni kom inn það ákvæði að olíukostnaður yrði dreginn frá ÁÐUR en skiptahlutur yrði reiknaður og það atriði er enn inni.  Nú er það krafa útgerðarinnar að eins verði farið með auðlindagjaldið.  Það hefur sýnt sig að ákvæði sem er einu sinni komið inn í samninga, verður þar að öllum líkindum áfram og sjómenn hafa verið "aumingjagóðir" í gegnum tíðina, nú ætla útgerðarmenn (sem flestir eiga ekki til hnífs og skeiðar og eru bara í útgerð af hugsjón og greiðasemi við lýðinn í landinu) og rétt litla fingur að útgerðarmönnum, til að létta undir með þeim, sjómenn eiga það á hættu að það verði ekki einungis rifin af þeim höndin heldur allur búkurinn.  KANNSKI VÆRI BARA BEST AÐ SJÓMENN YRÐU Á TÍMAKAUPI OG HÆTT YRÐI ÖLLUM HLUTASKIPTUM?


mbl.is Til lands annað kvöld semjist ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband