Föstudagsgrín

Frú Klara kirkjuorganisti var á áttræðisaldri og hafði aldrei verið við kynlíf kennd. Alltaf ógift og aldrei í sambúð. Hún var dáð vegna elskulegheita sinna og góðmennsku.  Presturinn kom eitt síðdegi að vori í heimsókn til hennar. Hún bauð  hann velkominn í "meyjarhofið" sitt og vísaði honum til sætis meðan hún tæki til með kaffinu. Þar sem hann sat varð honum litið á gamla pumpuorgelið. Ungi presturinn tók þá eftir fullu vatnsglasi sem stóð á orgelinu. Í vatninu flaut-af öllum hlutum!  SMOKKUR!! Hugsaðu þér sjokk prestsins og undrun! Gerðu þér í hugarlund forvitnina sem hjá honum vaknaði! "Klara gamla hefur áreiðanlega flippað yfir" hugsaði klerkurinn. Í því kom Klara úr eldhúsinu með kaffið og heimabakkelsið. Þau fóru að spjalla um daginn og veginn.  Presturinn reyndi að hafa hemil á forvitni sinni,en að lokum gat hann ekki setið á sér.Frú Klara, sagði hann gætirðu nokkuð sagt mér um þetta? (benti á glasið). Ó já, svaraði Klara gamla. Er þetta ekki dásamlegt? Ég var á gangi niðri í bæ síðastliðið haust, þegar ég fann lítinn pakka á götunni.Leiðbeiningarnar á pakkanum voru svohljóðandi: Settu þetta á "organ", haltu því blautu og þá mun lánið verða með Þér.  Og veistu hvað! Ég hef bara ekki orðið lasin í allan vetur!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Virkileg 100% verja!

Helga Kristjánsdóttir, 25.11.2016 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband