NEI LÆKKUNIN KOM EKKI Á ÓVART HELDUR HVERSU LÍTIL HÚN VAR

Enn einu sinni kemur á óvart hversu fastir Peningastefnunefndarmenn eru í þeim hagfræðikenningum, sem voru við líði þegar þeir útskrifuðust úr sínu námi fyrir 30 - 40 árum.  Það virðist vera að þetta fólk líti svo á að þá hafi það útskrifast endanlega og ekki sé nein ástæða til að fylgjast með hvort einhverjar framfarir eða breytingar hafi orðið innan fagsins í millitíðinni....


mbl.is Lækkun á ekki að koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Peningastefnunefnd er afskaplega treg til að lækka vexti. Vextir eru búnir að vera allt of háir allt of lengi og í stað þess að lækka þá almennilega er stigið eitt hænuskref og það á snigilshraða. Mér sýnist að lækka mætti stýrivexti enn um 1,5 prósentustig í hið minnsta, kannski ekki allt í einu en í stærri skrefum en nú var gertkl.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.12.2016 kl. 13:31

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið Tómas.  Já þetta er alveg furðulegt hvernig þessi peningastefnunefnd vinnur.  Stýrivextirnir hafa verið stjarnfræðilega háir núna í mörg misseri.  Erlendir fjárfestar er uað gera sig klára til að koma með MIKIÐ fjármagn hingað eftir losun haftanna og hluti er náttúrulega að koma hingað með peninga vegna þess að vextir eru háir eru menn kannski búnir að gleyma afleiðingum þessa síðast þegar svona ástand skapaðist?  Lífeyrissjóðirnir nota ekki heimildir til að fara með fjármagn erlendis, því þeir fá "betri" ávöxtun hérna heima og svona mætti lengi telja.  Svo með því að lækka stýrivexti hressilega myndi það hægja verulega á styrkingu krónunnar og svo framvegis.

Jóhann Elíasson, 14.12.2016 kl. 13:49

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vissuð þið að stýrivextir eru ekki lengur vextir sem bankar þurfa að greiða seðlabankanum, heldur var skilgreiningunni breytt í hitteðfyrra þannig að núna eru þetta vextir sem seðlabankinn greiðir bönkum?

Nei líklega vissuð þið það ekki, því sú grundvallarbreyting var aldrei tilkynnt sérstaklega.

Það er grundvallarmunur á því að annars vegar greiða vexti og hins vegar að þéna vexti.

Svo má spyrja sig hvort eðlilegt sé að bönkum séu greiddir vextir með almannafé, og fyrir hvað eiginlega?

Guðmundur Ásgeirsson, 14.12.2016 kl. 13:51

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Guðmundur, við Jóhann gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þegar bankar taka lán hjá Seðlabankanum þurfa þeir að greiða SÍ vexti og sama á sér stað þegar bankar leggja fé inn í Seðlabankann greiðir SÍ þeim vexti. Hvort heldur SÍ er að greiða bönkum vexti eða að innheimta vexti af bönkunum þá eru vextir samt sem áður allt of háir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.12.2016 kl. 15:07

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tómas. Ég efast ekki um að þið gerið ykkur grein fyrir því að vextir eru reiknaðir bæði á innlán og útlán. Það sem ég átti við er sú staðreynd að skilgreiningunni á því hvað hugtakið "stýrivextir" þýðir var breytt árið 2014 úr útlánsvöxtum í innlánsvexti seðlabankans. Á þessu tvennu er grundvallarmunur, en breytingin virðist hafa verið gerð í kyrrþey.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.12.2016 kl. 15:17

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Veistu hver tilgangur þessara breytinga var Guðmundur? Öll lög og allar reglur sem settar eru í kyrrþey hef ég á tilfinningunni að séu ekki af hinu góða.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.12.2016 kl. 15:56

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Már lagði til óbreytta vexti á síðasta fundi.

Ég legg til að hann verði látinn taka pokann sinn.

Jón Valur Jensson, 14.12.2016 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband