"RUSLAHAUGARALLIÐ" MIKILVÆGA HJÁ HAFRÓ AÐ HEFJAST....

Skrýtið að það skuli ekki fylgja þessari frétt náin útskýring á hvað felst í þessu "togararalli" hjá HAFRÓ.  Hér kemur sú útskýring sem vantar í fréttina:

Togað er á fyrirfram ákveðnum stöðum í landhelginni á nákvæmlega sama tíma, á hverju ári, nákvæmlega jafn lengi, með nákvæmlega eins veiðarfærum. Á þeim aldarfjórðungi, sem þetta hefur verið í gangi hafa orðið MJÖG MIKLAR breytingar og þróanir í gerð veiðarfæra, ekki er í þessum “RANNSÓKNUM” tekið NOKKUÐ tillit til þess og meira að segja er orðið svo að til þess að geta endurnýjað þessi veiðarfæri og það sem með á að nota verða HAFRÓ menn að fara í hinar og þessar geymslur fyrir AFLÓGA og ÚRELT dót í þeirri von að fá varahluti til þess að geta haldið þessum “VÍSINDALEGU RANNSÓKNUM” sínum áfram á upphaflegum forsendum. Miklar breytingar hafa orðið á hitastigi sjávar á þessum tíma, hitastig sjávar hefur hækkað, hér við land veiðast nú fiskitegundir sem eingöngu var hægt að lesa um áður og hefðbundnar tegundir við landið hafa FÆRT sig til t.d þegar ég var til sjós fyrir rúmum 20 árum fékkst ekki karfi norðar en í sunnanverðum Víkurál en nú fæst karfinn mikið norðar og alveg fyrir norðan Halamið og svona er um fleiri tegundir. Svo er annað sem EKKI virðist vera tekið tillit til en það er að fiskurinn er með SPORÐ og notar hann óspart, þannig að fiskur sem var á rannsóknarsvæði 146 kl 14.07 1987 er þar ekki aftur á nákvæmlega sama tíma að ári og alls ekki 2007 eða 2009. Það er ekki að sjá að tekið sé tillit til hafstrauma, sjávarfalla, tunglstöðu, átu í hafinu það er eins og menn haldi að hafið sé EITT STÓRT FISKABÚR sem sé algjörlega ÓHÁÐ ytri skilyrðum. Svo eru menn HISSA á því að fiskistofnarnir við landið fari alltaf minnkandi. Aðeins einn fiskifræðingur, hefur haldið uppi einhverri vitrænni gagnrýni á aðferðir HAFRÓ, en það er Jón Kristjánsson og hver hafa viðbrögðin verið? Jú, í stað þess að taka gagnrýninni og fara yfir rökin og staðreyndirnar, hafa yfirmenn HAFRÓ rægt hann og reynt að gera störf hans og rannsóknir ótrúverðug.

Svona fara stofnstærðarrannsóknir HAFRÓ fram og nú er auglýst eftir því hvar "vísindalegar aðferðir" eru í þessu dæmi þeirra því en það er dapurlegt að sú stofnun skuli kenna rannsóknaraðferðir sínar við vísindi og það er kannski enn dapurlegra að hugsa til þess að Íslensk stjórnvöld skuli “kyngja þessari ráðgjöf” án nokkurrar sjáanlegrar gagnrýni. Eins og segir hefur þessi "vísindalega rannsókn" verið í gangi síðan 1985.


mbl.is Barði í togararallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband