ÞETTA ÆTTI EKKI AÐ KOMA NEINUM Á ÓVART SEM ÞEKKIR AÐEINS TIL.....

Bókaútgefendur börmuðu sér og grenjuðu mikið, þegar virðisaukaskattur á bækur var hækkaður úr 7% í 11% og héldu því fram að bókin myndi "deyja".  En varð þessi hækkun virðisaukaskattsins til þess að "stúta" bókinni?  Ekki er ég alveg sannfærður um það.  Mér finnst persónulega of mikið að greiða 4.600 krónur fyrir kilju en það er með 11% VSK afreikningsprósentan verður 9,91% og er VSK af því 456 krónur (útkoman er 455.855 vegna þess að fyrsti aukastafur er hærri en 5 hækkar VSK upp í 456).  Þá er verðið á kiljunni orðið 4.144 fyrir VSK, sem þýðir að með 7% VSK hefði verðið verið 4.434 krónur, munurinn er 166 krónur.  En þessi virðisaukaskattshækkun er að fara svo illa með bókútgefendur að þeir færa prentunina á bókunum úr landi (reyndar hefur þetta oft verið leikið áður).  Þetta er ekkert nýtt en hagurinn af því er nokkuð mikill og erhægt að kenna virðisaukaskattkerfinu svo til alfarið um þetta.  Málið er nefnilega það að á prentun er 24% VSK en eins og allir vita þá er 11% VSK á bókum.  Bókaútgefendur láta prenta bókina erlendis og um leið láta þeir binda hana inn, þegar bókin kemur til landsins ber hún 11% VSK þarna hafa bókaútgefendur "sparað" sér umtalsverðar fjárhæðir OG GETUR EKKI ANNAÐ VERIÐ EN AÐ BÓKAVERÐ LÆKKI UMTALSVERT FYRIR NÆSTU JÓL.  En ætli stjórnvöld að "vernda" prentiðnaðinn á Íslandi (sem ekki veitir af) ÆTTI AÐ SKELLA 24% VSK Á ALLAR INNFLUTTAR BÆKUR.


mbl.is Finnar prenta jólabækur Forlagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband