ÞETTA SEGIR OKKUR AÐ "ÚRTAKIÐ" ÞARFNAST ENDURSKOÐUNAR

Niðurstaða skoðanakannana verður ALLTAF litað af úrtakinu.  Því er varhugavert að taka skoðanakannanir OF HÁTÍÐLEGA. Skoðanakannanir geta aldrei orðið annað en fremur lélegur vegvísir.  Ef ekki er farið varlega í skoðanakannanir geta þær orðið SKOÐANAMYNDANDI og eru þá orðnar hættulegar lýðræðinu.......


mbl.is Kannanir misstu af Flokki fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið rétt Jóhann. Ætti skoðanakannanir að vera nákvæmar þarf að ná til allra 100%, en jafnvel þá geta menn skipt um skoðun og það jafnvel inni í kjörklefanum sjálfum.

Ég ímynda mér að skoðanakannanir fyrir þessar kosningar hafi opnað augu fólks fyrir þeim hryllingi að von væri á vinstri stjórn og það hafi haft áhrif á val margra. Enginn vill sjá VG með 30% yfirburðar fylgi. Bæði VG og SF komu mun verr út en skoðanakannanir voru búnar að gefa tilefni til.

Tómas Ibsen Halldórsson, 31.10.2017 kl. 09:56

2 identicon

Að kjósendur í þúsundaatali hafi ákveðið daginn fyrir kosningar að kjósa Flokk fólksins, sem áður höfðu ætlað að kjósa eitthvað annað er ekkert annað en aumingjalegur fyrirsláttur hjá Félags"vísinda"stofnun, sem gerði þau vítaverðu mistök að nenna ekki að spyrja kjósendur Flokks fólksins um álit síðustu vikurnar fyrir kosningar. Ég held að skýringin sé sú að kannanirnar hafi verið gerðar mestmegnis innanhúss í háskólanum til að spara tíma.

Pétur D. (IP-tala skráð) 31.10.2017 kl. 10:46

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega sammála ykkur báðum.  Þetta gerir ekkert annað en að sýna "veikleika" skoðanakannana og fólk er farið að taka þær allt of hátíðlega - Þær eru síður en svo einhver "heilagur sannleikur".......

Jóhann Elíasson, 31.10.2017 kl. 11:42

4 Smámynd: Hrossabrestur

þó að ég sé svons frekar á móti boðum og bönnum þá finnst mér það spursmál hvort skoðanakannanir séu æskilegar stutt fyrir kosningar?

Hrossabrestur, 31.10.2017 kl. 13:58

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er þér sammála "Hrossabrestur".  Væri nokkuð svo galið að fara sömu leið og mörg lönd hafa gert að banna skoðanakannanir síðasta dag fyrir kosningar??????

Jóhann Elíasson, 31.10.2017 kl. 15:20

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sumstaðar, ef ég man rétt, eru skoðanakannanir bannaðar vikur fyrir kosningar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 31.10.2017 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband