Er þetta ekki "týpískt" fyrir "frændur" okkar Norðmenn??

Að kenna Íslendingum um allt sem aflaga fer hjá þeim sjálfum.  Nú eru þeir komnir með einhvern "drullusýkil" í neysluvatnið hjá sér og vilja meina að Íslendingar hafi staðið í veginum fyrir því að reglur ESB yrðu teknar upp af EFTA ríkjunum, í sambandi við gæði neysluvatns.  Þarna eru þeir að segja það að þeir ætluðu sér ekki að gera endurbætur á vatninu hjá sér nema þeir neyddust til þess vegna utanaðkomandi þrýstings.  Þegar ég var í Noregi, fyrir átján árum,  gortuðu Norðmenn mikið af því að í Noregi væri fegursta og hreinasta náttúra í heimi þar átti líka að vera hreinasta og besta vatn í heimi og fleira var þarna sem átti að vera það besta í heimi.  En þá kom sjokkið, það var gerð könnun og niðurstaða þessarar könnunar rataði í blöðin: Vatnsbólin voru könnuð og niðurstaðan var sú AÐ EINUNGIS SEX AF ÖLLUM VATNSBÓLUM Í NOREGI STÓÐUST KRÖFUR ESB, UM ÖRYGGI OG GÆÐI.  Ekki veit ég hvað var aðhafst í kjölfar þessarar könnunar, þarna fyrir 18 árum, en miðað við fréttir þaðan í dag virðist ekki hafa verið mikið gert.  Þeir kenna bara Íslendingum um vandann.  Er þá ekki velgengni Norska kvennalandsliðsins í fótbolta Íslendingum að þakka?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er verst að þeir eru svo blankir að þeir eiga ekki fyrir Vatnshreinsun!!!!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.10.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Já Jóhann nú erum við loks sammála bloggvinur minn, ekki það að mér sé neitt illa við hin almenna borgara í Noregi heldur eru það stjórnvöld og jú stundum skipstjórarnir á nótaskipum sem sýndu hroka og frekju. Heldur þú að það verði ekki gaman í Bakkafjöru á veturna Jóhann?

Helgi Þór Gunnarsson, 24.10.2007 kl. 00:25

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guð minn góður, ekki nefna Bakkafjörudæmið ógrátandi, ég held að þarna sé um að ræða "klúður" aldarinnar og því miður kemur þetta verst niður á ykkur Eyjamönnum, sem eruð eiginlega alveg saklaus í þessu máli (bara einhverjir sem eru fylgjandi þessari þvælu).  Ég var að enda við að blogga um þetta, er ekki alveg búinn að átta mig á "vitleysunni" sem sett er fram í skýrslu starfshóps um höfn í Bakkafjöru.

Jóhann Elíasson, 24.10.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband