Verður ferjuhöfn í Bakkafjöru næsta “Grímseyjarferjuklúður”?

 Nokkuð hefur verið skrifað um ferjuhöfn í Bakkafjöru og eru skoðanir um hana afskaplega skiptar, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið.  Margir hafa bent á að rannsóknir á Bakkafjöru séu alls ófullnægjandi og margir þættir alls ekki teknir inn í dæmið og þar með séu þær niðurstöður sem lagðar eru til grundvallar framkvæmdinni allsendis ófullnægjandi.Hver er svo ábyrgur ef allt fer á versta veg?  Verður ábyrgðinni skellt á einhvern “sérfræðing” hjá Siglingastofnun eða stýrihópinn um hafnargerð í Bakkafjöru nú og svo verður hægt að skella ábyrgðinni á bæjarstjórn Vestmannaeyja og bæjarstjórann, það eru nokkrir möguleikar í stöðunni, en eitt er alveg víst, að Samgönguráðherra ber ekki neina ábyrgð. Nú ætla ég að fara yfir nokkur atriði í þessari skýrslu, sem stýrihópur um höfn í Bakkafjöru, sendi frá sér og er byggð á “fjölmörgum” rannsóknum margra virtra fyrirtækja og stofnana.  En ég fæ nú ekki betur séð en að niðurstöðum sé “hagrætt” þannig að útkoman verði verkefninu “hagstæð”.   
  • Á blaðsíðu 5 í umræddri skýrslu, er talað um það að aldan fyrir suðurlandi sé sú hæsta sem um getur, en sé lægst við Bakkafjöru vegna þess að Bakkafjara sé í “skjóli” af Vestmannaeyjum.  Þvílíkt bull, á milli Bakkafjöru og Eyja eru rúmlega 5 kílómetrar.  Þegar ég var stýrimaður og var farið í “var” t.d undir Grænuhlíð, fyrir vestan, rekur mig aldrei minni til þess að við fengjum “skjól” af því að vera 5 kílómetra undan Hlíðinni.  Það er hægt að vera í skjóli 100-200 metra frá (fer eftir landslagi) en  rúma 5 kílómetra, það er náttúrulega algjört kjaftæði og að byrja á því að  bera svona bull fram í byrjun skýrslunnar vekur upp  spurningar um hversu mikið sé að marka restina af henni?
  • Á blaðsíðum 5 og 6, í skýrslunni, er talað um sandrifið utan við fyrirhugað hafnarstæði í Bakkafjöru.  Þar segir meðal annars “Þegar aldan er nægjanlega há á leið sinni yfir sandrifið, fer hún að hryggjast og getur því brotnað á sandrifinu. Öldurnar brotna á um 300 m kafla frá 10 m jafndýpislínunni og inn fyrir hrygginn á sandrifinu. Við það, að aldan brotnar á sandrifinu, lækkar hæð öldunnar verulega, og heldur brotna aldan áfram að berast yfir um 400 m breiðan og 10 -12 m djúpan ál, sem liggur innan við sandrifið. Fjarlægðin frá hrygg sandrifsins að fyrirhuguðu hafnarmynni er um 500 metrar”.   Oft hef ég farið þarna um í misjöfnum veðrum og hef ég aldrei séð annað en að það brjóti á þessu rifi.      
    • Á blaðsíðum 5 og 6, í skýrslunni, er talað um sandrifið utan við fyrirhugað hafnarstæði í Bakkafjöru.  Þar segir meðal annars “Þegar aldan er nægjanlega há á leið sinni yfir sandrifið, fer hún að hryggjast og getur því brotnað á sandrifinu. Öldurnar brotna á um 300 m kafla frá 10 m jafndýpislínunni og inn fyrir hrygginn á sandrifinu. Við það, að aldan brotnar á sandrifinu, lækkar hæð öldunnar verulega, og heldur brotna aldan áfram að berast yfir um 400 m breiðan og 10 -12 m djúpan ál, sem liggur innan við sandrifið. Fjarlægðin frá hrygg sandrifsins að fyrirhuguðu hafnarmynni er um 500 metrar”.   Oft hef ég farið þarna um í misjöfnum veðrum og hef ég aldrei séð annað en að það brjóti á þessu rifi.  Svo stendur til að bjóða fólki upp á það að siglt verði yfir þetta rif á skipi sem verður u.þb 15 metrum styttra en núverandi Herjólfur er og aðeins með 3,2 metra djúpristu, ekki vildi ég reyna að stjórna skipi við svona aðstæður.  Annars hef ég verið að fylgjast með veðurdufli við Bakkafjöru (ásamt fleirum) og samkvæmt upplýsingum frá þessu veðurdufli er ansi oft ófært í Bakkafjöru.
    • Þá kemur að sandburði í og við Bakkafjöruhöfn en á blaðsíðu 8 fær þetta atriði, sem ég vil meina að sé höfuðatriði fyrir þessa væntanlegu framkvæmd.  Þessi umfjöllun, sem að mínu mati og þeirra sem þekkja svæðið mjög vel er svo yfirborðskennd að ekki verður hægt að verja hana með nokkru móti: “Kannað var, hvaða áhrif breytingar á botninum á rifinu hefðu til lengri tíma. Þegar dýpið er minnkað um 2 m á 300 m kafla eftir hryggnum og febrúarveðrið er keyrt í
             tölvulíkaninu, þá leitast aldan við að bera efnið inn fyrir rifið og koma dýpinu á   hryggnumí fyrra horf. Þegar dýpkað er um 2 metra með 70 metra breiðri rennu í gegnum sandrifið og febrúarveðrið er keyrt, þá færist rennan til austurs og það grynnkar á móts við höfnina Dýptarmælingar á nokkurra ára tímabili sýna verulegar breytingar á rifinu austan ferjuhafnarinnar. Færsla mestu breytinga á dýpi á hryggnum er talin vera vegna breytilegra ölduátta í miklum brimum. Þegar skoðuð eru 20 mestu veðrin, sem ollu mestu brimi og eins 20 mestu veðrin, sem ollu mestum efnisburði, koma í ljós svipuð skilyrði á  komi á 8-10 ára fresti. Könnun á árlegri meðalölduorku úr suðlægum áttum áranna 1958 –2006 sýnir, að ölduorkan sveiflast þrefalt milli ára með sveiflutíma um 8 ár að jafnaði. Þannig má gera ráð fyrir rofi í sandrifið á um 8 -10 ára fresti. Dýpið á hverjum tíma á sandrifinu undan Bakkafjöru er samspil stöðugrar baráttu milli þess efnis, sem berst eftir sandrifinu, og botnstraumsins þvert á sandrifið, sem ber efni út á dýpi. Reikna má með um 6 m dýpi á sandrifinu að jafnaði, nema þegar veðurfar er óvanalega aðgerðarlítið við suðurströndina yfir lengri tíma. Þá má reikna með, að dýpið geti farið niður í allt að 5,5 –5 m uns brimið eykur dýpið á ný. Eins má reikna með, að rof komi í sandrifið niður á allt að 7-8 m dýpi á 8 til 10 ára fresti. Niðurstaðan er því þessi: 􀂃 Brim úr suðaustan ölduáttum eykur dýpið á sandrifinu undan Bakkafjöru. 􀂃 Brim úr suðsuðvestri eykur dýpið á sandrifinu undan Bakkafjöru. 􀂃 Brim úr suðvestri leitast við að færa lægðina í sandrifið undan Bakkafjöru tilausturs. Mikið brim úr suðvestri eykur dýpið en lítið brim minnkar dýpið  Efnisburður utan á hafnargarða Nettó efnisburður reynist vera um 320.000 m3 á ári vestan Bakkafjöru og 440.000 m3 á ári austan við Bakkafjöru, en aðeins um 120.000 m3 á ári við ferjuhöfnina við Bakkafjöru. Eins og áður er getið, ná hafnargarðarnir um 600 m frá ströndinni. Suðvestan- og suðaustan ölduáttir bera efni að görðunum. Samkvæmt þessum reikningum tekur þaðefnisburðinn um 10 ár að fylla að hafnargörðunum í meðalárferði.”

    (ath að leturbreytingar eru alfarið mínar og er efni tekið úr umræddri skýrslu).  Ég hef nú ekki sjálfur verið mikið að stunda veiðar á þessu svæði en það hafa aðrir gert og halda því fram að botninn á þessu svæði sé svo síbreytilegur, vegna sandburðar, að sé verið á vissri togslóð sé ekki hægt að “treysta” á það að botninn sé óbreyttur þegar togað er til baka.  Þá er því einnig haldið fram, í skýrslunni, að “lega” tilvonandi sjóvarnargarða komi í veg fyrir það að sandur berist í tilvonandi höfn,   Þar er vísað til rannsókna, sem Siglingastofnun gerði og eiga þær rannsóknir að vera fullkomlega “öruggar”.  Rannsóknir, sem voru gerðar varðandi sjóvarnargarð í Grímsey, sem “hvarf” í óveðri, fyrir nokkrum árum, áttu líka að vera alveg “öruggar”.  Þá vildu “sérfræðingarnir” hjá Siglingastofnun ekki hlusta á staðkunnuga menn og það gera þeir ekki heldur núna.  Skyldi vera eitthvað samhengi þarna á milli?  Það sem mér þykir fyrst og fremst vafasamt við gerð fyrirhugaðra sjóvarnargarða, er að þá á að reisa þá beint ofan á sandinn (ekki er almennilega vitað hve djúpt er niður á fast þarna).  Vitað er að sandurinn er á “fleygiferð” og ekki þarf mikið ímyndunarafl til þess að gera sér í hugarlund að nokkrar “steinvölur” verði nú ekki mikil fyrirstaða, ef og þegar brimið við suðurströndina nær sér á  strik.  Einhvern veginn sé ég það ekki fyrir mér að stjórnvöld hér á landi séu tilbúin til þess að setja stórar fjárhæðir í samgöngur milli Lands og Eyja, ef þessi rándýri “tölvuleikur” gengur ekki upp í raunveruleikanum.  Tapið verður fyrst og fremst Vestmannaeyinga, því miður og eins og ég sagði í upphafi þessarar greinar, þá er engan vegin vitað hver verður ábyrgur fari allt á versta veg.

     

    Ekki væri mikið mál að fara svona yfir fleiri liði þessarar skýrslu, svo mikið er af staðreyndavillum í henni og þegar einum lið er hrundið, þá bregðast forsendur sem eru fyrir öðrum og svo koll af kolli.  En ef ég gerði þetta yrði þessi grein svo löng að það myndi enginn nenna að lesa hana, nú þegar hef ég áhyggjur af því að hún sé orðin of löng.

    Fyrir það fyrsta þá er “náttúruöflunum” sýnd alveg dæmalaus óvirðing með þessum áætluðu framkvæmdum, því mér er ekki kunnugt um það að mannfólkinu hafi tekist að beisla náttúruöflin.  Menn hafa staðið öldum saman í Bakkafjöru og horft til Vestmannaeyja.  Ef menn hefðu séð þess nokkurn kost, væri löngu búið að byggja þarna almennilega ferjuhöfn.  Förum varlega! 
 Heimildir: Skýrsla starfshóps um höfn í Bakkafjöru, viðtöl við fyrrverandi og núverandi sjómenn, ýmis viðtöl við menn, sem hafa tjáð um málið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt og þökk, þetta setur mann svolitið inn i þetta mal sem er mikið umdeilt/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.10.2007 kl. 10:43

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir þetta kv.

Georg Eiður Arnarson, 24.10.2007 kl. 11:24

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll, óli er á spítalanum en er allur að braggast, hann er með gsm hjá sér, 8674756. kv.

Georg Eiður Arnarson, 24.10.2007 kl. 22:39

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér kærlega fyrir skjót viðbrögð.  Hvað var að hrjá hann?

Jóhann Elíasson, 24.10.2007 kl. 22:58

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Verður ekki hægt að hengja skömmina af þessu rugli þarna í fjörunni á Sturlu, eins og fleira? Var hann ekki búinn að ryðjast með frumvarp um bullið í gegnum þingið í vor? Þar með verður engan að hengja því hann verður löngu af stallinum þegar menn fá þetta í fangið.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.10.2007 kl. 18:31

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sæll Jóhann mig langar aðeins að gera nokkrar athugasemdir við þessa samantekt þina, ekki það að ég sé á móti þínum skoðunum hvað varðar Bakkafjöru heldur finnst mér margt ekki vel ígrundað sem þú segir.
1.        Hver ber ábyrgð á ef þetta fer allt á versta veg? Það má segja að auðvitað bera þeir menn sem hanna og teikna Bakkafjöruhöfn ábyrgð á sinni vinnu, og fengju líklega mestan skellin. En það eru margir sem koma að ákvarðanatöku um að byggja höfnina og þeir taka þá ákvörðun eftir bestu getu og eftir öllum þeim gögnum sem til eru, þar er ráðherra fremstur í flokki. þér er tíðrætt um ábyrgð Bæjarstjórans, en hann framkvæmir bara það sem bæjarstjórn ákveður, síðan hefur hann sínar skoðanir á málinu eins og þið.

 2.     Þú talar um að það sé bull og vitleysa að það sé skjól af Eyjum. Það er  auðvitað skjól af Eyjum í vissum áttum þ.e.a.s  það eru lægri öldur það sýna mælingar og eins og þú veist örugglega þá eru öldustærð háð dýpi. Þetta þarf ekki að ræða, hitt ættir þú að vita að skjól af landi getur náð lengra en 5 km frá strönd, við höfum báðir siglt með suðurströndinni í noranáttum, þá nær sjórinn sér ekki upp þó þú siglir 5 km frá landi og vindur sé mikill. Í hreinum  austan áttum þótt stormur sé  siglir Herjólfur 2 til 3 mílur frá landi í nokkuð sléttum sjó langleiðina til Eyja eða þar til siglt er yfir sundið. 3. Sjóvarnargarðurinn í Grímsey. Þú ásamt mörgum öðrum nefnir Sjóvarnargarðurinn í Grímsey sem fór fyrir nokkrum árum segir þú. Sá sjóvarnargarður var byggður 1966 eða um það bil, það var að mér er sagt hálfnað að byggja hann þegar hann Hvarf. 1990 var byggður nýr garður sem hannaður var eftir rannsóknir og athuganir á aðstæðum, sá garður stendur en og eru Grímseyingar ánægðir með hann að mér skilst. Engin nefnir nú þennan Sjóvarnargarð sem staðið hefur í 17 ár án þess að haggast. Til gamans má geta þess að sá sem hannaði þennan nýja garð í Grímsey var 11 ára þegar gamli garðurinn hvarf 1966. 4. Náttúruöflin. þú endar á þessum orðum:Fyrir það fyrsta þá er “náttúruöflunum” sýnd alveg dæmalaus óvirðing með þessum áætluðu framkvæmdum, því mér er ekki kunnugt um það að mannfólkinu hafi tekist að beisla náttúruöflin. Menn hafa staðið öldum saman í Bakkafjöru og horft til Vestmannaeyja. Ef menn hefðu séð þess nokkurn kost, væri löngu búið að byggja þarna almennilega ferjuhöfn.  Förum varlega! Jóhann við erum alstaðar að beisla náttúruöflin, má þar nefna virkjanir sem eru allat að verða stærri og stærri, við erum að byggja hafnir víðsvegar um landið sem einnig eru stærri og dýpri, allt þetta gerum við af því að við höfum stærri og öflugri tæki til að vinna þessi verk. Ég er ekki í vafa um að hægt er að byggja höfn í Bakkafjöru, spurningin er bara hvort það er hagstæðara en að byggja nýtt stærra skip þetta eiga Eyjamenn að taka ákvörðun um. Ef höfnin verður byggð, verður að byggja gott öflugt skip sem siglir þar á milli, skip sem er vel búið fyrir farþega með klefa og góða þjónustu, og auðvitað þurfa Eyjamenn sjálfir að reka það, annars er ég hræddur um að þetta geti verið afturför. Eitt langar mig að benda þér á Jóhann, það þarf mikið hugrekki til að taka svona ákvörðun sem er mjög umdeild, Eyjamenn hafa allaf átt menn sem þora að berjast fyrir bættum samgöngum, má þar nefna Flugvellina á Bakka og í Eyjum  þar held ég að vinur minn Árni Johnsen eigi stæðsta þátt.  Ég er sammála þér um það að við skulum fara varlega.Kveðja frá bloggvini

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.10.2007 kl. 23:37

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigmar, það verður aðfara rétt með. Ég nefni bæjarstjóra einu sinni, varðandi ábyrgð það er ekki að vera tíðrætt um hann.  Svo varðandi ábyrgð þá finnst mér loða nokkuð við að þeir sem ákveða hlutina beri ekki ábyrgð, heldur menn sem eru lægra settir.  Ég stend við það að ekki sé skjól af Eyjum í Bakkafjöru, þó svo að "öldulengdin" þarna sé ekki alveg eins mikil og sunnan við Eyjar, þá brýtur alveg jafn mikið á rifinu eins og Eyjarnar væru ekki til staðar , þú hefur starfað sem stýrimaður og ættir þar af leiðandi að gera þér vel í hugarlund hverskonar aðstæður skapast þarna og víðar.  Ekki trúi ég að það sé áætlað að sigla í Bakkafjöru eingöngu þegar sjór er alveg sléttur. Varðandi náttúruöflin, þá virðist það bara vera þannig að við höfum ekki svar við kröftum náttúrunnar nema upp að vissu marki og við erum alltaf að reyna að fara yfir þessi mörk og oftar en ekki  hefur það endað með  ósköpum.  Ég vona bar að Eyjamenn fái sem bestar samgöngur milli Lands og Eyja, verði farið út í Bakkafjöruævintýrið vona ég bara að allt fari vel og ekkert verði af þessu sem ég er hræddur við.  Auðvitað þarf hugrekki til að taka svona ákvarðanir, en menn verða þá líka að standa og falla með þeim ákvörðunum sem þeir taka.  Kveðja frá bloggvini

Jóhann Elíasson, 27.10.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband