Mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á fiskveiðiheimildum aldrei annað en ljótur blekkingaleikur.

Alveg var það sorglegt að sjá hvað Sjávarútvegsráðherra gat lagst lágt við að verja kvótakerfið og blekkinguna sem þessar "mótvægisaðgerðir" eru, í Kastljósinu í gærkvöldi.  Það kom margsinnis fram í þættinum í gærkvöldi að þessar svokölluðu "mótvægisaðgerðir" gögnuðust EKKI þeim sem væru að missa vinnuna í dag og næstu vikur en samt sat hann fastur á því að þessar aðgerðir væru góðar.  Honum var bent á að í sumar af þessum aðgerðum hefði verið farið í að framkvæma þótt ekki hefði komið til þessa niðurskurðar, það samþykkti hann með semingi þó.

Við skulum svona fara yfir helstu "mótvægisaðgerðirnar" og hvernig þær gagnast:

  • Efla hafrannsóknir.  - Eiga hafrannsóknir að halda áfram á sömu braut og þær hafa verið?   - Á kannski að koma upp veiðarfæralager fyrir HAFRÓ, svo ekki þurfi að fara á “ruslahaugana” til þess að fá veiðarfærin í hið svokallaða “togararall”, sem farið er í á hverju ári og HAFRÓ byggir niðurstöður sínar á?  - Er allt í einu til fjármagn til að sóa í “gæluverkefni”, sem bitur reynsla er fyrir að skili engu?  HAFRÓ hefur stundað hið svokallaða “togararall” í rúm tuttugu ár alltaf hefur verið veitt á sömu “slóðum”, með samskonar veiðarfærum (til þess að endurnýja þessi veiðarfæri þarf að fara á ruslahaugana).  Á þeim bæ er ekki verið að taka tillit til breytinga á hitastigi í hafinu og breyttum straumum.  Það er ekki að furða að HAFRÓ “týni” heilu árgöngunum af fiski og fisum í hafinu fækki að þeirra mati.
  • Samgöngubætur og háhraðatengingar.  – Samgöngubætur eru ekki hristar fram úr erminni og gagnast mjög svo takmarkað.  – En mér finnst einhvern veginn að ég hafi heyrt þetta  áður í öðru samhengi.  – Hvers vegna ættu menn að halda að meira verði um efndir núna?  - Nýjasta dæmið um samgöngubætur eru nýlegar tilraunir til samninga um aukaferðir Herjólfs til Vestmannaeyja.  – Eða eru samgöngubæturnar hugsaðar til að auðvelda fólki að flytja úr sjávarplássunum  Þegar eignir þess eru orðnar verðlausar?  Ef íbúum sjávarplássanna verða tryggðar háhraðatengingar mjög fljótlega, geta þeir fylgst með fiskverðunum á “mörkuðunum” og lesið Moggann á “netinu” áður en þeir verða að flytja í burtu á nýju vegunum.
  • Auka menntun.  Það verður náttúrulega að kenna þessu fólki,sem missir lífsviðurværi sitt og eignir, eitthvað annað en að vinna fisk, þetta fólk getur auðvitað farið að selja verðbréf.  Það er fjármálageirinn sem býr til tekjur þjóðarinnar í dag.
  • Fella niður veiðileyfagjald.  Þetta var eina tillagan sem var fullmótuð og kemur strax til framkvæmda.  –Er það vegna þess að LÍÚ hefur lengi verið á móti þessu gjaldi og er bara verið að koma til móts við kröfur þeirra?  - Hvað verður næst?
  • Bæta sveitarfélögum, sem verða illa úti, skerðinguna.  – Hvað er illa?  Ég hef ekki heyrt neina skilgreiningu á þessu enda sagði fjármálaráðherra að enginn “verðmiði” væri kominn á þessar mótvægisaðgerðir.

    Svo hélt ríkisstjórnin því fram að þegar var ákveðið að lækka skuldir Byggðastofnunar um 1.200 milljónir, væri um að ræða “mótvægisaðgerð” en sannleikurinn er sá að Byggðastofnun var orðið ókleyft að sinna lögboðnu hlutverki sínu, vegna þess að eiginfjárstaða stofnunarinnar var orðið lægra en lög kveða á um og því var nauðsynlegt að gera þessar ráðstafanir til þess að Byggðastofnun gæti sinn hlutverki sínu samkvæmt þeim lögum, sem um hana gilda.  Önnur blekking var þegar Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins tók formlega til starfa á Ísafirði síðastliðið sumar, Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins varð til, á Alþingi Íslendinga í vetur, en í vetur voru samþykkt lög um sameiningu Iðntæknistofnunar Íslands og RB og samkvæmt þessum lögum er unnið (ég veit ekki til þess að nokkrum manni hafi verið ljós þessi kvótaniðurskurður í vetur þegar þessi lög voru samþykkt).

    Halda mætti áframað telja en eftir þennan lestur ætti flestum að vera orðið ljóst að þessar "mótvægisaðgerðir" ríkisstjórnarinnar voru í besta falli bara blekking og til þess ætlaðar að slá ryki í augu KJÓSENDA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er satt og rétt Jóhann,að maður sem uppalin er i Sjafnarplássi fyrir verstan,eg kynntist föður hans þegar skipin frá Bolungarvík voru i slipp,hörkukall sem var duglegur og áhugamaður um útgerð,en Einar Kristin er ekki hægt i þessu!!!!!,svo og minn flokkur að meirihluta/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.1.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einar Kristinn ætti að skammast sín.  Hann veit betur, og situr þarna fyrir lygi um að hann ætlaði að breyta kvótakerfinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

En til hvers ætti Einar að breyta kerfinu á meðan hann er alltaf kosinn aftur ?

Georg Eiður Arnarson, 31.1.2008 kl. 23:08

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jóhann.

Blekkingaleikur er víst örugglega rétta orðið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.2.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband