"Haugarallið"

Samkvæmt upplýsingum á vef HAFRÓ hafa leiðangrarnir gengið VEL til þessa.  Hvað er vel? Hefur fundist svona mikill þorskur?  Frá því að togararallið hófst hafa ekki verið gerðar neinar breytingar á veiðarfærum eða öðrum þeim útbúnaði, sem notaður er við veiðarnar, en eins og menn vita sem eitthvað hafa fylgst með sjávarútvegsmálum á síðustu árin, hefur orðið mjög mikil þróun í þessu og það sem þótti gott á upphafsárum togararallsins er með öllu úrelt í dag, en því hafa forráðamenn HAFRÓ ekki áttað sig á og með því að fara á "haugana" og tína upp úrelt rusl til að nota við stofnstærðarmælingar við Ísland, er verið að tryggja það að útkoman verði röng og enn einu sinni megum við horfa upp á að HAFRÓ gerir tillögu um samdrátt í fiskveiðum.
mbl.is Togararall gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir þjóna sínum herrum, þrír af fimm stjórnarmönnum í Hafró eru á jötunni hjá L.Í.Ú, sem ég tel að vilji losa sig við einyrkjana svo þeit geti setið einir að miðunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 18:51

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, ég get sagt þér eina sögu af togararalli fyrir mörgum árum, það var þegar Vestmannaey VE var í þessu ralli, Biggi var látinn toga á grunnslóð í Eyrabakkabugt og gekk það vel nema það að netabátar úr Eyjum og Þorlákshöfn voru með netin sín þarna, nema hvað Vestmannaey fékk ekki upp á fatlaðan hund en netabátarnir mokfiskuðu þarna dag eftir dag, svo í ágúst kom skellur skerðing upp á tugi prósenta, ég man alltaf að útgerðarmaður hér í bæ var nýbúinn að kaupa sér kvóta upp á 100 miljónir svo 12 september fuku 70 út í loftið. Hvernig á maður að treysta svona vinnubrögðum? Ásthildur mig langar að blanda mér í þitt spjall, peningamennirnir ráða alltaf, auðvaldið er það vald sem þetta kapítalisma þjóðfélag lýtur. Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.3.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jóhann.

Þessi hynti dynti aðferðafræði við stofnstærðarmælingar hefur verið og er út í hött og með ólíkindum að menn gleypi slíkt sem vísindalegar rannsóknir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.3.2008 kl. 01:34

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég held að þeir tali um að leiðangrarnir gangi vel ef þeir koma draslinu í sjóinn sæmilega kláru og veðrið er gott, annað er aukaatriði.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.3.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband