Sumir virðast hafa misst samband við náttúruna.

Eiga menn þá ekki á hættu að verða náttúrulausir?  Það er löngu vitað, í það minnsta hjá fólki með fulla fimm, að það þarf að halda "jafnvægi" í náttúrunni, það gengur ekki að ein tegund fái að vaxa óáreitt á kostnað annarra tegunda.  Það er nefnilega mesti misskilningur hjá "Náttúruverndar-Ayatollunum" að matvaran okkar eigi uppruna sinn í "neytendapakkningum" í stórmökuðum.  Vonandi verður Einar K. Guðfinnsson það upplýstur að hann láti ekki einhverja "rugludalla" hinu megin á hnettinum hafa áhrif á ákvörðun sína, um hvalveiðar okkar Íslendinga.
mbl.is Hvetur Íslendinga til að virða bann við hvalveiðum í atvinnuskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veit ekki hve upplýstur ráðherran er, en hann er dæmigerður fyrirgreiðslupólitíkus sem þjónar vel þeim sem koma honum vel.  Það er því lítil von um að hann láti skynsemina ráða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Satt er það  Ásthildur en maður getur nú vonandi haldið í þá von að það sé eitthvað smá eftir af skynsemi hjá honum.

Jóhann Elíasson, 19.3.2008 kl. 09:49

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, nú er ég sko sammála þér. Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 19.3.2008 kl. 13:10

4 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Algjörlega sammála þér, getur verið að við höfum verið saman í skóla ´74-´75?

Grétar Rögnvarsson, 20.3.2008 kl. 16:03

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef þú ert að tala um Reykholt og ef þú ert frá Eskifirði, þá vorum við saman í skóla og meira að segja vorum við á sömu heimavist.

Jóhann Elíasson, 20.3.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband