Þáttaka í atvinnurekstri!!!!!?????!!!!!

Ekki man ég hvenær var farið að lát sjómenn taka þátt í olíukostnaði útgerða, en að mínum dómi er þarna um að ræða mannréttindabrot engu síður en kvótakerfið sjálft.  Og nú er "grátkór" útgerðarmanna byrjaður en þeir vilja að þessi kostnaðarhlutdeild sjómanna verði aukin, sem myndi ekki þýða neitt annað en stórkostlega launalækkun til handa sjómönnum, sem er nú ærin fyrir.  Svo eru menn hissa á því að ekki fáist réttindamenn til að starfa á sjó?  Mér vitanlega, er engin önnur starfstétt hér á landi, sem tekur þátt í rekstrarkostnaði vinnuveitanda síns án þess að nokkuð komi í staðinn.  Aldrei nokkurn tímann hef ég heyrt á það minnst að t.d læknar taki þátt í lyfjakostnaði sjúklinga kannski væri betra dæmi að tala um að matreiðslumenn tækju þátt í hráefniskostnaði veitingastaða.
mbl.is VM: Gengur illa að fá sjómenn með réttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Guðnason

Þessi skattur var settur á timabundið í upphafi og hækkun ætti aldrei að koma til greina heldur lækkun eða niðurfelling. Það er komin tími til að sjómenn fari að standa saman og láti útgerðina og stjórnvöld ekki endalaust valta yfir sig.

Svavar Guðnason, 27.8.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, það er með ólíkindum hvað við sjómenn erum miklir ræflar, látum troða á okkur og þykjumst vera jaxlar út á sjó.

Helgi Þór Gunnarsson, 27.8.2008 kl. 15:34

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er búið að vera við lýði síðan í samningum sem gerðir vori í upphafi árs 1986 að mig minnir, undir mikilli pressu vegna loðnuvertíðar sem var að fara í vaskinn. Enn eitt skiptið sem bátasjómenn voru settir í snöruna í upphafi vertíðar með verkfall....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.8.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst alveg með ólíkindum frekjan og óbilgirnin í LÍÚ mafíunni, að fara fram á hækkun á þessu óréttlæti og ég neita að trúa því að sjómenn, svo mikið sem ljái máls á þessu.  Nógu og lengi eru Íslenskir sjómenn búnir að láta útgerðarmenn taka sig ósmurt í ra......

Jóhann Elíasson, 27.8.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Er ekki upplagt fyrir álbræðslurnar að fara fram á þátttöku starfsmanna í rafmagnsreikningnum.

Það eitt, að útgerðarmenn skuli láta sér detta þetta í hug, sýnir það vel hversu vanir þeir eru að fá allt upp í hendurnar.

Er þá ekki eðlilegt í framhaldinu að áhöfnin taki þátt í veiðarfærakaupum?

Hjalti Garðarsson, 27.8.2008 kl. 20:16

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er orðið óralangt síðan þessi fáranleiki komst á. Þetta var allavega komið á síðast þegar ég var á sjó árið 1982. Þetta er ótrúleg ósvífni og tíðkast ekki í nokkurri annarri atvinnugrein að launamenn taki benan þátt í rekstrarkostnaði fyrirtækis. Tek undir með Hjalta, næst fara þeir fram á þátttöku í veiðarfærakostnaði svo verður eflaust farið að rukka fyrir afnot af sturtum og sjónvarpi um borð. Þessi útgerðaraðall sem fær allt rétt upp í hendurnar frá þjóðinni er sá ósvífnasti hér á landi.

Haraldur Bjarnason, 27.8.2008 kl. 21:17

7 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Jóhann!  Þakka þér fyrir öll innlitin og kommentin á minni síðu.  Það er eins og mig minni að þessi þátttaka í olíunni hafi byrjað skömmu eftir að skuttogaravæðingin varð sem mest, enda hélst í hendur að þessi skip eyddu mikið meiri olíu og töluverð hækkun varð á olíunni. Helstu rökin sem útgerðarmenn notuðu í þessum slag, voru þau að aðbúnaður áhafnar væri svo mikið betri um borð í þessum skipum og fóru þeir fram á lækkun á skiptaprósentu. Neiðarlendingin varð hins vegar svokölluð tímabundin þátttaka í olíukostnaði, sem því miður stendur enn.

Guðbjörn Jónsson, 27.8.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband