Eru "snillingarnir" eitthvað að klikka á rekstrinum?

Meðan aðgangur að "lánsfjármagni" var nægur og fyrirtækin "ráku" sig að mestu sjálf, þá var einfalt að  vera í rekstri og greiða sjálfum sér u.þ.b 20 milljónir í laun á mánuði og viðkomandi var álitinn eitthvað "undrabarn" í fjármálum, vegna þess að allt gekk svo vel hjá honum og svo var hann líka með fasta opnu í Séð og Heyrt en nú er öldin önnur og þegar er "skortur" á lánsfjármagni hvar sem er í heiminum, reynir á snilli og getu þessara "snillinga" til þess að reka þessi fyrirtæki þegar gefur á bátinn.  Var ekki Lárus Welding svo mikill snillingur að það þurfti að greiða honum 300 milljónir fyrir að koma í vinnu í Glitni, hvað gerði hann þar?
mbl.is Stoðir óska eftir greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg tek vel undir þessi orð þin Jóhann!!!! en þetta er ekkert grín/og verður dýrkeyptur lærdómur!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.9.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég fer nú nokkuð nærri alvarleika málsins og geri mér fulla grein fyrir því að við almenningur í þessu landi verðum að greiða fyrir þau hagstjórnarmistök sem gerð hafa verið.  Eða datt nokkrum annað í hug?  Og við verðum ekki einhverja mánuði að því heldur einhver ár.

Jóhann Elíasson, 29.9.2008 kl. 14:09

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, nú hittir þú naglann á höfuðið með sleggju, því það svo mikill sannleikur í þessu hjá þér, verst er að fólkið í landinu virðist vera alveg sama, að minnsta kosti er ekkert stjórnmálaafl hér á landi sem vill breyta þessu kerfi sem við búum við. Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 29.9.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband