Þurfti eitthvað svona til svo við sæum að við EIGUM að FULLVINNA fiskinn hér á landi?

Það sem við höfum verið að gera undanfarin ár er að veiða fiskinn, á frystitogurunum er fiskurinn flakaður og sttur í pakkningar fyrir Bretana, sem síðan FULLVINNA hann í neytendapakkningar og margfalda þannig verðmæti vörunnar.  Með þessu móti höfum við verið að hleypa Bretum "bakdyramegin" inn í fiskveiðilögsöguna þeir losna bara við rándýran útgerðarkostnað og vitleysingarnir í LÍÚ borga kvótann og nú á að bæta gráu ofan á svart með því að borga ekki fyrir hráefnið, sem er þó á "brandaraprís".  Nei er ekki kominn tími til í þessum efnahagsþrengingum ig atvinnuleysi, sem nú dynja yfir, að við förum að vinna þetta sjálf?  Þeir Bakkavararbræður eru umsvifamiklir í þessu á Bretlandi, þeir bera nú einnig stóra ábyrgð á stöðu mála hér á landi, væri nokkuð til mikils ætlast að þeir myndu flytja þessa starfsemi hingað til land og þar með að greiða eitthvað til baka.
mbl.is Einhverjir hættir að selja fisk til Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að við eigum að fullvinna allan fisk hér heima. Selja fiskinn í neytandaumbúðum, t.d. velta honum upp úr raspi áður en við seljum hann til bretlands (með litlum staf:), vilja þeir hann ekki þannig, djúpsteiktann með frönskum? Síðan að sjálfsögðu selja hann ferskan í hnakkastykkjum og heilum flökum fyrir þá sem vilja borga fyrir það. Við getum notað afskurð til að búa til fiskibollur, enginn gerir eins góðar bollur og Íslendingar (með stórum staf:) Við getum aukið á verðmæti fisksins OKKAR á ótal vegu.

Vandamálið er samt það að Íslendingar hafa ekki haft áhuga á að starfa í fiski, alla vega ekki hér á höfuðborgarsvæðinu, þar vinna að mestu Pólverjar og Thailendingar alveg frábæra vinnu. Þeir hafa haldið fiskvinnslu í landinu gangandi á meðan við hin vorum í einhverju allt öðru. Það er mín reynsla að þeir sem vinni í fiski þurfi að vinna þegar að er fiskur í húsi og þá stundum langa vinnudaga til að vinna dýrmætt og viðkvæmt hráefni. Margir Íslendingar hafa svo sem verið í svipaðri aðstöðu, ég þekki til fólks í bankageiranum sem gat lítið verið heima þegar það nálgaðist uppgjör og hvað þetta heitir allt í þeim heimi. Harðduglegt fólk sem sumt hvert er að missa vinnuna í dag. Eru Íslandingar tilbúnir í breytilegan vinnutíma með hag fiskvinnslu í fyrirrúmi, eru þeir tilbúnir í slaginn?

Undanfarin ár hafa þeir sem starfa í fiski verið í mjög erfiðri stöðu og vart samkeppnishæfir við önnur lönd vegna stöðu krónunnar, þá var öllum sama um fiskvinnsluna. Við ferðuðumst til útlanda og lifðum eins og greifar á meðan fiskvinnslan barðist í bökkunum. Bankarnir voru afhentir einstaklingum sem greiddu sér ofurlaun sem áttu sér ekki hliðstæðu í Íslensku samfélagi. Hið sama gerðum við í sambandi við kvótann á sínum tíma og ,,öllum" var sama þó að þeir sem bjuggu í sveitaþorpum landsins þyrftu að yfirgefa heimili sitt þar sem atvinnan var seld úr bænum. Fólk gat ekki einu sinni selt húsin sín, ný voru byggð í höfuðborginni. Ég vil að þjóðin eignist kvótann á ný og að við nýtum þessa stórkostlegu auðlynd í okkar hag. Í dag lítum við hýru auga til sóknarfæra í fiskvinnslu og er það vel. Hlúum vel að fiskvinnslu í landinu og föllum ekki í þá gryfju að hampa henni einungis á tyllidögum, eins og við gerum alltaf þegar það kemur að mannauði landsins sem er alveg stórkostlegur. Að lokum vil ég hvetja alla til að líta á vefinn indefence.is og sjá hvort þeir hafi áhuga á að taka þátt í þeim friðsælu mótmælum sem þar fara fram.

Áfram Ísland, látum bretland ekki þvinga okkur í skjóli stærðar sinnar. Hugur minn er hjá Íslendingum sem eiga um sárt að binda.

Gréta (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 12:17

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta eru háleit markmið Gréta mín, en því miður, það er búið að "slátra" öllu sem heita afköst í fiskvinnslu á Íslandi, þó við ættum að vinna okkur það til lífs, þá kæmum við ekki einu sinni þessari hörmungar-glirnu sem veiða má í gegnum neina vinnslu á íslandi. Það breytir engu hversu góðan hug við höfum til innlendrar starfsemi á þessu sviði í dag, við drápum það allt með því að gefa ekki innlendri vinnslu þann séns, að bjóða í hráefnið á jafnréttisgrundvelli áður en það fór í hendurnar á breskum (með litlum) samkeppnisaðilum, því miður vil ég segja.

Þrátt fyrir að vera upphafsmaður að útflutningi á fiski frá skipshlið á Íslandi í hendur erlendra framleiðenda. Rn það gerðist allt innan ramma þeirra laga sem í gildi voru og allir voru á þeim tíma (1984) AÐ BJARGA SÉR Á HARÐA HLAUPUM FRÁ GJALDÞROTI.  Nákvæmlega eins og núna.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.10.2008 kl. 21:21

3 identicon

Sæll Jóhann

Ég held að þú sért eitthvað að misskilja þetta, stór hluti þorsk og ýsu er framleiddur á bretlandsmarkað, þar fara þessar tegundir beint inn á fish and chips staðina. það eina sem gert er við flökin er að þau eru þýdd upp, skorðið úr þeim beingarðurinn, velt upp úr deigi og djúpsteikt. Beinin eru höfð í vegna þess að það er mismunandi hvernig fish and chipsstaðirnir skera flökin.

Uppgjör frystitogara er þannig að notað er söluverð ýmist fob eða cifverð erlendið og margfaldað með gengi viðkomandi löndunardags. Því er það ekki þannig að félagsmenn LÍÚ séu að skipta úr miklu lægra verði en fæst fyrir fiskinn.

Hlýri

Hlyri (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jóhann.

Sammála þér, staða mála er gjörbreytt nú þegar og að sjálfsögðu skyldu fyrirtæki stuðla að því að flytja úrvinnslu afurða heim.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.10.2008 kl. 01:19

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei Hlýri ég er ekkert að misskilja en þetta sem þú skrifar er ekki alveg eftir bókinni og hefur lítið með það að gera hvernig Bretarnir hafa komist bakdyramegin inn í fiskveiðilögsöguna okkar og þá á ég ekki eingöngu við frystitogarana, þó ég hafi tekið þá sem dæmi heldur er alveg ógrynni af ferskum fiski í gámum sem er fluttur út sem þýðir ekkert annað en kvótarýrnun því ef send eru 100 tonn út þá er pottþétt 15 -20 % rýrnun á vigtuðum afla úti þannig að ekki koma nema 80 - 85 tonn úti.  Menn tala um "heimalandað" og "útilandað".  Kannski hefðir þú átt að lesa greinina og skilja innihaldið áður en þú fórst að skrifa, annars var það sem þú skrifaðir fróðlegt, þakka þér fyrir, en það kom bara efni greinarinnar ekki við.

Jóhann Elíasson, 26.10.2008 kl. 04:48

6 identicon

Sæll Jóhann


 Okei, ég hef þá misskilið þig, reyndar er ég hjartanlega sammála þér að
það á að stoppa strax útflutting af gámafiski frá Íslandi til bretlands. Ég
tel þó að bretar eigi að geta boðið í fisk í gegnum íslenskan
uppboðsmarkað. Þá færi sá fiskur allur vigtaður hér heima. Það sem myndi
gerast við það, er einfalt, sára fáir erlendir aðilar hefðu áhuga á að
kaupa á íslenskum uppboðsmarkaði vegna vigtunnarreglugerðarinnar.  Úrtakið í
reglugerðinni er stórt þannig að það væri búið að raska stórum hluta af
fiskinum, það myndi fiskurinn ekki þola og yrði slakur eða ónýtur þegar
hann kæmi út. Að auki myndi þetta skapa atvinnuleysi í bretlandi þar sem hundruðir
fiskvinnslumanna og kvenna  á Humbersvæðinu yrðu atvinnulausir. Afkastagetan í
fiskvinnsluhúsum sem eru í rekstri í dag myndi geta tekið allan þennan
gámafisk, bæta þyrfti við fólki, reyndar myndi ný hús koma upp líka. Svo
get ég tekið undir orð margra að það á að auka þorskkvótann, ég er viss um
það að hann kæmi nær allur til vinnslu innanlands og færi ekki á
frystitogaranna, því eins og staðan er í da, þá er meira af hafa út úr
landunnum þorski (ferskum og söltuðum) heldur en sjófrystum þorski. Rökin eru þau að
stór hluti af vinnu laununum eru konstant (landlaun, margir eru að kaupa
þorskinn á föstum verðum) en sjófrystingin borgar alltaf úr markaðverðum

Hlýri

- Show quoted text -

Hlyri (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:17

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Einfalt Jóhann. Það þarf ekki nema eina löggjöf á Alþingi. Allur fiskur veiddur í íslenskri landhelgi verði fullunninn á Íslandi. Sama regla er nú þegar í gildi um byggðakvóta. Það byggðarlag sem fær kvóta þarf að sjá til þess að fiskinum sé landað og hann unninn í viðkomandi bygðarlagi.

Haraldur Bjarnason, 26.10.2008 kl. 10:50

8 identicon

Sæll aftur Jóhann

Gera á betur og það á að koma upp íslenskum markaði fyrir frosinn fisk og
frosnar aukafurðir af frystitogurum. Þúsundir tonn koma í landa af
frystitogurum landsins svo sem, hlýri, steinbítur, blálanga, langa, keila
og ýmsar flatfisktegundir. Einnig falla til hundruðir tonna af þorsk, ýsu
og ufsa afskurði sem er hægt að salta hér á landi. Það er svo, að þessar
tegundir koma í land en eru að töluverðu leyti flutt út til vinnslu
erlendis.

Koma á fót aftur Fiskvinnsluskólanum og auka styrki til Matís (Gamla RF),
Eitt af aðalhlutverki þessara stofnanna á að vera að auka verðmæti úr
aukaafurðum svo sem slógi og fleiru sem fellur til, td hausum og hryggjum á
frystitogurum

Hlýri

Hlýri (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 12:10

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg er ég þér sammála Hlýri, að það var mikil afturför þegar fiskvinnsluskólanum var lokað og nýtingin á fiskinum sem er veiddur hér er til háborinnar skammar.  En auðvitað yrði það til að byrja með að Bretar myndu bjóða í frosna fiskinn, því það er einfalt mál að við myndum ekki ráða við að fullvinna allt sem kæmi að landi, þó svo að við ættum að stefna að því.  Því miður þá mjög erfitt við það að eiga að auka verðmætið á frystitogurunum, bæði vegna plássleysis og einnig vegna þess hve hefur verið fækkað í áhöfnum þeirra.  Reynt er að keyra upp reksturinn á eins fáum í áhöfn og mögulegt er, þarna tala ég af reynslu, því er hægt að segja að rekstur frystitogara er það sem er kallað þjóðhagslega óhagkvæmur þó skipin sýni kannski rekstrarhagnað

Jóhann Elíasson, 26.10.2008 kl. 18:26

10 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Nú erum við sammála Jói

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 22:18

11 identicon

Sæll Jóhann

Ég fullyrði það að það er lítið mál að auka verðmætasköpun um borð í frystitogurum landsins, allavega velflestum,   nær helmingur þessara skipa eru smíðuð sem frystiskip, það eina sem þarf er hugafarsbreyting. Kjarasamningar eru líka til þess fallnir að það borgar sig ekki að koma með hausa og hryggi að landi.

Allavega er hægt að byrja á því að vinna þessar aukategundir svo sem blálöngu, löngu, steinbít, hlýra og allar þessar tegundir sem eru heilfrystar um borð í þessum skipum, í landi. Ég myndi giska á að þetta myndi geta skapað um 60 til 80 heilsársstörf.

Þegar reiknuð er út hagkvæmi fyrstskipanna, verður þú að hafa í huga að þessi skip sköpuðu okkur veiðireynslu á fjarlægum miðum svo sem Barentshafi, flæmska hattinu og í úthafinu.

Sóknarmynnstur frystiskipanna hefur breyst, þeim er beitt meira í ufsa og karfa, þe þær tegundir sem að landvinnslan hefur ekki viljað sjá nema í litlu mæli.

Hlýri

Hlýri (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:29

12 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég tel Haraldur, að svona regla geti ekki gengið, þetta væri sjálfsagt hægt að túlka sem ólöglega samkeppnishindrun. En að setja reglu um að allt úr lögsögunni, hver sem veiðir, þurfi að fara á vog hérlendis er einfaldur hlutur og eitthvað sem enginn getur mótmælt í útlöndum. (kvótaskerðingin sem var afnumin nýverið var túlkuð sem viðskiptahindrun, ólögleg og þess vegna var hún afnumin, en ekkert kom í staðinn)

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.10.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband