Föstudagsgrín

Siggi og Stína skruppu í viku frí til Texas á sextugsafmælinu.

Dag einn er Siggi að rölta í bænum þegar hann sér í verslunarglugga einum,þessi líka glæsilegu kúrekastígvél á niðursettu verði. Siggi hafði alltaf þráð að eiga kúrekastígvél og sér þarna tækifærið. Hann kaupir stígvélin, skellir sér strax í þau og spígsporar hróðugur heim á hótel, þar sem Stína situr við að klippa táneglurnar. Stoltur stillir hann sér upp fyrir framan Stínu og segir "Hvernig líst þér á, Stína?" Stína gýtur augunum í átt til hans "Á hvað?"

"Sérðu ekkert sérstakt?" segir Siggi spenntur. Stína mænir á hann "Neibb"

Sár og reiður strunsar Siggi inn á baðherbergi, rífur sig úr fötunum og rýkur síðan aftur fram til Stínu, allsnakinn fyrir utan nýju stígvélin. "Tekurðu þá eftir einhverju NÚNA?" segir hann og er fastmæltur. Stína lítur upp "Hvað hefur svo sem breyst, Siggi minn? Hann lafir niður í dag, hann lafði niður í gær og hann mun lafa niður á morgun, ef ég reynist sannspá"

Og Siggi stappar niður fæti í bræði sinni "Veistu AF HVERJU hann lafir niður, ha? Það er vegna þess, Stína að hann er að dást að nýju kúrekastígvélunum mínum!!

Það rennur upp ljós fyrir Stínu en síðan hristir hún höfuðið og segir full samúðar "Þú hefðir miklu frekar átt að kaupa þér hatt, Siggi minn".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þessi er góður..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.10.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, já þessi er þrælgóður

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.10.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband