KOMPÁSNAFNIÐ VAR STOLIÐ AF 365 !!!!!

Frá því að nemendur Stýrimannaskólans hófu útgáfu á blaði, sem ég því miður man ekki hvenær kom fyrst út, hét það blað KOMPÁS og þarf engan að undra það þar sem kompásinn er helsta siglingatækið til sjós, ef öll tæki um borð detta út, vegna rafmagnsbilana eða einhvers annars, er alltaf hægt að bjarga sér á kompásnum.  Skyldu forráðamenn 365 hafafengið leyfi hjá forráðamönnum nemenda Stýrimannaskólans í Reykjavík (sem reyndar hét Fjöltækniskólinn þá) til að nota kompásnafnið?  Menn ættu nú að fara varlega í yfirlýsingar.
mbl.is Fá ekki að nota Kompásnafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kompás er nafnið á áhaldi,verkfæri til að vita hvert stefnir,hvað er suður,norður osfv.

 Persónulega finnst mér ekki viðeigandi að banna megi fólki að nota þetta nafn eða viðlík orð.

Kannski ætti þau að nota"áttaviti" í staðinn ef ekki er hægt að nota kompás?

 Svona bönn á nöfnum/orðum er erfið viðrfangs. Munið þið eftir því þegar Líf(tímaritið)varð að setja fyrir framan Nýt líf vegna blaðs nokkurs í USA?

Sveinn Markússon (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 18:32

2 identicon

Héraðsprent á Fljótsdalshéraði hefur dreift blaði um allt Austurland
síðastliðin sjö ár sem ber nafnið KOMPÁS...

www.heradsprent.is

og svo er til ráðgjafarfyrirtæki sem ber sama nafn.

www.kompas.is

margir sem nýta sér nafnið sýnist mér.

Stefán (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 18:39

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ekkert annað en yfirgangur. Nemar í Stýrimannaskólanum hafa gefið þetta blað út í meira en 30 ár, eða lengur en Stöð 2 hefur starfað. Gott dæmi um virðingarleysi við sjómannastétt.

Sigurbrandur Jakobsson, 7.2.2009 kl. 19:26

4 Smámynd: Gísli Sigurður

hahahahaha, þetta er grín ekki satt?

Má ég kalla fyrirtækið mitt epli?

nei ég bara spyr..

Gísli Sigurður, 7.2.2009 kl. 20:44

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst að þarna sé verið að þyrla upp moldviðri. Að kenna rannsóknarfréttaþátt við þetta forna siglingartæki er að mínu áliti gert með virðingu fyrir sjósókn og siglingum. Ef fólk vantar eitthvað til að nöldra yfir þá eru efnisflokkarnir óteljandi og margir mun merkilegri.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 23:26

6 Smámynd: corvus corax

Kompásmenn! Ekki hlusta á glæpahyskið á 365! Þeir eiga ekkert í þessu hugtaki, kompás.

corvus corax, 8.2.2009 kl. 00:50

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

sæll Jóhann, þetta er nú bara sami valdahrokinn sem hefur einkennt Íslenskt viðskipalíf undanfarinn misseri, það ætti að taka þessa kalla sem haga sér svona og senda á frystitogara að minnstakosti þrjá túra, þeir myndu læra sitthvað um sína eigin hegðun.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband