FALLA LÍFEYRISSJÓÐIRNR einn af öðrum eins og bankarnir?????

Ég hóf að blogga um lífeyrissjóðina og starfsemi þeirra SJÁ HÉR síðan þá hefur sú breyting orðið að maður er alltaf öðru hvoru að sjá heilsíðuauglýsingar í blöðunum, þar sem farið er yfir það hve LITLU þeir hafi TAPAÐ í bankahruninu.  Það er mín reynsla að þegar fyrirtæki eða félög fara að birta svona yfirlýsingar þá er það "oftast" undanfari válegra tíðinda og þá sé best að vera undirbúinn fyrir það versta en vona það besta.  Undanfarið hefur Ragnar Þór Ingólfsson verið mjög virkur og bent á brotalamir og bruðl í rekstri lífeyrissjóðanna  og á hann heiður skilinn fyrir það, en ég er hræddur um að það eigi margt eftir að koma í ljós við nánari skoðun.  Sú ávöxtun sem lífeyrissjóðirnir hafa verið að ná á lífeyri sjóðsfélaga sinna er svo fyrir neðan allt að ég er bara mest hissa á því að yfirmenn þessara sjóða skuli ekki hafa vit á að skammast sín því ávöxtunin hefur verið LÆGRI heldur en vextir eru á almennri bankabók.  Nú hefur það sífellt færst í vöxt að ATVINNUREKENDUR setjist í stjórnir lífeyrissjóðanna í krafti MÓTFRAMLAGS atvinnurekenda til sjóðanna.  Þarna tel og fleiri að sé um mikinn misskilning að ræða MÓTFRAMLAGIÐ svokallaða, er hluti af SAMNINGSBUNDNUM LAUNUM launamannsins, því er hægt að segja að ATVINNUREKANDINN GREIÐI EKKI KRÓNU TIL LÍFEYRISSJÓÐS VIÐKOMANDI LAUNÞEGA.  Væri ekki ekki nær að HÆKKA launin og taka upp SKYLDUSPARNAÐ, þannig að viðkomandi launamaður YRÐI að taka visst hlutfall af launum sínum leggja fyrir til ávöxtunar? Svona miðstýrt batterí eins og lífeyrissjóðirnir eru bara til óþurftar.  Hugmyndin um lífeyrissjóðina var góð og gegn á sínum tíma en eitthvað hefur farið úrskeiðis með framkvæmdina og einhvers staðar var sagt að byltingin borði börnin sín.

EF OG ÞEGAR LÍFEYRISSJÓÐIRNIR FARA Í ÞROT VERÐA ÞÁ LÍFEYRISRÉTTINDIN TRYGGÐ OG MEÐ HVAÐA HÆTTI VERÐUR ÞAÐ GERT?


mbl.is Lífeyrisréttindi skerðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mín skoðun að löngu sé tímabært á að hreinsa út allt þetta "drasl & sjálftökulið" sem hefur komið sér vel fyrir í tengslum við stjórnun á lífeyrissjóðunum.  Ekki bara stýra þeir sjóðunum illa, þeir moka undir eigin rass & rass ættingja og verða svo bara reiðir þegar á þá er gengið.  Þeir reyna að RÉTTLÆT glæpsamlega háar launagreiðslur til sín, þyggja laxveiðiferðir eins og ekkert sé sjálfsagðara!  Þetta  lið er og hefur alltaf verið "siðblint", en þau meðhöndla þessa sjóði (sem eru reyndar of margir) eins og þetta sé þeirra persónulega dæmi og okkur hinum komi í raun ekkert við hvað sé í gangi.  ÉG tel síðan heilshugar undir þá gagnrýni að nú séu þessir sömu aðilar að gera sitt besta til "að fela töpin í sjóðunum með því að sleppa að afskrifa tapaðar eigur" - þeir eru ekkert betri en bankarnir og maður treystir auðvitað ekki þessu fólki enda er það ekki traustsins vert, en það kann að "rífa kjaft & svara með út úr snúning!"  "Hrokin & hræsnin "eru löstir sem þau valda, auk annara lösta eins og t.d. "græðgi & siðblinda" - ég vona innlega að hægt sé að fara snúa sjónum að þessum lífeyrissjóðum og auðvitað þarf að endurskoða "lög þeirra & reglur" þannig að sjóðirnir geti starfað meira fyrir okkur - fólkið í landinu..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:40

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta er skuggalegur andskoti !

Níels A. Ársælsson., 26.3.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta kerfi á bara eftir að hrynja, enda hafa lífeyrissjóðir gufað reglulega upp í gegnum tíðina.  Það er eins með lífeyrissjóðakerfið og kvótakerfið, að þegar menn eru farnir að tala um það sem það besta í heimi þá maðkur í mysunni.

Launafólk ætti að gera sýra kröfu um það að 12% skylduaðild verði afnumin.

Magnús Sigurðsson, 26.3.2009 kl. 13:28

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ég mæli mjög með því að skyldusparnaður verið tekinn upp aftur. Góður pistill hjá þér Jói.

Bestu kv af nesinu

Sigurbrandur Jakobsson, 26.3.2009 kl. 16:13

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Meðalraunávöxtuníslenskra lífeyrissjóða hefur verið um 1,7% á ári undanfarin fimm ár. Miðað er við að raunávöxtun verði að vera að minnsta kosti 3,5% á ári til að sjóðirnir geti staðið undir skuldbindingum sínum.
þetta er fyrirkvíðanlegt fyrir okkur gamlingjana sem á þetta treystum,en engin má sköpum renna og ef allt væri eins og það ætti að vera ,ætti að spara þarna mikil hjá þeim sem þessu stjórna,og fækka þar fólki og sameina sjóði ,þetta gengur eindafaldlega ekki upp svona,spara þarna er mottóið/Halli gamli
 svona skifaði Halli gamli i gær og hefi ekki skipt um skoðun,þarna mætti taka sko vel til og það strax/Halli lenti aðeins i þessum skyldusparnaði og lyst ekki á hann,þetta ef vel er rekið er betra við tökum bara þarna völdin!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.3.2009 kl. 16:36

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel að umræðan hér á síðunni einkennist af vanþekkingu á málinu. Hitt er annað mál að kostnað við stjórnun þeirra og reglur um ávöxtun ber að endurskoða og vil ég vísa þar í ályktun Aukaársfundar ASÍ sem fram fór gær sjá www.asi.is

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.3.2009 kl. 17:32

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hólmfríður það er ekki hægt að bera fyrir sig að ALLIR sem tjá sig neikvætt um lífeyrissjóðina hafi ekki þekkingu, hvaða þekkingu hefur ÞÚ umfram okkur? 

Jóhann Elíasson, 26.3.2009 kl. 17:48

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það þarf að taka vel til þarna Jói það er alveg morgunljóst

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.3.2009 kl. 21:45

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég trúi nú ekki öllu sem ég sé. Það þarf enginn mér að segja að mennirnir sem hafa af gæsku sinni látið tilleiðast að sjá um ávöxtun lífeyrissjóðanna fyrir okkur séu ekki að vinna vinnuna sína. Ætlar einhver að segja mér að maður sem ekur á Lincoln bifreið uppá skitnar 10 milljónir á kostnað sjóðsfélaga og þiggur svo í laun 30 milljónir á ári sé að tapa peningum fólks?

Í alvöru talað. Ef líferissjóðakerfið er á vetur setjandi þá þarf að stokka upp allt sukkið og spillinguna kringum stjórnendurna í fyrsta lagi og kæra nokkra þeirra fyrir misnotkun á trúnaði. Síðan mætti athuga hvort einn lífeyrissjóður fyrir alla væri ekki skársta lausnin og þá undir eftirliti Félagsmálaráðuneytis.

Sterkan grun hef ég um að einhverjir forstöðumenn lífeyrissjóða hafi notið fríðinda hjá fjármálastofnunum og bönkum vegna viðskipta með fé sjóðanna í vafasamar fjárfestingar að ekki sé nú meira sagt. Þetta þyrfti að rannsaka gaugæfilega en litla trú hef ág á að það verði gert. 

Árni Gunnarsson, 26.3.2009 kl. 21:56

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sannarlega hrollvekjandi tilhugsun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2009 kl. 22:08

11 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Jóhann

Takk fyrir skilaboðin.

Ég er sammála því að SA eiga ekki undir neinum kringumstæðum að fara með ráðandi hlut í stjórnum lífeyrissjóða, ekki frekar en launafólk sem ráðandi afl í stjórnum fyrirtækja. Þeir yrðu líklega ekki hrifnir af þeirri hugmynd.

Þó svo að lífeyrissjóðirnir séu margir hverjir að sýna fram á ótrúlega góða afkomu miðað við aðstæður á markaði skal taka tölulegum framsetningum þeirra með miklum fyrirvara.

Ég er að vinna að grein, sem ég stefni á að birta á mánudag, um þann hluta eigna sjóðanna sem eftir á að afskrifa. Til stóð að sjóðirnir gerðu sameiginlega varúðarniðurfærslu á verðlitlum skuldabréfaeignum í tæknilega gjaldþrota fyrirtækjum og gjaldþrota bönkum en Þorgeir Eyjólfsson kom í veg fyrir það. Málið er að lífeyrissjóðirnir hafa ekki skrifað þessar verðlitlu eða verðlausu eignir niður nema að litlum hluta. Einnig er ómögulegt að segja til um hvert raunverulegt verðgildi erlendra eigna sjóðanna eru sem hafa ekki verið færðar niður nema að litlum sem engum hluta.

Þar sem seljanleiki á mörkuðum er lítill sem engin er um gríðarlegar skerðingar að ræða sem ekki hafa komið fram í bókum sjóðanna. Er útlit fyrir að staðan batni næstu árin? Nei!! Geta sjóðirnir fegrað bókhaldið? Já eða svo lengi sem iðgjöld eru hærri en útgreiðslur geta sjóðirnir dreift tapinu/afskriftum á nokkur ár án þess að sjóðsfélagar taki mikið eftir því. Hægt að líkja því við að eiga 20.000kr. ávísun sem þú veist að ekki er nema 3.000 kr.innistæða fyrir og litlar líkur á að meira komi inn. Með því að þráast við að losa verðlitlar eignir er líka sú hætta að þær verði að lokum verðlausar

Því má bæta við að Robert Wade hagfræðiprófessor og fleiri hagfræðingar sem skoðað hafa kerfið utan frá telja að sjóðirnir hafi tapað umþb 50% af öllum eignum sínum. Mín spá er ekki undir 40%.

Bankarnir og fyrirtækin léku sér að því að fegra bókhaldið með ofmati á eignum fyrir framan nefið á FME og endurskoðendum, sjóðirnir eru þar engin undantekning enda voru bankarnir helstu ráðgjafar sjóðanna.

Ég tel að stjórnir sjóðanna hafi yfirleitt unnið af heilindum en þær vinna að sjálfsögðu úr þeim gögnum sem (framkvæmdastjórar/sjóðsstjórar)bankarnir veita þeim, hver sem trúverðugleiki þeirra gagna kann að vera.

Þetta mál snýst meira um almenna skynsemi frekar um þekkingaleysi fólks Hólmfríður! Ég sat nú þennan auka ársfund samfylkingar....... ég meina ASÍ og ef þessi evrópusambands herferð var trúverðugur baráttufundur fyrir brýnum þörfum launafólks og heimila í landinu þá er þjóðin í enn verri málum en ég hélt.

Miðað við braskið og ávöxtun sjóðanna sem hefur verið eins og flóð og fjara undanfarin ár í bland við gríðarlegan rekstrarkostnað tel ég þetta kerfi einfaldlega ekki ganga upp í óbreyttri mynd.

Ragnar Þór Ingólfsson, 26.3.2009 kl. 23:24

12 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jóhann.

Mjög svo sammála þér, en veit ekki hvað maður hefur mikið rætt og ritað um þessi mál lengi, en jafnharðan hafa komið hinir ýmsu spekúlantar sem liggja yfir því að verja óbreytt skipulag mála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.3.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband