Hvað skýrir þá verðmuninn????????

Er nema von að sé spurt, fólk heldur að það sé að láta eitthvað mikið hollara ofaní sig en svo kemur bara í ljós með því að eitthvað sé merkt "LÍFRÆNT RÆKTAÐ" er bara peningaplokk og blekking.
mbl.is Lítill munur á lífrænni og hefðbundinni matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góð markaðsetning og græðgi !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 17:32

2 identicon

Verðmunurinn skírist meðal annars á því að uppskera á hvern fermeter er minni í lífrænni ræktun. Geymsluþol lífrænna matvæla oft minna, þannig að stærri hluti uppskerunnar verður óseljanlegur. Og leggja þarf meiri vinnu í lífrænar vörur.

sigkja (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 17:36

3 identicon

ótrúlegt að þú skulir hafa látið þessi orð út úr þér því comment númer 2 segja allt sem segja þarf um þetta. Að auki þarf fleirra fólk við vinnslu þessara matvæla. Bara smá hugsun þarftu að setja i gang

raggi (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:34

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Raggi, það er ótrúlegra að vegna græðgi og svika skuli nokkur maður láta sér detta í hug að bjóða þessar vörur.  Ekki væri úr vegi að þú færir aðeins að hugsa og huga að siðferðinu.

Jóhann Elíasson, 29.7.2009 kl. 19:34

5 identicon

Ólífræn ræktun er ekki til. Öll ræktun er lífræn. En þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Það er langt síðan að rannsóknir sýndu, ótvírætt, að eini munurinn á matvælum ræktuðum á hefðbundinn og óhefðbundinn hátt væri verðið. Bæði áburður og varnarefni (pesticides) í notkun í dag eru hágæðavörur. Án þessara efna væri matvælaskortur í heiminum, og hann mikill. En auðvitað er fólk frjálst að borga meira fyrir "ekki neitt", alveg eins og fólki er frjálst að taka "herballife", sem er hrein peninga sóun.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 20:19

6 Smámynd: Birnuson

Það er margt sem skýrir verðmuninn, en stærstur hluti skýringarinnar liggur í litlu framboði á svonefndum lífrænt ræktuðum afurðum. Sjaldgæfar vörur verða alltaf dýrari en hinar. Eftir því sem framleiðsla á lífrænt ræktuðum matvælum eykst lækkar verðið á þeim. Þar sem ég bý hefur orðið talsverð breyting á þessu á fáum árum og kemur fyrir að þessar vörur séu ódýrari en hinar hefðbundnu.

Birnuson, 30.7.2009 kl. 21:22

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er einkennilegt ef þetta er satt sem þú segir Birnuson og stenst eiginlega ekki. Það er mjög margir þættir sem gera þessa svokölluðu lífrænu ræktun mun dýrari.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2009 kl. 23:15

8 Smámynd: Birnuson

Ég held að þú misskiljir mig, Gunnar. Ég held því ekki fram að svonefndar lífrænt ræktaðar vörur geti almennt orðið jafnódýrar og hinar að óbreyttu. Það sem ég vildi sagt hafa er þrennt: 1) Aukið framboð á lífrænt ræktuðum afurðum mun leiða til verðlækkunar. Þetta leiðir af almennum markaðslögmálum. 2) Þessi verðlækkun mun vega upp stærstan hluta munarins sem nú er á verði lífrænt ræktaðra afurða og venjulegra. 3) Þegar er hægt að finna dæmi um lífrænt ræktaðar vörur sem eru seldar á sambærilegu verði við hefðbundnar vörur. Þetta styrkir fullyrðingar 1) og 2), þótt í litlu sé.

Birnuson, 4.8.2009 kl. 02:22

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eini möguleikinn á því að lífrænt ræktað grænmeti verði samkeppnishæft í verði við hefðbundið ræktað, er að hið lífrænt ræktaða sé meira niðurgreitt en hitt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.8.2009 kl. 02:54

10 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Næringargildi eru ekki einu viðmiðin í þessu samhengi, því það hefur til að mynda komið í ljós að inntaka vítamína er ekki það sama og að neyta þeirra í gegnum fæðu, samt eru þessi efni mæld á sama hátt, það bara er munur á milli áhrifa, ekki mælinga. En áhrif neyslu voru ekki mæld í þessari könnun.

Notkun efna úr olíu/gasi eins og tilbúins áburðar, skordýraeyturs, illgresiseyðis og eldsneytis hefur gert það að verkum að nútíma landbúnaður notar meiri orku en hann framleiðir (þannig var því ekki farið fyrr á tímum) og hæpið að tala um það sem bjargvætt mannkyns þegar olía fer að verða að skornum skammti, besta falli er það gálgafrestur.

Það er ekkert grænmeti meira niðurgreitt en "hefðbundið" grænmeti sem oft er flutt langar leiðir án þess að það komi fram í verði vöru. Þó kann að vera að sömu niðurgreiðslur eigi við um "lífrænt" ræktað grænmeti en lífrænar vottanir koma oft í veg fyrir að framleiðendur fái að auka geymsluþolið með efnum svo að þeir njóta þeirra ekki á sama hátt.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 4.8.2009 kl. 14:49

11 identicon

Lífræn ræktun er betri fyrir náttúruna til lengri tíma liðið, það eru ekki notuð tilbúin efni þannig að hringrás náttúrunnar fer ekki úr skorðum eins og gerist oft þegar tilbúin efni (áburður, skordýraeitur, lyf) eru notuð. Við verðum að hugsa út fyrir okkur sjálf.. út fyrir litla blettinn sem við stöndum á akkúrat núna. Svo er líka hægt að horfa á þetta þannig að góðmennska skapar góðmennsku.. ef farið er vel með dýrin þá líður þeim betur og þá lærir maður sjálfur að finna vellíðan í því að veita öðrum vellíðan. Og ef mér líður betur þá kem ég betur fram við aðra, þá er ég frekar brosandi og það skilar sér í samskiptum við aðra, bros eru smitandi alveg eins og pirringur er smitandi.

Rósa (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 17:06

12 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Var einmitt að rekast á upplýsingar í bók um gróðurhúsaáhrif af manna völdum, "Carbon Detox (http://www.carbondetox.org/)" þar sem talað er um að nituroxíð gufi upp úr jarðvegi sem fær ofgnótt af nitri, að þessi efni séu meira en hundrað faldir makar koltvíildis hvað varðar gróðurhúsa lofttegundir og séu megin uppspretta slíkra efna úr landbúnaði (ekki nautgripa vindgangur eins og of er talað um). Þetta kemur fram hvort sem notaður er tilbúinn eða náttúrulegur áburður, en heldur meira þegar sá tilbúni er notaður.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 7.8.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband