Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Nei, halda frekar áfram að berja hausnum í steininn og verja "kvótakerfið" með kjafti og klóm.

..og Sjávarútvegsráðherra verður áfram með "skóför" LÍÚ á bakinu.  Eru 24 ár með þetta handónýta kerfi ekki nógu og löng tilraun? Og ofan á allt kemur svo þetta álit Mannréttindanefndar sem segir að þetta kerfi sé brot á mannréttindum - Hvað þarf eiginlega til svo stjórnvöld geri eitthvað?


mbl.is Ber að taka tilmæli nefndar SÞ alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er allt búið....

Ætlar hörmungarsögu þessarar blessuðu ferju aldrei að ljúka?  Kannski átti Samgönguráðherra aldrei að sleppa "endunum"?
mbl.is Sæfara miðar hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush "ógnar öryggi allra"

Ekki veit ég til þess að nokkur hafi skipað BNA, sem einhverja alheimslöggu og þeir sem láta sem svo að þeir eigi að hafa umsjón með "heimsfriði" eru um leið sjálfir hættulegir heiminum.
mbl.is Íran „ógnar öryggi allra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Í síðustu viku fór ég með nokkrum vinum út að borða á vinsælum veitingastað.Ég tók eftir því að þjónninn sem tók pöntunina okkar var með skeið í skyrtuvasanum. Þetta var nú frekar óvenjulegt en ég leiddi það hjá mér.Þegar "glasabarnið" kom með vatnið til okkar, tók ég eftir því að hann var einnig með skeið í skyrtuvasanum og þegar ég leit í kringum mig tók ég eftir því að allt starfsfólkið var með skeiðar í vösunum sínum.Þegar þjónninn kom aftur með súpuna til okkar spurði ég hann: "Hvað er með skeiðina?" "Sko...", útskýrði hann, "eigendur veitingastaðarins réðu ráðgjafafyrirtækið Greiningavinnsluna, sem eru sérfræðingar í skilvirkni og afköstum, til að endurskipuleggja alla verkferlana okkar.Eftir margra mánaða greiningu og tölfræðilegar rannsóknir komust þeir að þeirri niðurstöðu að skeiðin væri það áhald sem oftast dettur í gólfið.Gera má ráð fyrir að tíðnin sé 3 skeiðar á hvert borð á klukkustund. Ef starfsólkið okkar er tilbúið til að mæta þessu vandamáli, þá getum við fækkað óþarfa ferðum í eldhúsið og sparað sem varar 15 mannstundum á hverri vakt."Eins og örlögin kusu þá misst ég skeiðina í gólfið og hann gat skipt henni út fyrir þá sem hann hafði í vasanum. "Ég næ í aðra skeið næst þegar ég fer inn í eldhús í stað þess að gera mér auka ferð þangað núna." Ég var nú frekar "impressed" af þessu öllu saman. Ég tók eftir því að það var lítill spotti hangandi út úr buxnaklaufinni hjá þjóninum. Þegar ég leit betur í kringum mig tók ég eftir að allir þjónarnir höfðu svona bönd hangandi út úr buxnaklaufunum. Þetta vakti forvitni mína á ný og áður en hann komst í burtu spurði ég þjóninn: "Afsakið, en geturðu sagt mér af hverju þið hafið þessa spotta hangandi þarna...". "Já, það...", sagði hann vandræðalega og lækkaði röddina "það eru ekki allir eins athugulir og þú. Þeir hjá ráðgjafafyrirtækinu sem ég nefndi áðan, fundu einnig út að við gætum sparað tíma sem eytt er á klósettinu.""Hvernig þá?""Sko", hélt hann áfram, "með því að binda þennan spotta á þú veist ..., getum við togað hann út án þess að snerta hann og með því móti eytt þörfinni fyrir að þvo okkur um hendurnar og þar með stytt tímann á klósettinu um 76.39%.""En eftir að þú nærð honum út, hvernig seturðu hann þá inn aftur?" "Ja...", hvíslaði hann jafnvel enn lægra, "ég veit ekki um hina, en ég nota nú bara skeiðina." 

Hver misskilur hvað?

Ég get bara ekki betur séð en að Árni Mathiesen hafi bara misskilið hlutverk sitt.  Því ég get ekki séð að FRAMKVÆMDAVALDIÐ (í þessu tilfelli Dómsmálaráðherra) hafi nokkra heimild til þess að skipa dómara (hvorki Héraðsdómara né Hæstaréttardómara) í embætti.
mbl.is Segir dómnefnd hafa misskilið hlutverk sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er grundvallarbreytinga þörf á stjórnarskránni?

Allt frá okkar fyrstu árum í skóla hefur okkur verið sagt að hin svokallaða þrískipting ríkisvaldsins sé grundvöllurinn að stjórnskipun lýðveldisins Íslands.Eins og allir vita skiptist valdið í: LÖGGJAFARVALD, FRAMKVÆMDAVALD og DÓMSVALD.En eftir að stöðuveitingar ráðherra komust í hámæli, þá fór ég nú að skoða þessa þrískiptingu ríkisvaldsins betur og miðað við þá skoðun þá komst ég að því að skilin þarna á milli eru orðin afskaplega óskýr og sum staðar eru þau bara alveg horfin, hafi þau einhvern tíma verið til staðar. LÖGGJAFARVALD er samkvæmt stjórnarskránni í höndum Alþingis og forseta.  Alþingismenn og konur fá umboð sitt frá þjóðinni, til fjögurra ára í senn, þeirra hlutverk er að setja lög sem þjóðin á að fara eftir og forseti veitir þessum lögum samþykki sitt. FRAMKVÆMDAVALD er ráðherra viðkomandi málaflokks og staðfestir forsetinn skipan viðkomandi ráðherra.  Viðkomandi ráðherra á að sjá um framkvæmd þeirra laga sem Alþingi setur (Löggjafarvaldið). DÓMSVALD            er í höndum dómara. Þannig er þrískiptingu ríkisvaldsins háttað þessum ÞREMUR þáttum á að halda algjörlega aðskildum til að tryggja sem best lýðræði og réttláta meðferð þegna landsins gegn hinu opinbera. En eitthvað virðist þetta hafa skolast til á undanförnum árum og jafnvel áratugum og hægt er með nokkuð góðri samvisku að fullyrða það að þrískipting ríkisvaldsins hafi aldrei að fullu verið til framkvæmdar hér á landi.  Þessa fullyrðingu verður að skoða nánar og mun ég gera tilraun til þess hér á eftir.Við skulum byrja á því að skoða LÖGGJAFARVALDIÐ:  Á Alþingi sitja 63 fulltrúar kjörnir af þjóðinni, það er óumdeilt, en af þessum 63 þingmönnum eru 12 ráðherrar.  Þarna er strax komin skörun.  Það er svo tilhögunin á Alþingi, að svokölluð ráðherrafrumvörp njóta forgangs í störfum þingsins, en þetta þýðir að þau frumvörp sem eru borin upp af ráðherra hafa forgang framyfir svokölluð þingmannafrumvörp.  Ég tel að þarna sé um að ræða brot á stjórnarskránni.  Samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins eiga ráðherrar ekki að hafa atkvæðisrétt á Alþingi og spurning hvort þeir eigi yfirhöfuð nokkuð að eiga sæti þar.  Það er spurning hvort störf Alþingis yrðu ekki bara “skilvirkari” ef ráðherrar myndu bara mæta einu sinni í viku eða sjaldnar í fyrirspurnartíma niður á þing?  Það er erfitt að skrifa nokkuð sérstaklega um FRAMKVÆMDAVALDIÐ vegna þess að þessi grein fjallar um það hvernig það hefur smám saman verið að “taka yfir” LÖGGJAFARVALDIÐ og DÓMSVALDIÐ.  Það verður ekki um það deilt að FRAMKVÆMDAVALDIÐ er alltaf að verða fyrirferðarmeira í stjórnsýslu okkar Íslendinga.  Þá er eftir að fara yfir DÓMSVALDIÐ.  Ekki hefur það orðið útundan í þessari þróun.  DÓMSVALDIÐ á samkvæmt stjórnarskránni að standa alveg sjálfstætt.  En er það alveg sjálfstætt?  Ég verð að viðurkenna vankunnáttu mína þar en ég veit ekki hvenær ráðherra byrjaði að skipa dómara, en í stjórnarskránni stendur í 59 grein “Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum” (Tilvitnun líkur, leturbreytingar eru mínar), þá er það skilningur minn, samkvæmt þessu,að ráðherra eigi EKKI að skipa dómara og er þá ekki hægt með góðu móti hægt að segja að stjórnarskráin hafi verið brotin í  mörg ár eða jafnvel áratugi? Það er öruggleg einhver ástæða fyrir því að það er verið að tala um RÁÐHERRARÆÐI hér á landi.   

Nú er bara að verja titlana!

Það virðist vera að Ferrari hafi bílinn til þess og þeir eru alveg örugglega með ökumennina í það.  Við horfum fram á skemmtilegt tímabil og eins og staðan er í dag sé ég ekki fyrir mér að annað lið en McLaren og Ferrari berjist um titlana sem í boði eru BMW gæti eitthvað blandað sér í baráttuna en ég á ekki von á að BMW-menn geri stóra hluti.
mbl.is Räikkönen ánægður eftir frumaksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er svona merkilegt við þessi kofaræksni??????

Hefur fólk virkilega ekkert betra að gera en að þjarka um einhver tvö kofaræksni við Laugaveginn?  Þessir tveir kofar hafa verið óprýði við Laugaveginn í mörg ár og ættu menn að fagna því að það eigi "loksins" að fjarlægja þetta rusl.  Nei, nei þá koma einhverjir "sjálfskipaðir spekingar" fram á sjónarsviðið og halda því fram að götumyndin við Laugaveg beri af því skaða hverfi þessir kofar - Hvaða götumynd?  Laugavegurinn er samsettur af mörgum ólíkum húsum og þar eru lágreist hús innan um önnur upp á 3 - 4 hæðir og svo alls konar bakhús og gamlir bárujárnshjallar, sem eru bara til vansa.  Það ætti frekar að fara að vinna að því að skipuleggja Laugaveginn sem eina heild og byggja þar í stað þess að vera með eitthvert kj...... út af einhverjum hálf ónýtum kofum sem engu máli skipta.
mbl.is Kúbein á lofti við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

PÉTUR LUVÍ ólst upp í smábæ fyrir austan, flytur síðan suður til að læra lögfræði í háskólanum. Hann ákveður hins vegar að flytja aftur austur að námi loknu vegna þess að hann gæti orðið stórkall í litla bænum og gengið í augun á öllum. Hann opnar sína eigin lögfræðistofu, en viðskiptin ganga mjög hægt í byrjun. Dag nokkurn sér hann mann koma gangandi upp að skrifstofunni. Hann ákveður að láta þennan nýja viðskiptavin fá á tilfinninguna að hann sé að hefja viðskipti við stórkall í lögfræði heiminum. Þegar maðurinn kemur inn þykist PÉTUR vera að tala í símann. Hann patar eitthvað með fingrunum um leið og hann talar í símann sem maðurinn skilur sem svo að hann eigi að fá sér sæti. "Nei, alls ekki. Þú skalt sko segja þessum trúðum í DELTA að ég semji ekki um málið fyrir minna en 15 milljónir. Já. Áfrýjunardómstóllinn hefur sæst á að taka málið fyrir um næstu helgi. Ég kem til með að flytja málið sjálfur, en úrvalið úr liði mínu kemur til með að afla gagna sem þarf til. Segðu saksóknara að ég komi suður næstu helgi og þá getum við rætt smáatriði málsins." Svona gekk þetta í næstum 5 mínútur. Á meðan sat maðurinn hinn rólegasti á meðan PÉTUR malaði í símann. Loksins lætur PÉTUR niður tólið og segir: "Fyrirgefðu biðina, en eins og þú sérð þá er ég mjög upptekinn. Hvað get ég gert fyrir þig?" Maðurinn svarar, "Ég er frá Símanum. Ég er kominn til að tengja símann hjá þér."


Niðurskurður fiskveiðiheimilda!!!!

Alltaf, þegar fréttir koma af uppsögnum í sjávarútvegsfyrirtækjum, er niðurskurði í aflaheimildum borið við.  En er það virkilega svo að þarna sé eina ástæðan á ferðinni?  Hvað með stjórnun fyrirtækjanna og rekstur þeirra yfirleitt?  Vissulega kemur þessi niðurskurður aflaheimilda illa niður á fyrirtækjunum, en mín tilfinning er sú að of mikið sé gert úr þessum þætti og þessi niðurskurður aflaheimilda, sé oft notaður sem blóraböggull annarra ástæðna, sem stjórnendur og eigendur fyrirtækjanna vilja ekki að komist í hámæli.
mbl.is Uppsagnir á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband