Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þarf Ríkisstjórnin leyfi frá Seðlabankanum?????

Er ekki RÍKISSTJÓRNIN æðsta VALDIÐ í landinu, þarf leyfi frá Seðlabankanum til að gera einhverjar efnahagsráðstafanir?
mbl.is Sátt um IMF-lán í Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann talar MIKIÐ en segir LÍTIÐ.

Það virðist vera sú lína, sem Geir Haarde hefur ákveðið að fylgja, enda virðist maðurinn ekkert vita hvernig hann á að haga sér.
mbl.is Ríkisstjórnarfundi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að setja HRYÐJUVERKALÖG á Seðlabankann??????

....og Davíð Oddsson þá sérstaklega.  Hann var kominn langleiðina með að "rústa" bankakerfinu en nú virðist hann vera búinn að átta sig á að Sparisjóðirnir voru eftir og þá snýr hann sér að sjálfsögðu að þeim.
mbl.is Krefjast 60 milljarða tryggingar frá Sparisjóðabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um MJÚKU SNERTILENDINGUNA?????

...sem Forsætisráðherra talaði svo fjálglega um að yrði í Íslensku efnahagslífinu.  Mér fannst þessi "mjúka snertilending" nokkuð harkaleg og hefði ekki viljað upplifa "harkalega lendingu".
mbl.is Fjármálafyrirtækin í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuverðslækkunin, bara á heimsmarkaði.

Kannski er verskynið eitthvað orðið skrítið hjá mér en ég get ekki með nokkru móti séð að olíuverðið fylgi "heimsmarkaðsveri" á eldsneyti nú um mundir, jafnvel þótt tillit sé tekið til gengis.  Eins og fram kemur í fréttinni, þá fór verðið hæst í 147$ tunnan en er nú í u.þ.b 70$ tunnan, þetta er 110% LÆKKUN en á sama tíma hefur Íslenska krónan LÆKKAÐ um rúm 50%, þetta er mjög ýkt en ég hef ekki séð eldsneytisverð hér á landi fara niður um 60% frá því sem það var þegar það var hæst.
mbl.is Olíuverð lækkar og lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endanlega búinn að gefast upp á Stöð 2 sport og horfi á formúluna annars staðar.

Ég er svo mikill tæknimaður að ég varð að fá son minn til þess að finna stöð á sjónvarpinu fyrir mig, þar sem formúlan væri alveg örugglega svo ég geti nú horft á dásemdina í nótt.

Föstudagsgrín

 

Kona ein átti elskhuga sem hún hitti meðan maðurinn hennar var í vinnunni á daginn. Dag einn kom 9 ára sonur hennar óvænt heim og í fátinu ýtti konan honum inn í skáp. Maður hennar kemur heim rétt á eftir, svo hún ýtti elskhuganum líka inn í skápinn.

Drengurinn rauf þögnina meðan þeir stóðu þarna tveir og sagði lágt:

"Það er dimmt hérna inni".

Maðurinn svarar "Já, það er það"

"Ég á fótbolta"

"Það var nú flott"

"Viltu kaupa hann?"

"Nei"

"Pabbi stendur fyrir utan skápinn"

"OK, hve mikið?"

"5.000 kall"

Maðurinn borgar umyrðalaust.

2 vikum seinna gerist aftur það sama. Þegar þeir standa í skápnum segir drengurinn:

"Það er dimmt hérna inni"

"Já, það er það"

"Ég á markmannshanska"

Reynslunni ríkari segir maðurinn: "OK, hve mikið?"

"10.000 kall"

Maðurinn varð pirraður, en borgaði þó.

Nokkrum dögum seinna kallar pabbinn á drenginn og segir: "Sonur, náðu nú í boltann og markmannshanskana. Við skulum fara út og spila fótbolta"

"En ég get það ekki, pabbi, ég seldi bæði boltann og hanskana" svarar drengurinn.

"Hvað fékkstu fyrir það?" spurði pabbinn.

"15.000 kall" var svarið.

"15 þúsund kall? Það er okur! Það er ljótt að okra svona á vinum sínum. Nú fer ég með þig í kirkjuna og þú færð að játa syndir þínar fyrir prestinum"

Þegar þeir voru komnir í kirkjuna ýtir pabbinn drengnum inn í skriftaklefann. Drengurinn veit ekki hvernig hann á að byrja svo hann segir:

"Það er dimmt hérna inni"

Presturinn svarar: "NEI, NÚ BYRJARÐU EKKI MEÐ ÞETTA HELVÍTI HÉRNA LÍKA!"


Nú er lag!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

En kannski einhverjir misskilji það og áætli að það eigi bara að nota tækifærið og syngja lagið.  Það er búið að þjóðnýta viðskiptabankana og er þá ekki næst á dagskrá að þjóðnýta KVÓTANN og um leið að gera þær breytingar á kvótakerfinu, sem þarf til að það brjóti ekki í bága við mannréttindi?

Nú skulum við öll, sem getum, bregðast við.

....og svara kalli blóðbankans.  Það kostar okkur ekkert að fara þangað svo er mætir maður ekki í "neinum banka" jafn þægilegu viðmóti starfsfólks og fyrir utan það að gera öðrum gott þá líður manni svo vel eftir blóðgjöfina.
mbl.is Fólk hvatt til að gefa blóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hélt að þessi rannsókn væri löngu farin af stað.....

en það virðist vera að "einhver" haldi verndarhendi yfir "útrásarprinsunum" og liði þeirra svo þeir geti komið sem mestu undan og geti svo lifað í vellystingum í einhverri skattaparadísinni á meðan almenningur greiðir reikninginn fyrir óhófið og bruðlið þeirra.
mbl.is Vilja rannsókn á viðskiptum bankamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband