Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

"RÍKISSTJÓRN FÓLKSINS" ER BARA EIN STÓR MISTÖK.....

Ekki bara hluti hennar.  Stærstu mistökin eru að sjálfsögðu INNLIMUNARUMSÓKNIN í ESB og það að vilja ekki viðurkenna þau mistök.  Eitthvað klikkaði nú "skjaldborgin um heimilin" í landinu.  Fiskveiðistjórnunin hefur farið í vaskinn hjá þeim.  Sagan í kringum stjórnarskrármálið hefur verið ein hörmungarsaga alveg frá upphafi og sér engan veginn fyrir endann á því máli.  Þau hafa staðið í veginum fyrir ALLRI framþróun atvinnulífsins.  Þau hafa svikið ÖLL loforð sem þau gáfu til að liðka fyrir kjarasamningum.  Þau afhendu bankana til vogunarsjóða, fyrir brot af því verði sem var raunverulegt, í hverra þágu það var gert er rannsóknarefni en reikninginn fyrir þetta verða að sjálfsögðu ofurskuldsett heimili í landinu að greiða.  Nú reynir Heilög Jóhanna að verja gjörðir Guðbjarts.  Svo heldur þetta fólk að menn vilji fá þau til áframhaldandi setu................
mbl.is Launahækkunin mistök að mati Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRST ER ÞAÐ LITLIFINGUR INNAN BRÁÐAR ER HÖNDIN TEKIN OG SVO ALLT......

Þarna er hann bara að gefa ágætis lýsingu á ESB og hvernig sambandið virkar í rauninni.......
mbl.is Framtíð Evrópu sögð í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI????????????

Keilir  (á Keflavíkurflugvelli) og Flugskóli Íslands, útskrifa á hverju ári tugi fólks með flugumferðarstjórnarmenntun, þessi menntun er rándýr og í það minnsta er nemendum Keilis sagt að starfsmöguleikar í faginu séu góðir.  En svo kemur í ljós þegar námið er að verða hálfnað að atvinnumöguleikar séu mjög nálægt því að vera ENGIR.  Ísavía, sem rekur flesta ef ekki alla flugvelli hér á landi, ræður ekki til sín nema að hámarki 2-3 nema á ári og svo gildir þetta "alþjóðlega" skírteini sem nemendur fá að námi loknu, víst ekki nema á Íslandi.  Svo les maður svona fréttir, ber ekki Ísavía að sjá til þess að flugumferð sé eðlileg og hægt sé að sinna allri starfsemi??????  Er ábyrgð forsvarsmanna Ísavía engin í svona tilfellum??????  Miðað við þann fjölda manna og kvenna sem eru með menntun til starfsins ætti svona staða ekki að koma upp...........................
mbl.is Bönnuðu kennsluflug vegna manneklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG HVER ER SVO TENGINGIN????????

Fljótt á litið er ómögulegt að sjá að bæjarstjórnarseta hans og sundafrek hans árið 1984, tengist á nokkurn hátt........... Woundering
mbl.is Guðlaugur hættir í bæjarstjórn Vestmannaeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NOKKUÐ LJÓST AÐ MARGIR LANDRÁÐAFYLKINGARMENN/KONUR HVERFA AF ÞINGI EFTIR NÆSTU KOSNINGAR..............

Þannig verða fleiri en þingmenn Norðausturkjördæmis sem verða að leita sér að annarri vinnu eftir kosningar og jafnvel fyrir þær (því ekkert er hægt að spá í niðurtöður prófkjörs)................
mbl.is Vilja öll halda áfram á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LOKSINS SEGIR HANN EITTHVAÐ AF VITI...........

Víst er krónan MJÖGslök, sem gjaldmiðill, en hver skyldi nú vera orsökin fyrir því?????  Jú sú efnahagsstefna (eða réttara sagt skortur á henni), sem hefur verið rekin hér á landi allt frá lýðveldisstofnun, hefur verið svo arfaslök að krónan er stödd þar sem hún er í dag.  Það að skipta um gjaldmiðil er nokkuð meira en að segja það. Kostnaðurinn við að skipta um gjaldmiðil er alveg gríðarlegur og efnahagsaðstæður hér á landi eru þannig að svigrúm til að fara í þær aðgerðir eru ekki til staðar.  Stærsti hluti þessa snýst um traust og trúverðugleika.  Þar af leiðandi er sá möguleiki að taka EINHLIÐA upp annan gjaldmiðil algjörlega úr myndinni og hefur ekkert upp á sig nema kostnað sem kemur aldrei til með að skila sér.  Ef á annað borð á að taka upp annan gjaldmiðil VERÐUR að gera það með TVÍHLIÐA samkomulagi við viðkomandi ríki og Seðlabanka þess.  Annað er eins og að pissa í skóinn sinn.  En þetta er margra ára ferill og eins og Gunnarsstaða Móri segir þá verður krónan okkar gjaldmiðill í mörg ár..................
mbl.is Verkefnið að bæta umgjörð krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ÆTLA INNLIMUNARSINNAR ENN AÐ HALDA ÞVÍ FRAM AÐ ÞETTA TVENNT TENGIST EKKI??????

En þeir sem ekki eru haldnir einhverri þráhyggju og "masókisma" haf séð ESB batteríið í réttu ljósi en enn berja INNLIMUNARSINNAR HAUSNUM Í STEININN.  Og til þess að bæta gráu ofan á svart segja INNLIMUNARSINNAR að  milli 70 og 80% þjóðarinnar, þeir sem eru á móti innlimun við ESB, séu þröngsýnir einangrunarsinnar.  Það er alveg með ólíkindum að þeir geti haldið til í landi þar sem er svona mikilþröngsýni og afturhaldsemi.  Ég geri það að tillögu minni að þessir aðilar flytjist til einhvers ESB ríkis og helst þar sem evra er gjaldmiðill.  Þar geta þeir verið í friði og ró fyrir stórum meirihluta þjóðarinnar.
mbl.is Verða að samþykkja löggjöf ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUMIR KUNNA EKKI AÐ SKAMMAST SÍN...................

Við nefnum svosem engin nöfn en fyrsti stafurinn er Jóhanna Sigurðardóttir.  Hvernig getur manneskjan sagt þetta blygðunarlaust, þegar allar opinberar tölur sýna það svart á hvítu, AÐ SKATTBYRÐI BÆÐI Á EINSTAKLINGA OG FYRIRTÆKI, HEFUR AUKIST Í TÍÐ ÞESSARAR RÍKISSTJÓRNAR?????????
mbl.is Jóhanna: Dregið hefur úr skattheimtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER SVONA HÁTT VERÐ Á MÖNNUM Á "BEKKINN"??????

Verða menn ekki að fara að viðurkenna það að ferillinn er á niðurleið og vera bara raunhæfur í launakröfum??????
mbl.is Seattle hafði ekki efni á Eiði Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞURFTI HANA EKKI TIL..............

En vissulega flýtti hún fyrir því að fólk gerði sér grein fyrir því fyrir hvað ESB stendur fyrir.  Allir nema harðir INNLIMUNARSINNAR sjá nú ESB í réttu ljósi og þá spyr maður sig að því HVAÐ VELDUR EIGINLEGA ÞESSARI BLINDU HJÁ INNLIMUNARSINNUM?????
mbl.is Litlar líkur á ESB-aðild verði makríldeilan ekki leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband